Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 37

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Qupperneq 37
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 29 Adolf Consolini. kennilega tilburði í hringnum áður en hann hóf atrennuna. KRINGLUKAST: Heimsmet: 54,93 m. R. Fitch, USA 1946 Olympsmet: 50,48 m. K. Ccirpenter, 1936 1. Adolf Consolini, ítalíu 52,78 m. 2. Giuseppe Tosi, Italíu 51,78 m. 3. Fortune Gordien, USA 50,77 m. 4. Ivar Ramstad, Noregi 49,21 m. 5. F. Klics, Ungverjalandi 48,21 m. 6. K. Nyqvist, Finnlandi 47,33 m. Kringukastararnir voru sérstaklega óheppnir hvað ytri aðstæður snerti, því þeir lentu einmitt í sömu rigningar- dembunni og stangarstökkvararnir, —. mánudaginn 2. ágúst. — 1 undankeppn- inni um morguninn var þó mjög sæmi- legt veður, enda léku Italarnir sér að því að slá fyrra Olympsmetið. 35 keppendur mættu til leiks og kepptu í tveim flokkum eftir venju. Þar sem aðeins 8 menn náðu hinu fyrirfram á- kveðna lágmarki, 46 metrum, var næstu 4 bætt við. Eftirtaldir 12 menn kom- ust því í aðalkeppni (reynslukastið í sviga): Consolini (51,08 m. nýtt Olymps- met), Tosi (50,56), Gordien (48,40), Ny- qvist (47,57), Ramstad (47,34), Syllas, Grikklandi (47,03), Klics (46,65), John- son, Noregi (46,54), Fransson, Svíþjóð (45,99), Huutoniemi, Finnlandi (44,77), Julve, Peru (44,70) og Tunner, Austur- ríki (44,61). 1 fyrstu umferð aðalkeppninnar hafði Tosi lengsta kastið — 51,18 m., en strax í næstu umferð kom Consolini með sig- urkastið — 52,78 m. Var ekki seinna vænna, því um þessar mundir hófst rign- ingin og kringlan og hringurinn urðu svo blaut og hál að ómögulegt var að sýna sitt bezta. Gordien var auðsjáan- lega ekki í essinu sínu og náði aðeins einu sinni 50 metra kasti (50,77), hins- vegar var Tosi hinn grimmasti með a. m. k. 3 köst yfir 50 m. og mun hafa haft fullan hug á því að tapa ekki fyrir landa sínum. Af hinum þremur var Ramstad beztur og tókst að lengja sig í næst- siðasta kasti þrátt fyrir regnið . Consolini og Gordien hafa beztan kast- stíl og mikinn hraða og kraft í snúning og útkasti. Tosi er stærri vexti og klunna- legri, en býr þó yfir feiknalöngum köst- um, þegar því er að skipta. Tosi hefir unnið Consolini i öll skiptin, sem þeim lenti saman á sumrinu þar til nú á leik- unum — og kastaði lengst 54,78 m. — Gordien var af mörgum talinn hafa mest- ar líkur til sigurs vegna fyrri afreka sinna (54,64 m. í fyrra og 54,55 m. s.l. vor), en upp á síðkastið hafði hann ver- ið miður sín og kom það greinilega í ljós á leikunum. Þó kastaði hann 52 m. í ógildu kasti. — Það verður ekki ann- að sagt en að Adolf Consolini hafi ver- ið vel að sigrinum kominn, enda hefir hann verið jafn bezti kringlukastari í heiminum s.l. 8 ár og 2svar heimsmet- hafi (53,34 og 54,23). Italskur meistari hefir hann verið síðan 1938 — þar til nú í sumar að Tosi tók þann titil af hon- um — og 1946 varð hann Evrópu- meistari í kringlukasti. 1 sumar komst Consolini seint í fulla þjálfun, en var þó svo heppinn að vera í hámarksþjálf- un á sjálfum leikunum. Kaststill Con- solinis er mjög fallegur og sjálfur er mað- urinn hinn glæsilegasti að vallarsýn. SPJÓTKAST: Heimsmet: 78,70 m. Y. Nikkanen, 1938 Olympsmet: 72,71 m. M. Jarwinen 1932 1. Rautavaara. Finnlandi 69,77 m. 2. S. Seymour, USA .. 67,56 m. 3. J. Varszegi, Ungv.l. . . 67,03 m. 4. P. Vesterinen, Finnl. 65,89 m. 5. Odd Mæhlum, Noregi 65,32 m. 6. Martin Biles, USA . . 65,17 m. Miðvikudaginn 4. ágúst fór spjótkast- ið fram og hófst undankeppnin kl. 11 f. h. Jóel Sigurðsson var einn meðal hinna 23 keppenda og keppti í seinni flokknum. Fyrsta kast hans var 56,85 m. og gaf það góðar vonir um framhald- ið. Því miður urðu bæði seinni köstin styttri eða 55,69 og 54,16 m. svo að þar með brást sú veika von, að Jóel kæmist í aðalkeppnina. Að vísu var lágmarkið 64 metrar, en því náðu aðeins 4 menn og varð því að bæta við næstu 8, en sá lakasti af þeim hafði aðeins 60 metra kast. Varð Jóel 16. í röðinni af 23 kepp- endum. Annars varð árangur spjótkasts- ins fremur lélegur, hvoru sem um verð- ur kennt lausri atrennubraut eða lít- illi getu keppenda. I undankeppni átti Biles lengsta kastið 67,47 m., Svíinn Berglund 67,08 m. Kai Rautavaara 64,88 og Pettersson Sviþjóð 64,04 m. Aðrir náðu ekki lág- markinu þrátt fyrir 3 tilraunir en sluppu Rautavaara, eini sigurvegari Finna á Olympíuleikunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.