Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Blaðsíða 36
Ferðafélag Íslands 17. janúar 2020KYNNINGARBLAÐ Öryggisreglur Ferðafélag Íslands hefur unnið að áhættumati fyrir fjölmargar gönguleiðir á Íslandi og er þeirri vinnu haldið áfram. Vinnan felst í því að kortleggja þær hættur sem við er að etja, sem geta auðvitað verið fjölmargar, sérstaklega þegar ferðast er að vetrarlagi. Helstu áhættur í vetrarferðamennsku • Hætta á að hrasa – renna í hálku • Hætta á að renna í fjalllendi í harðfæri – hálku • Hætta á að hrapa fram af fjallsbrúnum / klettum • Hætta á að villast – verða úti • Hætta á að lenda í óveðri – verða úti • Hætta á að verða blautur – kaldur – krókna • Hætta á að falla í gegnum ís á vatni • Hætta á að lenda í snjóflóði / aurskriðum • Hætta á að verða sambandslaus • Hætta á að lenda í vandræðum vegna þess að maður er vanbúinn / illa búinn • Hætta á að vanmeta aðstæður / ofmeta sjálfan sig Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi yfir hættulegar aðstæður sem göngufólk getur lent í þegar það stundar vetrarfjallamennsku. Mikilvægt er að undirbúa sig vandlega fyrir hverja ferð. Undirbúningur fyrir ferð • Kanna aðstæður á leiðinni, t.d. snjóalög, hálku, aurbleytu eða annað og ekki fara í ferðina nema aðstæður séu góðar. • Fylgjast með veðurspá fyrir ferð – sé veðurspá slæm og gert ráð fyrir meira vindhraða en 18 metrum á sekúndu er rétt á fresta ferð eða breyta. Rétt er að hafa í huga að veður breytist hér á landi á örskammri stundu. Þá er veður til fjalla yfirleitt mun verra en í byggð. • Athuga hvort snjóflóðahætta sé á viðkomandi leið og tryggja að þátttakendur eigi ekki á hættu að lenda í snjóflóði. Hér má nálgast snjóflóðaspár Veðurstofunnar. • Mikilvægt er að fara yfir búnað sem þarf til hverrar ferðar miðað við aðstæður og tryggja að allir séu rétt búnir. • Nauðsynlegur búnaður í allar vetrarferðir eru: nærfatnaður úr ull er bestur eða gerviefnum, gott millilag t.d. flís eða stretch og góður hlífðarfatnaður, jakki og buxur, vind og vatnsheldur. Þá er nauðsynlegt að vera með húfu og vettlinga. Góðir gönguskór eru nauðsynlegir, helst háir, með góðri styrkingu yfir ökla og grófum botni. Gott að hafa hálkubrodda en rétt að hafa í huga að þeir duga skammt í krefjandi aðstæðum og geta veitt falskt öryggi. Ef leið liggur um brattlendi eða klettabelti er nauðsynlegt að hafa með ísbrodda. Ef farið er í ísbrodda þá þarf viðkomandi að hafa ísexi í hendi. • Mikilvægt er að hafa GPS tæki og kunnáttu til að vinna með tækið. • Göngustafir veita stuðning í ákveðnum aðstæðum. • Nauðsynlegt er að hafa hlaðinn farsíma með í ferð. • Aldrei skal vera einn á ferð í vetraraðstæðum. • Láttu vita af ferðum þínum og áætlaða heimkomu. Gott er að nota safetravel.is • Gott er að hafa bakpoka með auka hlífðarfatnaði, sjúkrapoka, nestisbita og heitt á brúsa. • Gott er að kaldstarta sem kallað er, það er að vera ekki of mikið klæddur í upphafi og hafa frekar fatnað í bakpoka. Göngumaður er mjög fljótur að ganga sér til hita en um leið þarf að varast að svitna. Blaut föt og kuldi eru hættuleg göngumanni. Þess vegna er mikilvægt að vera í fatnaði sem andar eða tekur ekki í sig raka. • Gott er að lesa og fræðast um vetrarfjallamennsku og auka þannig þekkingu sína. Eins er gott að læra af reyndari fjallamönnum og byggja upp reynslu sína og þekkingu. Hægt er sækja námskeið um vetrarfjallamennsku hjá Ferðafélagi Íslands og fleiri aðilum. Með fróðleik í fararnesti Með fróðleik í fararnesti er samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands þar sem mörg þúsund manns, ungir og aldnir, hafa gengið í borgarlandinu og hlotið þrennt: góða útivist, fína hreyfingu og fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum Háskólans. Þetta verkefni hófst fyrir tæpum tíu árum og hefur verið fróðlegt, hollt og spennandi og aukið áhuga almennings á vísindum og fræðum og á íslenskri náttúru sem víða leynist í borgarlandinu. Undanfarin ár hefur samstarfið við Háskólann að langmestu leyti verið í gegnum Ferðafélag barnanna og því hefur vísindamiðlunin helst beinst að börnum og fjölskyldufólki. Þannig verður það áfram í vetur þegar verkefnið hefst á ný með miklum tilþrifum. „Markmiðið með Ferðafélagi barnanna hefur ávallt verið að skapa skemmtilegan vettvang fyrir börn og fjölskyldur þeirra til að njóta útiveru, takast á við nýjar og spennandi áskoranir og hafa einafaldlega gaman af því að leika sér úti,“ segir Dalla Ólafsdóttir, sem leiðir Ferðafélag barnanna ásamt eiginmanni sínum, Matthíasi Sigurðarsyni. Hann segir að í verkefninu með Háskóla Íslands mæti flinkir og flottir vísindamenn sem bjóði upp á fróðleiksgöngur um fugla, skordýr, sveppi, fjöruna, eldfjöll, stríðminjar og stjörnurnar svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta eru gríðarlega vinsælar göngur ár eftir ár og mjög ánægjulegt að geta boðið börnum upp á að njóta náttúrunnar og fá fróðleik samhliða. Vísindamenn Háskólans hafa vakið mikla athygli í göngunum fyrir að draga fram mikilvægi rannsókna og vísindastarfs fyrir íslenskt samfélag, fyrir lífríkið okkar og umhverfið.“ Sjá nánar um ferðirnar á www.fi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.