Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 29

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 29
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 21 400 m. grindahlaup, úrslit: Sigurvegarinn Coclirau (339) er að hlaupa yfir síð- ustu grindina. 2. varð White (22), 3. Larsson (128), 4. Ault (338), 5. Cros (327). sem hafði unnið Lidman daginn áður varð 4. í þessum riðli. Þessir 6 menn kepptu svo til úrslita 2 timum síðar. Úrslitahlaupið varð sögulegt að því leyti að viðbragðið mistókst í 2 fyrstu skiptin. Fyrst brá Dixon of fljótt við og síðan Porter og Seott. Og Þótt ræsirinn kallaði þá til baka, gátu þeir ekki stöðv- að sig fyrr en eftir 3 til 4 grindur (ca. 40 til 50 metra). Loks tókst ræsi að hemja þá og skjóta án Þess að þeir hreyfðust. Dixon (á 1. braut) og Porter (á 2. braut) virtust taka foruztuna og hlupu alveg í takt yfir fyrstu grindurn- ar. Scott mun þó sennilega hafa verið að- eins á undan, en hann hljóp á 6. braut og því erfitt um samanburð. Það var unun að sjá hve vel Bandarikjamennirnir hlupu yfir grindurnar og hvilík tilþrif á milli þeirra. Á siðustu grindinni var eins og Dixon missti jafnvægið eitt augnablik og það nægði til þess að Porter varð greinilega á undan. En um leið og hann snerti marksnúruna sást hvar Scott kom eins og skollinn úr sauðaleggnum á yztu brautinni og kastaðist einnig á snúruna þeim megin. Virtist manni hann hafa orðið annar en timi myndi verða sá sami á honum og Porter. Því miður var tíma- úrskurðurinn allur annar en hið raun- verulega bil og fengu dómararnir þó fyrst að athuga markkvikmyndina. Gerðu þeir 2/10 úr sek. mun á 1. og 2. manni, en létu 2. og 3. hafa sama tíma. Markmyndin sýndi hinsvegar að Porter var 30 cm. á undan Scott, sem aftur var álíka langt á undan Dixon. Tími Porters 13,9 er nýtt Olympsmet og hafa bæði Scott og Dix- on því bætt fyrra metið, sem var 14,1 sek., þótt þeir fengju ekki meira en 14,1 sek. hjá tímavörðunum. Hinir þrír voru langt á eftir og börðust þó engu minna innbyrðis en verðlaunamennirnir. Náði Triulzi 4. sætinu örlítið á undan Gardner, en Lidman komst úr jafnvægi á siðustu grindinni og varð að sætta sig við 6. sætið. Porter hafði áður hlaupið á 13,9 sek. og unnið sér það til frægðar að hafa þrisvar sigrað Dillard. Stíll hans er ó- venju fallegur, ekki ósvipaður Tawns, Olympsmeistaranum 1936, og sjálfur er maðurinn hinn glæsilegasti. Scott er minni vexti og ekki eins stílhreinn, en Dixon hleypur mjög líkt Dillard, heims- methafanum i þessu hlaupi. 400 METRA GRINDAHLAUP: Heimsmet: 50,6 sek. G. Hardin, USA 1934■ Olymysmet: 52,0 sek. G. Hardin USA 1932 1. Roy Cohran, USA . . 51,1 sek. 2. D. White, Ceylon, .... 51,8 sek. 3. R. Larsson, Svíþjóð . . 52,2 sek. 4. Rich. Ault, USA .... 52,4 sek. 5. Y. Cros, Frakklandi. . 53,3 sek. 6. O. Missoni, Italíu .... 54,0 sek. Það var Roy Cochran, sem fyrst sleit snúruna á Olympiuleikunum 1948, því að hann vann fyrsta riðilinn í fyrstu und- anrásum leikanna — 400 m. grindahlaupi — sem hófust 35 mín. of seint fyrsta keppnisdag leikanna — 30. júlí. Var þessi óstundvísi mikið umtöluð, enda var hún gersamlega óþörf, orsökin var sú að það hafði gleymst að merkja fyrir grindunum þar til hlaupið átti að hefjast. Keppendur voru 25 og hlupu í 6 riðl- um, en þaðan fóru 2 fyrstu úr hverjum riðli í 2 milliriðla og loks 3 fyrstu úr hvorum í úrslit. Var þetta því alveg sama fyrirkomulag og í styttra grindahlaupinu. 1 svona erfiðu hlaupi eins og 400 m. grindahlaupi var hinum betri og reynd- ari hlaupurum vitanlega ekkert kapps- mál að taka á fullu í undanrásunum Kom það því í hlut „miðlungsmannanna“ að spreyta sig til þess að ná í 2. sætið. Eins og áður er sagt vann Cohran 1. riðilinn á 53,9 (André, Frakkl. 2. á 54,5). Whittle Bretlandi vann 2. riðil á 56,9 (sama tíma og Arifon Frakklandi) 3. riðil vann Holland, Nýja Sjálandi á 54,6 (sama tíma og Storskrubb) 4. riðil vann Missoni á 53,9 (Larsson næstur á 54,5). Ault vann 5. riðil á 54,7 (Cros annar á 55,7) og loks vann óþekktur Ceylonbúi, White, 6. og síðasta riðilinn á bezta tíma dagsins 53,6 (Kirk, USA var næstur á 54,3). Kom White alveg á óvart og sýndi það síðar í milliriðli og úrslitum, að hann var ekkert lamb að leika sér við. 2 tímum seinna fóru milliriðlarnir fram og hafði nú tekist svo illa til að 5 „sigur- vonir“ höfðu lent í fyrri riðlinum, en varla nema 2 í þeim síðari. Kom það líka á daginn því 5. maður í fyrri riðli fékk betri tíma en 2. í þeim síðara. Úrslit urðu Þessi: 1. milliriðill: 1. Larsson, 51,9 sek.; 2. Ault 52,1 sek. 3. White 52,1 sek.; 4. Arifon 52,3 sek.; 5. Kirk 52,4 sek.; 6. André langt á eftir. Tími Larssons er nýtt Olympsmet, en ann&rs voru 5 þeir fyrstu svo jafnir að það var ekki fyrr en á síðustu metrunum, sem úrslit fengust. Tima úrskurðurinn gefur ekki alveg rétta mynd af hlaupinu því að Ault var t. d. mitt á milli Larssons og White og hefði því frekar átt að fá 52,0. Arifon (á yztu braut) og Kirk voru „slegnir út“ þótt þeir hlypu á betri tíma en síðasti Olympsmeistarinn en áttu báð- ir frekar heima í úrslitunum en t. d. Cros og Missoni úr síðari riðlinum. — 2. milliriðill: 1. Cochran 51,9 sek.; 2.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.