Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 13

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 13
IÞRÓTTABLAÐIÐ 5 Undanrásir 100 metra hlaupsins hófust kl. 3,40 fyrsta keppnisdaginn — föstu- daginn 30. júlí — í ágætu veðri. Alls mættu til leiks fi-3 keppendur af 75, sem á skrá voru. Var þeim skipt í 12 riðia og komust 2 fyrstu úr hverjum riðli alls 2^ menn í fyrri milliriðla (4) sem fóru fram sama dag kl. 6. Þaðan fóru svo 3 fyrstu i síðari milliriðla, sem fram fóru daginn eftir — 31. júlí — og loks fóru 3 fyrstu úr hvorum semifinal í úrslitahlaupið, sem hófst rúmri stundu síðar. I fyrstu umferð undanrásanna náðust yfirleitt ágætir tímar. Dillard fékk bezta tímann (10,4), en Ewell, La Beach, Bai- ley, Testa (Uraguay) og Ástralíumaður- inn Treloar unnu sína riðla á 10,5 sek. Aðrir sigurvegarar undanrásanna voru: Patton (10,6), Chacon (Kúba) og Cur- otta (Ástralíu) á 10,7 sek.. Lewis (Trini- dad) og Vandewiele (Belgíu) á 10,8 og loks Fayos (Uraguay) á 11,0 sek. Hinn nýuppgötvaði brezki spretthlaup- ari, Mc Corquodale varð 2. í 1. riðli á sama tíma og Ewell (10,5), en landi hans, Jones, varð einnig annar í riðli á 10,6. Af öðrum, sem náðu góðum tímum má nefna Silva (Braziliu) fékk 10.6 móti Dillard, Valmy (Frakkl.), Bartram (Ástr- alíu), McKenzie (Jamaica) og Bonnhoff (Argentinu) alla á 10,8 sek. Aðeins 4 Norðurlandabúar tóku þátt í þessu hlaupi. Voru það Norðmaðurinn Bloch, sem var sleginn út (3. maður) í 5. riðli á 11,1 sek. og íslendingarnir þrír, Finnbjörn, Haukur og Örn Clausen. — Finnbjörn varð 5. af 5 í 4. riðli móti Testa (10,5) og mun hafa hlaupið á 11,2— 11,3 sek. Finnbjörn fékk gott viðbragð en hélt ekki út. Hnémeiðsli hans höfðu tekið sig upp fyrir leikana og var hann naumast orðinn góður. Örn varð 4. af 5 í 9. riðli móti Curotta (10,7) á um það bil 11,1—11,2 sek. Hann hljóp allsæmilega en skorti snerpu. Haukur hljóp í 6. riðli móti Bailey, Van Heerden (S.-A.), Silva (Chile), Lovina (Fillippseyjum) og Lines (Bermuda). Við fyrstu tilraun brá Hauk- ur of snemma við og var kallaður til baka. Næst varð hann langfyrstur upp, hikaði fyrstu metrana, en náði sér svo vel Efst: lf. riðill, frá v.: Jones, Testa, Meyer, Anchante og Finnbjörn. Miðið: 6. riðill: Heerden, Bailey, Lovina, Anguita, Lines og Haukur. Neðst: Sömu menn í marki.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.