Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 32

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Blaðsíða 32
24 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ við skiptistrikið! Yfirdómnefndin var ekki sein á sér að breyta hinum ranga dómi hlaupstjórans og urðu Bretar því að afhenda gullverðlaunin í hend- ur Bandaríkjamanna. Hin rétta verð- launaafhending fór hinsvegar fram i kyrþey nokkru seinna í sambandi við knattspyrnukappleik og ekki tilkynnt- ur tími sá, sem Bandarikin hefðu náð. Lauk þar með þessu sögulega boðhlaupi. 4x400 METRA BOÐHLAUP: Heimsmet: 3:08,2 mín. Bandaríkin 1932. Olympsmet: 3:08,2 mín. Bandaríkin 1932. 1. Bandaríkin ....... 3:10,4 mín. 2. Frakkland ........ 3:14,8 mín. 3. Svíþjóð............3:16,0 mín. 4. Finnland ......... 3:24,8 mín. Undanrásir og úrslit þessa boðhlaups fóru fram sömu daga og 4x100 m. boð- hlaupsins og rétt á eftir því. Til leiks mættu 15 sveitir af 17, sem á skrá voru. Island og Ástralía mættu ekki til leiks. Það kom okkur löndunum mjög á ó- vart að íslenzka sveitin skyldi ganga úr leik og þótt því sé borið við að einn hlauparinn hafi ekki verið vel fyrir kall- aður eða jafnvel slæmur í fæti þá afsakar það ekki það neyðarúræði að láta heila sveit 4 menn — hætta keppni. Vitanlega átti varamaður að vera til taks, jafnvel þótt ekki liti út fyrir að þyrfti neinn varamann, því auk Óskars Jónssonar voru a. m. k. 3 keppendur okkar í 4x100 m. boðhlaupinu færir um að hlaupa einn 400 m. sprett hálfum öðrum tima síðar. Að mínu áliti eru þessi mistök eini skugginn á þátttöku okkar í Olympíuléikunum, því að þarna voru brotin orð Coubertin baróns frum- kvöðuls hinna nútíma Olympíuleika, að aðalatriðið sé ekki að sigra heldur að taka þátt í keppninni. Eftir tíma þeim að dæma, sem náðist i undanrásunum hefði Island getað orðið fjórða i sin- um riðli og í miðjum hóp hinna 16 þjóða, sem þátt tóku í boðhlaupinu. 1 styttra boðhlaupinu urðum við hins- vegar aðeins nr. 11 í röðinni af 15 þjóð- um og þótti engum skömm að. Hlaupið var í þremur riðlum og fóru tveir fyrstu úr hverjum riðli í úrslit, alveg eins og í 4x100 m. 1 fyrsta riðli urðu þau óvæntu úrslit að Bretland var slegið út á 3:14,2 mín. Bandaríkin fengu 3:12,6 og ítalir 3:14,0. Sviss fékk 3:23,0 mín. en Irar voru dæmdir úr leik á 3:22,2 mín. Voru Bretar óheppnir að lenda í þessum riðli, því í hinum riðl- unum var önnur sveit með 3:17,0 og 3:21,0. 1 öðrum riðli, þar sem ísland átti að hlaupa, vann Jamaica á 3:14,0. Frakkland varð nr. 2 á 3.17.0 og Kan- ada slegið út í Þriðja sæti á 3:19,0. Chile varð svo fjórða á 3:23,8 og Tyrkland fimmta á 3:35,0 mín. 1 þriðja riðli vann Finnland á 3:20,0, Svíþjóð varð nr. 2 á 3:21,0, en Argentína var slegið út á 3:21,2. Júgóslavía varð 4. á 3:25,4 og Grikkland síðast á 3:33,0 mín. Finnland og Svíþjóð hlupu ekki hraðar en nauðsyn krafði. Úrslitahlaup- ið varð allsögulegt, en þó ekki á sama hátt og hitt boðhlaupið. Italía dró innstu braut, Frakkland aðra, Jamaíca þriðju, Bandaríkin fjórðu, Finnland fimmtu og Svíþjóð sjöttu braut. Var nú búist við harðri og spennandi keppni um fyrsta sætið milli Bandaríkjanna og Jamaica, en það fór nú á annan veg, eins og frá verður skýrt. Á fyrsta spretti virtist Rohden (Jamaica) ætli að komast fram úr hinum unglega Harnden (USA), en sá síðarnefndi var harðari en hann leit út fyrir að vera og skilaði keflinu til hins þrautreynda Bourland, sjónarmun á undan Jamaicanegranum. Og nú tókst Bourland að gera þennan sjónarmun að 10 til 15 metra mun móti Jamaícanegr- anum Laing. Um þessar mundir varð ítalinn Missoni að hætta vegna togn- unar og olli það vonbrigðum, því sveit- in var í þriðja sæti. Við aðra skiptingu voru Bandaríkjamenn orðnir 15 til 20 m. á undan Jamaica og leizt Wint ekki á blikuna að þurfa að vinna upp svo mikið bil á móti ekki lakara hlaupara en Cochran. Virðist hann hafa teygt helzt til mikið á sér á langhliðinni því hann hætti skyndilega og greip um lærið. Hafði tognað eða fengið sinadrátt. Við þetta missti hlaupið hinn fyrirhugaða spenning og síðasti maður Bandaríkj- anna Whitfield naut þess að þurfa ekki að flýta sér, en hljóp þó sprettinn á 47,3. Tími hinna þriggja var 48,0 — 47,3 — 47,8. McKenley og Rohden virt- ust taka óförum Wints frekar illa, enda fór þar forgörðum gott tækifæri til' að ná í gullverðlaun. Eftir að Jamaíca og Italía voru hætt, var Frakkland nokk- uð öruggt með 2. sætið á undan Svíþjóð. Hinsvegar virtust Finnar ekki taka á fullu, þar sem þeir höfðu ekkert að keppa við. Tími þeirra — 3:24,8 í 4. sæti á Olympíuleikunum er líka 4,8 sek. lakari en lágmark það, sem Frjálsíþrótta samband Islands og Olympíunefndin setti íslenzku keppendunum. — Urðu þvl bæði boðhlaupin allsöguleg þótt með ólíkum hætti ’hafi orðið. 1. John Winter, Ástralíu, 1,98 m. 2. Björn Paulsson, Noregi 1,95 m. 3. D. Edleman, U. S. A. 1,95 m. 4. George Stanich, U. S. A. 1,95 m. 5. G. Damitio, Frakklandi 1,95 m. 6. A. Jackes, Kanada .... 1,90 m. Undankeppnin í hástökki var fyrsta frjálsíþróttakeppni karla á þessum leik- um og hófst kl. 11 f. h. föstudaginn 30. júlí. Keppendum, sem voru 27, hafði verið skipt í tvo flokka, eftir stafrófs- röð; en byrjunarhæðin var 1,60 m. Síð- an var hækkað í 1,70, 1,80 1,84 og loks í 1,87 m., sem var lágmark til aðal- keppninnar síðar um daginn. Veður var mjög gott, sólskin og hiti, en atrennu- brautin virtist falla keppendunum mis- jafnlega í geð, sér í lagi seinni flokkn- um, sem var látinn nota sömu gryfju. Það kom brátt í ljós að lágmarkið 1,87 m. var of lágt, enda náðu flestir (20) keppendur því og gerðu þarmeð undan- keppnina að hreinum óþarfa. 1,90 eða jafnvel 1,92 hefði verið heppilegri lág- markshæð a. m. k. eru líkur til að að- eins 10 til 12 keppendur hefðu þá kom- ist i aðalkeppnina, sem varð alltof þreyt- andi og langdregin með 20 keppendum. Til samanburðar skal þess getið að lágmarkið í hinum stökkunum (og köst- unum), var það hátt að aðeins 4 til 14 keppendur náðu því. Það kom mjög á óvart, að Banda- ríkjamaðurinn Verner McGrew, sem tal- inn var einna líklegastur til sigurs, skyldi þurfa 3 tilraunir til að komast yfir lág- markshæðina. Hefir hann þó margsinnis HÁSTÖKK: Heimsmet: 2,11 'm. L. Steers, U. S. A. ’J,1 Olympsmet: 2,03 m. Johnson, USA, 1936.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.