Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 35

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Side 35
tóku sig upp i reynslustökkunum og gat hann alls ekki stigið i fótinn eftir að hann lauk öðru stökkinu. Athyglis- verðast við Steele er hin langa atrenna, sem hann tekur. Að sögn reyndist hún Tera um 55 metra, enda tók hann sér stöðu út á hlaupabrautinni nálægt 200 m. viðbragðsmarkinu. Hraðinn og kraft- urinn var óhemjumikill og framkast fótanna ágætt en hinsvegar fannst manni hann skorta nauðsynlegri mýkt síðustu metrana svo að uppstökkið og hæðin yrði enn betra. Þótt árangúr Steele’s sé fullboðlegur Olympíusigurvegara, var heildarárangur keppninnar mun verri en búizt hafði verið við. Það var eins og allir væru miður sín, en sennilega hefir atrennubrautin. átt einhvern þátt I þvi. Hver myndi t. d. hafa trúað því fyrir leikana að 7,07 metra stökk dygði til að komast í 6 manna úrslit? Ástraliumaðurinn Bruce kom á óvart og setti fjör í keppnina með því að kom- ast á milli Bandarikjanegranna. Willie Steele er næstbezti langstökkvari, sem fram hefir komið í heiminum. Bezta löglega stökk hans er 8,08 m., en þó hefir hann stokkið enn lengra á æfingu eða 8,23 m. Landi hans Wright var ó- heppinn að vera ekki framar en fjórði, því að hann hefir stokkið lengst 7,90 m. og gerði að þessu sinni ógilt 7,60 m. stökk. ÞRÍSTÖKK: Heimsmet og Olympsmet: 16,00 m. Naoto Tajima, Japan, sett í Berlín 1936. 1. Arne Áhman, Svíþjóð . . 15,40 2. Gordon Avery, Ástralíu 15,36 3. R. Sarialp, Tyrklandi . . 15,02 4. Preben Larsen, Danmörk 14,83 5. G. Oliveira, Brazilíu .... 14,82 6. K. Rautio, Finnlandi .... 14,70 Þriðjudaginn 3. ágúst hófst þrístökk- ið með undankeppni kl. 11 f. h. 29 kepp- endur mættu til leiks og var þeim eftir venju skipt í 2 flokka. Lágmark til aðal- keppni var 14,50 metrar og náðu því þessir 6 úr fyrri flokknum: Avery, 15,33, Hallgren, Sviþjóð 14,77, Kim, Kóreu 14, 67. H. Silva, Brazilíu 14,64. Áhman 14,60, Albens, USA 14,55 og Larsen 14,52. Meðal hinna 14 keppenda í siðari flokknum var Stefán Sörensson, sem hafði stokkið 14,79 áður en hann fór á ÍÞRÓTTABLAÐIÐ leikana og hafði því góða von um að komast í aðalkeppnina. Því miður tóku hælmeiðsli sig upp þegar í fyrsta stökki og varð hann að hætta við svo búið. Þetta var sérstök óheppni, því að eins og sjá má af úrslitatölunum varð árangur 6. manns lakari en met Stefáns. En ó- heppni og meiðsli geta alla hent, Is- lendinga sem aðra. Or þessum flokki komust aðrir 7 yfir lágmarkið, voru það Rautio, 14,86, A. de Silva, Brazilíu 14,69, Rebello, Indlandi 14,65, Oliveira 14,59, Moberg, Svíþjóð 14,57, McKeand, Ástral., 14,55 og Sarialp, Tyrklandi 14,53. Það voru því 14 keppendur, sem kom- ust í aðalkeppnina, er hófst kl. 3,30 sama dag. Ahman byrjaði, náði á- gætu stökki, sem mældist 15,40 m. — nýtt sænskt met. Ástralíumaðurinn Av- ery svaraði með því að stökkva 15,36 en enginn hinna nálgaðist 15 metra. Rebello sem hafði stokkið 15,29 fyrir leikana varð að hætta eftir fyrsta stökk- ið vegna meiðsla. I næstu umferð stökk Áhman aðeins 14,68, Avery sat yfir, en hinn 18 ára gamli og bráðefnilegi Tyrki, Sarialp, stökk hvorki meira né minna en 15,02, sem var langbezta stökk umferðarinnar. 1 3. og síðustu umferð fyrir úrslitin stökk Áhman 14,89 m., Avery 14,67 og Sarialp 14,91 m. Hinir 3, sem komust í úrslitin voru Larsen 14,72, Oliveira 14.71 og Rautio 14,70. Úrslitastökkin voru heldur dauf. Kepp- endurnir voru auðsjáanlega búnir með mesta púðrið og atrennubrautin versn- aði jafnt og þétt. Áhman stökk 14,58, ógilt, og loks nokkuð yfir 15 í síðasta (ca. 15,20), en það var aldrei tilkynnt. Arne Ahman, SvíþjóÖ. Olympíusigurveg- ari í þristökki. 27 Avery virtist alveg vera búinn að vera, stökk 14,32 og 14,78 (það siðasta ekki tilkynnt). Larsen lengdi sig í 14,78 og 14,83 í fimmta. Oliveira stökk aðeins eitt 14,82 en hætti svo. Rautio stökk 14,66 og 14,58 og svo stökk Sarialp í 2.sinn 15,02 en gerði svo ógilt. Síðasta stökk allra keppendanna voru aldrei tilkynnt. Þar með lauk keppninni raunverulega í fyrstu umferð með sigurstökki Áh- mans. Hann er aðeins 23 ára og jafn- vígur á þrístökk, hástökk og langstökk. Bezta stökk hans fyrir leikana var 15,26 m. Áhman stekkur mjög vel ekki ósvip- að Stefáni Sörenssyni, hefir ágæta at- rennu og fyrsta stökk, mjög sæmilegt miðstökk og sérstaklega gott framskot og jafnvægi í því síðasta. Avery mun þó hafa verið álitinn stökkva bezt, enda þótt hann næði sér aldrei á strik eftir fyrsta stökkið. Oliveira hafði stokkið 15,41 fyrir leikana en mistókst nú nokk- uð. Hann hefir mjög stutta en hraða atrennu, ágætt fyrsta og síðasta stökk en lélegt miðstökk. KÚLUVARP: Heimsmet: 17,68 m. C. Fonville, USA. Olympsmet: 16,20 m. H. Woelke, Þl. 1936 1. W. Thompson, USA 17,12 m. 2. Jim Delaney, USA . . 16,68 m. 3. James Fuchs, USA . . 16,42 m. 4. M. Lomowski, Póllandi 15,43 m. 5. G. Arvidsson, Svíþjóð 15,37 m. 6. Yrjö Lethila, Finnlandi 15,05 m. 7. P. Jouppila, Finnlandi...14,59 m. 8. Catina, Tékkóslóvakíu....14,55 m. 9. C. Yataganas, Grikklandi .... 14,54 m. 10. W. Gierutto, Póllandi...14,37 m. 11. J. A. Giles, Bretlandi..13,73 m. 12. Sigfús Sigurðsson, tslandi . . 13,66 m. Um sama leyti og þrístökkvararnir voru að keppa um það hverjir stykkju yfir 14,50 m., börðust kúluvarpararnir um að ná svipaðri lengd hinumegin á vellin- um. 28 keppendur höfðu mætt til leiks og var þeim skipt í 2 flokka. I fyrri flokkn- um vörpuðu eftirtaldir 7 menn yfir lág- marksskilyrðið 14,60 m.: Fuchs, 15,87; Delaney. 14,97; Lethila, 14,85; Giles, 14, 80, sem er nýtt brezkt met; Jouppila, 14, 72; Arvidsson, 14,70 og Lomowski 14,70. I síðari flokknum voru báðir íslenzku

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.