Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 25

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 25
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 17 4. M. Stokken, Noregi 30:58,6 mín. 5. S. Dennolf, Svíþ.. . 31:05,0 mín. 6. B. Abdallah, Frkl. 31:07,8 mín. Þetta fyrsta úrslitahlaup leikanna fór fram strax fyrsta keppnisdaginn — 30. júlí — því að hér var undanrásunum loks sleppt. Og þótt keppendur væru í hyrjun 27 að tölu, heltust svo margir úr lestinni (aðallega vegna hitans) að þeir munu varla hafa verið fleiri en 11 eða 12, sem luku hlaupinu. Annars fékk maður aldrei nákvæma tilkynn- ingu um röð og tíma síðustu keppend- anna (frá 7 að telja), því hlaupið var orðið svo ruglingslegt siðustu hringina að jafnvel dómararnir áttu fullt í fangi með að átta sig á því. Engu að síður vakti þetta hlaup mikla athygli og var aðalumræðuefnið næstu daga á eftir. 1 byrjun hlaupsins var troðningurinn mjög mikill, en eftir að fór að greiðast betur úr, fór maður að geta greint stjörnurnar. Svíinn Alberts- son hafði foruztuna, þá kom negrinn Ramjohn frá Trinidad og loks heimsmet- hafinn Heino, Finnlandi. Hélt sá síðast- nefndi foruztunni lengi vel, þótt nokkr- um sinnum væri gripið inni. Hinir Finn- arnir Heinström og Könonen fylgdu i kjölfar hans, en þar næst kom Sviinn Albertsson, Frakkarnir Mimoun O. Kacha og Abdallah og Norðmaðurinn Stokken. Hinn frægi og mjög umtalaði Tékki, Emil Zatopek, hafði enn ekki látið neitt á sér bera, en þegar 2% km. voru búnir, fór hann að færa sig ögn framar og dró með sér Svíann Dennolf. Nú veitti maður fljótt athygli hinu ein- kennilega hlaupalagi Tékkans. Hann veltir vöngum, grettir sig og blæs frá sér einna líkast járnbrautarlest. Hand- leggjahreyfingarnar eru afar sérkenni- legar, hægri hendin mikið neðar en sú vinstri og mun hreyfanlegri. En þött efri hluti líkamans sé þannig mjög fer- legur ásýndum, er fótaburðurinn mjög sterklegur og liðugur og fram- og hiið- arhallinn (inn að beygjunni) all mikill. Það var greinilegt að hraðinn i hlaup- inu var óhemju mikill og sér í lagi með tilliti til hins þurra og þunga lofthita þennan dag. Zatopek mun ekki hafa ver- ið um það að láta Heino og fylgifiska hans stinga sig af, því að eftir 10 hringi (4 km.) herti hann á sér og fór nú fram úr öllum hinum og jók enn ferðina. Hélt hann foruztunni næstu 3 hringi, en næstir komu: Heino, Heinström, Al- bertsson, Kacha, Stokken og Dennolf. Um þessar mundir fór fyrsti flokkur- inn fram úr þeim síðasta (400 m. á undan), en tíminn á 5 km. (eftir 12% hring af 25) var 14:54,0 mín. Nú tókst Zatopek vinnur 10 km. hlaupiö. Heino að hrifsa til sín foruztuna aftur en það stóð ekki lengi, því Zatopek var nú kominn í slíkan vígahug að enginn hvorki heimsmethafinn né aðrir fengu rönd við reist. Fór Zatopek nú fram úr hverjum af öðrum, sem voru orðnir einum hring á eftir og var völlurinn brátt orðinn einn samfelldur hringur af hlaupurum, flest- um dauðþreyttum — nema Zatopek. — Hann var sá eini, sem hraðinn og hit- inn virtist enginn áhrif hafa á. Nú fór að togna talsvert úr bilinu milli þeirra fyrstu. Zatopek var nú skyndilega orð- inn 10 til 20 metrum á undan Heino, sem þegar sló af ferðinni — og þegar næstu menn, Albertsson, Heinström og Kacha höfðu náð honum, hætti hann hreinlega og gekk inn á grasið. — Það mátti lesa vonbrigði út úr svip landa hans, sem sátu skammt frá mér, en það urðu fleiri fyrir vonbrigðum, því að almennt hafði verið búizt við aðalein- víginu milli Heino og Zatopeks. Þegar 8 hringir voru eftir var Zatopek orðinn um 60 til 70 metrum á undan Hein- ström, sem aftur var rétt á undan Al- bertsson og litla Frakkanum Kacha. Stokken og Dennolf komu svo nokkru aftar með 50 metra millibiii. Um þessar mundir tók ég eftir því að Zatopek var að fara fram úr Norðmanninum Kjer- sem (sem vann 5 km. í landskeppi Is- lands og Noregs) i annað sinn. (400 m. Frá 10.000 m. hlaupinu. Heino er fremstur, þá Albertsson. Ramjolm (228), Mc Cooke, Bretlandi (bak við Albertsson), Heinström (237), O. Kacha (209), Zato- pek (203), Könonen (239) Dennolf (247) og Lou (202).

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.