Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Side 28
Ferðafélag Íslands 17. janúar 2020KYNNINGARBLAÐ Það var fyrir meira en heilli öld, árið 1912. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig skíði hann hafði undir fótum sér á jöklinum. „Sennilega er ég með eitthvað fjalla-DNA sem þarf að fá útrás á jöklum og fjöllum. Þetta er hreinlega lífsstíll og gefur mér mikla lífsfyllingu, en hjálpar mér líka að halda jafnvægi í krefjandi starfi sem skurðlæknir,“ segir Tommi. Búnaðurinn gríðarlega mikilvægur Það er að ýmsu að huga í aðdraganda ferðar en réttur útbúnaður er mikilvægastur. „Athuga þarf að skinn undir skíðin gleymist ekki og að þau passi á skíðin,“ segir Tommi. „Það þarf líka að passa að skórnir séu rétt stilltir fyrir skíðin og að stafir séu í lagi. Síðan má ekki gleyma réttum fatnaði og hlýjum auka vettlingum og hlýrri húfu en líka sólgleraugum og skíðagleraugum. Að minnsta kosti þrjú lög eiga við í öllum vetrarferðum,“ segir Tommi og er þá ekki að tala um nein popplög, heldur lögin í hlífðarklæðnaðinum. Farastjórar eru alltaf búnir GPS tækum og kortum og Tommi segir að alls ekki megi gleyma góða skapinu. Reyndar eru þeir það hressir Tommi og Helgi að það þarf að hafa mikið fyrir því að smitast ekki af fjallagleði þeirra tveggja. Öryggið í öndvegi Þeir Tommi og Helgi leggja áherslu á öryggið enda um vetrarferðir á fjöllum að ræða og gera verður ráð fyrir því að veður geti skipast í lofti og ýmsar hættur leynast í íslenskri náttúru allt árið um kring. „Í fyrsta lagi þurfa allir þátttakandur að hafa ýli, snjóflóðastöng og létta skóflu meðferðis,“ segir Tommi. „Við gefum engan afslátt á því,“ segir hann og verður mjög ákveðinn í röddinni. „Fararstjórar eru búnir léttum fjallgöngureipum og sprungubjörgunarbúnaði. En markmiðið er jú að þurfa ekki að nota þennan búnað. Allir eru með göngubelti og létta ísöxi, auk mannbrodda. Í öllum ferðum FÍ eru með í för fararstjórar með mikla reynslu af svona ferðum og alltaf einhverjir með sprungubjörgunarréttindi. Allir fararstjórar eru búnir talstöðvum. Markmið ferðarinnar er samt að njóta útiverunnar og hafa gaman af ferðinni þótt öryggið sé alltaf haft í fyrrrúmi. Sem betur fer hafa þessar ferðir gengið nánast snurðulaust fyrir sig í þau ár sem ég hef staðið fyrir þeim.“ Útvörður íslenskrar náttúru Tómas hefur látið til sín taka í umhverfisvernd og vakið landsathygli fyrir baráttu sína í þeim efnum. Hann segir að hin óspillta náttúra Íslands sé helsta kryddið í tilveruna og gefi honum orku, bæði líkamlega og ekki síður andlega. „Að koma á svæði eins og Lónsöræfi, Kverkfjöll, Öskju og Hornstrandir hleður batteríin í fleiri mánuði. Þess vegna sækir maður þangað aftur og aftur,“ segir Tommi og verður dreyminn á svip. „Ég fékk hálendið beint í æð mjög ungur og dvaldi heilu sumrin í tjaldi í óbyggðum. Eftir að ég flutti heim fyrir fimmtán árum eftir tólf ára sérnám tók ég upp þráðinn með kollegum mínum og síðar FÍ sem hefur gefið mér mikið. Ég hef afar mikið að gera í minni vinnu en hef samt tekið frá tíma fyrir leiðsögn í ferðum FÍ. Það geri ég ekki fyrir peninga heldur er fátt sem gefur mér meira en að sýna fólki ósnortna náttúru landsins. Þakklátir ferðalangar eru mikil hvatning. Ég segi líka að þetta sé besta náttúruverndin, að sýna fólki landið og hvað það hefur upp á að bjóða. Náttúruvernd er tvímælalaust eitt að því sem ég brenn mest fyrir og hef gert síðan ég man eftir mér.“ Ferðirnar framundan Framundan í vor og sumar eru sex spennandi fjallaskíðaferðir þar sem farið er á tinda með þeim Tomma og Helga sem gefa fólkið alveg magnað útsýni. „Við reynum að blanda saman ferðum sem teljast hefðbundnar fyrir fjallaskíðafólk, t.d á Heklu og Eyjafjallajökul,“ segir Tommi en bætir því svo við að þeir reyni um leið að brydda upp á nýjum leiðum, t.d. á Hvannadalshnjúk. Þessar ferðir eru nú í boði: • 29. febrúar Snæfellsjökull bakdyramegin • 4. – 5 apríl: Kaldbakur þvers og kurs • 30.apríl – 3. Mai – Fjallaskíði á Ströndum • 16.maí – Birnudalstindur Ótrúlega skemmtilegt sport Tommi segir að ferðir á skíðum séu ótrúlega skemmtilegar og miklu auðveldari en margir haldi. „Þetta er einhver mesta bylting í ferðamennsku á síðastliðnum árum. Reyndar eignaðist ég mín fyrstu fjallasvigskíði fyrir 35 árum en síðan hafa orðið stórstígar framfarir sem hafa átt þátt í þeirri sprengju sem þetta sport er orðið. Þar koma við sögu léttari skíði og betri skinn, breiðari skíði sem fljóta vel á púðri eða blautum snjó, en sérstaklega þó betri og léttari skór og fullkomnari bindingar,“ segir Tommi. „Vettvangurinn fyrir þetta sport, þ.e. snævi þakin fjöll með ómældu fjallalofti, er síðan eitthvað sem fáar aðrar íþróttagreinar geta státað af. Og síðast en ekki síst er það bara þannig að í þessu sporti er sérlega skemmtilegt fólk sem tekur sig ekki of alvarlega.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.