Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 18

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 18
10 IÞRÓTTABLAÐIÐ Patton vinnur 200 m. hlaupiö á 21,1 sek. Næstur er Ewell, 3. La Beach, i\. Mc Kenley, 5. Bourland og 6. Laing. — og báðir talið að þeir ættu sín að hefna þar. Síðari riðillinn var mun jafnari og harðari. Var það ekki fyrr en á síð- ustu metrunum, sem úr því var skorið hverjir þrir yrðu fyrstir og færu i úr- slitin. 1. Bourland 21,5; 2. La Beach 21,6; 3. Laing 21,6; 4. Treloar 21,7; 5. McCor- quodale; 6. Chacon, Kúba. Bourland lenti enn einu sinni á yztu braut, en hélt þó foruztunni alla leið í mark. La Beach var seinn í viðbragðinu eins og hans er vani og þurfti að teygja talsvert úr sér til þess að verða ekki sleginn út þvi Treloar var við hliðina á honum lengst af. Á siðustu metrunum kom Laing litli eins og örskot, þaut fram úr Treloar og kom samhliða La Beach í mark. Þar með var það hinn smái en Jtaái Jamaica-negri, sem hreppti sæti í úrslitahlaupinu en ekki hinn hái og glæsilegi Treloar. Corquodale virtist skorta úthald og dróst aftur úr á enda- sprettinum. Úrslitahlaupið var ákaflega spennandi. McKenley dró innztu braut, Patton 2., La Beach 3. Ewell 4., Bourland 5. og Laing 6. braut. — Munu margir hafa gizkað á að röðin yrði þessi, því að McKenley hafði sýnt einna mesta yfir- burði í undanrásunum. Eins og ég sagði áður voru það þó tveir menn, sem höfðu sýnilega beðið þessa tækifæris til þess að bæta fyrir vonbrigðin í 100 m. hlaupinu, sem sé þeir Patton og Ewell. Munu þó margir hafa álitið að LaBeach ætti betur heima á þessari vegalengd, jafnvel Þótt hlaup hans hefði að svo komnu máli ekki hrifið sem skyldi. — Nú kallar ræsirinn: „Takið ykkur stöðu, — viðbúnir — og síðan reið skotið af“. Nú lá Patton ekki eftir, heldur þaut hann upp eins og píla og dró ört á La Beach, sem virtist vera jafnseinn og áður að komast á ferð. Ewell var einnig óþekkjanlegur frá undanrásun- um, fékk ágætt viðbragð og geystist á- fram með tíðum skrefum. Náði hann Bourland og Laing áður en beygjunni lauk og ljómaði af einbeittum sigur- vilja í byrjun beinu brautarinnar. Um þessar mundir hafði Patton hlaupið alla hina af sér og var næstum 1 metra á undan næsta manni, sem var Ewell. Nú hófst æðisgengið kapphlaup síð- ustu 80 metrana. Patton var greinlega fyrstur, Ewell annar, en La Beach og McKenley voru nú loks búnir að ná sér á strik og nálguðust óðum foruzt- una. Of seint, hlaupið var búið. Patton hafði haldið foruztunni alla leið og sýndi nú svart á hvítu að hann var eng- inn auglýsingadúkka. Ewell háði grimmi- lega baráttu til síðustu stundar og var aðeins % metra frá snúrunni þegar Patt- on snerti hana. Hann lenti því í annað sinn í öðru sæti (eins og Metcalfe forð- um) og er ekki hægt að segja annað en að hann hafi átt Það með rentum. Það er t. d. ekki svo lítill sigur að vera tvívegis á undan LaBeach, sem hefir hlaupið á heimsmetstímanum, bæði í 100 og 200 m. Nú varð sá síðarnefndi aftur að sætta sig við 3ja sætið og mátti þakka fyrir því McKenley og Bourland voru fast á eftir honum. — Laing litli á 6. brautinni virtist láta sér nægja að hafa komist í þetta eftir- sótta úrslitahlaup. Meira varð ekki af honum krafist og meira gat hann ekki látið af hendi. Tímaúrskurður þessa hlaups var alveg öfugur við 100 m. Nú fékk 2. maður sama tíma og sá fyrsti þótt munurinn væri álíka og í 100 m. (% metri). Auk þess var tíma- munur á fyrsta og þriðja aðeins gerður 1/10 sek. þótt bilið væri 2 metrar. (1 100 m. voru 20 cm. bil gert að 2/10!). 200 m. hlaup, (úrslit) rétt eftir aö fyrstu mennirnir eru homnir yfir marklínuna. Frá v.: Laing, Bourland, Ewell, La Beach, Pattón og McKenley.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.