Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 19

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 19
Iþróttablaðið 11 Verðlaunaafhending fyrir 200 m. Frá v.: Ewell, Patton og La Beach. Eins og markmyndin sýnir er aðeins nokkra cm. bil milli 3., 4. og 5. manns, en síðan um 3 m. að 6. manni. Tímaverðir gerðu þó sama tímamun allsstaðar (21,3, 21,4 og 21,5!) sem nær engri átt. M. Patton er af mörgum talinn mesta spretthlauparaefni, sem uppi hefir verið. S.l. 2 ár hefir hann verið ósigrandi á 100 og 220 yards og aðeins tapað einu sinni, (fyrir Ewell í 100 m. á Banda- ríkjaúrtökumótinu í ár). Hann á heims- metið í 100 yards — 9,3 sek. (er sam- svarar 10,1-10,2 sek. á 100 m.) og hefir hlaupið 200 m. (á beygju) á 20,7 sek. sama tíma og Owens náði 1936 <?g er bezti tími, sem náðst hefir á beygju Á beinni braut hefir hann fengið 20,4. Patton hefir flesta kosti fullkomins spretthlaupara, er viðbragðsfljótur, hef- ir fallegt hlaupalag og ágætan enda- sprett. Hann er 22 ára að aldri. 400 METRA HLAUP: Heimsmet: 45,9 sek. H. McKenley, 1948. Olympsmet: 46,2 sek. W. Carr, USA 1932. 1. Arth. Wint, Jamaíca 46,2 sek. 2. H. McKenley, Jamaíca 46,4 sek. 3. M. Whitfield, USA . . 46,9 sek. 4. Dave Bolen, USA . . 47,2 sek. 5. M. J. Curotta, Ástral. 47,9 sek. 6. G. Guida, USA .... 50,2 sek. í þessu hlaupi voru 53 keppendur, og urðu þeir að hlaupa í 12 riðlum eins og í 100 og 200 m. — og síðan í 2 milli- riðlum og úrslitahlaupi, þeir, sem ,,lifðu“ svo lengi. Fyrri daginn — 4. ágúst, fóru fram undanrásir og fyrri milli- riðlar, en síðari daginn — 5. ágúst — síðari milliriðlar (semifinal) og úrslit. Var þetta því enn meiri eldraun en 200 m. hlaupið. Fyrri daginn var veður þurt og gott til keppni, með nokkurri golu á móti (síðasta sprettinn). Bezti tím- ann (47,7), í fyrstu umferðinni hafði hinn risavaxni Jamaica blökkumaður, Arthur Wint, sem hafði orðið annar í 800 m. 2 dögum áður. Landi hans, heimsmethafinn McKenley vann sinn riðil í rólegheitum á 48,4 eða sama tíma og landi hans Rohden og Irinn Reardan sigruðu á í sínum riðlum. Næst bezta tím- ann (48,3) fékk hinsvegar Bandaríkja- múlattinn Whitfield, sigurvegarinn í 800 m. hlaupinu. — Af öðrum sigur- vegurum má nefna Lunis (Frakkl.) á 49,3, Bandaríkjamennina Bolen (svartur) 50,1 og Guida 49,0 og hinn efnilega Ást- ralíupilt, Curotta 49,1. 2 fyrstu komust í fyrri milliriðla og urðu sumir að hafa mikið fyrir því, þar sem riðlarnir voru mjög ójafnir. T. d. urðu þeir Roberts (Bretl.) og Schwette, (Frakkl.) að pína sig niður i 48,9 til að verða ör- uggir með 2. sæti. Reynir Sigurðsson lenti í 12. riðli og varð 3. af 5 keppendum á 51,4 sek.__ Fyrstur varð Kunnen (Belgiu) á 50,0; 2. R. McFarlane (Kanada) á 50,6 sek. Eru þeir báðir talsvert betri hlauparar en Reynir og hlupu að þessu sinni ekki hraðar en þeir þurftu. 4. varð Kitelmann (Chile) 51,5 og 5. Stratakos (Grikkl.) 52,8. Það var áberandi í undanrásunum og milliriðlunum í 400 m. hlaupinu (og fleiri hlaupum), hversu mjög menn spöruðu sig og áttu það jafnvel til að ,,labba“ síðustu metrana væru þeir nægilega langt á undan. Um 2 tímum síðar fóru fram 4 milliriðlar og harðn- aði leikurinn nú nokkuð. Fyrsta rið- ilinn vann Whitfield á 48,0 sek. eftir óvenju vel útreiknað og létt hlaup. —■ Næstu 2 (Rohden og Remos) voru báð- ir undir 49 sek. Wint vann 2. riðil á nákvæmlega sama tíma bg áður — 47.7 sek. og lék sér að keppinautunum, sem voru þó ekki lakari en Curotta 48,4 og Shore, S-Afríka á 48,5. Bretinn Ro- berts (sem var 4. á 46,8 í Berlin) var sleginn út á 48,6. Þriðja riðilinn vann McKenley á 48,0, sama tima og næsti maður (Guida), en Svíinn Larsson varð þriðji 48,8. Þarna varð Bartram önnur Ástralíuvonin slegin út á 49,9. 4. og síðasta riðilinn vann Bolen einnig á 48,0 sek. en hörð barátta varð um næsta sæti. Hinn sterki íri Reardon hreppti annað sæti á 48,3 og Kanadamaðurinn R. M. Farlane (sem hljóp með Reyni) það þriðja á 48,4 sek. aðeins sjónarmun á undan Lunis frá Frakklandi. Undanúrslit 400 m. hlaupsins fóru fram kl. 3 daginn eftir. Það fór ekki hjá því að riðlaskiptingin yrði dálítið ójöfn (svipað og í Berlín) enda hlupu 4 undir 48 sek. í fyrra riðlinum, en að- eins tveir í þeim síðari. Fyrri riðilinn vann Wint á langbeta tíma, sem náðst hafði — 46,3 sek. Virtist fara um Mc Kenley þegar hann heyrði tímann og var að búa sig undir að leggja af stað í seinni riðilinn. 2. varð hinn 18 ára gamli Curotta á 47,2 sek. og þriðji Whitfield á 47,4 sek. Jamicunegrinn Rohden og Irinn Reardon urðu að láta sér lynda 4. og 5. sætið í þessum félags- skap, þrátt fyrir ágæta tíma — 47,7 og 47.8 sek. Hefði annarhvor þeirra lent í síðari riðlinum hefði það nægt til að komast í úrslit. Whitfield fór sér að engu óðslega í byrjun hlaupsins og var síð- astur þar til á síðari beygjunni að hann herti smátt og smátt á sér til þess að vera öruggur með 3. sætið — en alls ekki meira. Mýkra og betur útreiknað hlaup hefi eg ekki séð. I síðari riðlinum skauzt Bolen á yztu brautina af stað eins og raketta og varð þó brátt að sleppa McKenley fram úr sér, sem ekki hefir orð fyrir að vera neinn sleði fyrir beygjuna. Bandarikja- maðurinn Guida (hvítur) og Suður- Afríkumaðurinn Shore (sem keppti i Berlin) háðu harða baráttu um 3. sætið og réttinn til úrslitahlaupsins. Tókst Guida að tryggja sér sætið, en var svo eftir sig að hann komst ekkert áfram í úrslitahlaupinu 2 tímum síðar. Tlmarn- ir: 1. McKenley 47,3; 2. Bolen 47,9; 3.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.