Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Síða 49
SAKAMÁL 4917. janúar 2020
Saksóknarinn fullyrti að hjón-
in hefðu í sameiningu brugg-
að fröken Barrow banaráð til
að komast yfir fjármuni henn-
ar. Herra Seddon hefði soðið
arsenik-flugnapappír í vatni sem
hann síðan blandaði saman við
mixtúrurnar sem læknirinn hefði
skrifað upp á fyrir frökenina.
Sekt og sýkna
Málalyktir urðu þær að herra
Seddon var sakfelldur en eigin-
kona hans var sýknuð.
Þannig vildi til að herra
Seddon og dómarinn, herra
Buckhill, voru báðir í Frímúrara-
reglunni og í þann mund sem
dómarinn var að fara að kveða
upp dóm sinn reyndi Seddon að
notfæra sér þá staðreynd með því
að fara með háfleyga yfirlýsingu:
„Ég lýsi því yfir, frammi fyrir hin-
um mikla skapara alheimsins, að
ég er saklaus.“
Dómarinn svaraði: „Við vit-
um báðir að við tilheyrum sama
bræðralagi. En bræðralag okkar
hvetur ekki til glæpa.“ Segir sagan
að sést hafi tár á hvarmi Buckhill
þegar hann mælti þau orð. Síðan
kvað hann upp dauðadóm.
Angist eiginkonu
Svo skemmtilega vill til að böð-
ullinn sem sá um að fullnægja
dómnum, John Ellis, skrifaði
endurminningar sínar og sagði
meðal annars um þetta mál að
Margaret Seddon hefði sést í
grennd við fangelsið að morgni
aftökunnar. Frú Seddon ku hafa
leigt herbergi gegnt fangelsinu
og hafði vakað þar í angist alla
nóttina.
Síðustu metrarnir
Um herra Seddon skrifaði John
Ellis: „Seddon veitti mér enga
athygli þegar ég vatt mér að hon-
um og batt handleggi hans fyrir
aftan bak.“
Ellis sagði að Seddon hefði
verið hnarreistur þegar hann
gekk að gálganum. „Svo sá hann
snöruna dinglandi á bitanum og
missti aðeins ró sína. Hann lokaði
augunum til að útiloka þessa sýn
og gekk það sem eftir var með sig-
in augnlok.“
Fumlaust og fljótlegt
Böðullinn gat ekki á sér setið að
hafa orð á eigin frammistöðu: „Yfir-
fangavörðurinn tók tímann frá því
að ég gekk inn í klefa þess dæmda
þangað til boltinn var dreginn úr
fallhleranum á gálganum eftir að
Seddon hafði gengið þá 18 metra
sem aðskildu þessa tvo staði. Frá
upphafi til enda lauk þessu verki á
aðeins 25 sekúndum.“ n
AUÐUR, EITUR OG AFTAKA
n Herra Seddon gerði samning sem hann hugðist ekki standa við n Fröken Barrow varð að deyja n Upp komast svik um síðir
„Svo sá hann snöruna
dinglandi á bitanum
og missti aðeins ró sína
Frederick Henry
Seddon Sveik samning
sinn og gott betur.
Eliza Mary Barrow
Auðæfi hennar urðu
henni dýrkeypt.