Íþróttablaðið - 01.09.1948, Síða 46

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Síða 46
38 ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ OLYMPlUSIGURVEGARARNIR I BERLÍN 1936. Til samanburðar birtist hér skrá yfir nöfn og afrek sigurvegaranna í Berlín 1936. AS þessu sinni eru aðeins tekin afrek karla í frjplsíþróttum, en í næsta blaði mun verða birt samskonar skrá yfir afrek kvenna í frjál'síþróttum og karla og kvenna í sundi. 100 nt. lilaup: .... 200 m. hlaup: ...... 400 m. hlaup: ...... 800 m. hlaup: ...... 1500 m. lilaup: ..... 5000 m. hlaup: ...... 10000 m. hlaup: ...... Maraþonhlaup: ........ 3000 m. hindrunarhl. 50000 m. ganga: ...... 110 m. grindahlaup: 400 m. grindahlaup 4x100 m. boðhlaup: 4x400 m. boðhlaup: Hástökk:.............. Stangarstökk: ...... Langstökk: ........ Þrístökk: ............ Kúluvarp: ............ Kringlukast: ......... Spjótkast: ........... Sleggjukast: ......... Tugþraut: ............ Jesse Owens, USA ....................... 10,3 sek. Jesse Owens, USA ................. 20.71 sek. Arcliie Williams, USA............. 46 5 sek. John Woodruff, USA ............... 1:52,9 mín. Jack Lovelock, Nýja Sjálandi ..... 3:47,82 mín. Gunnar Höckert, Finnlandi ........ 14:22,21 mín. Ilmari Salminen, Finnlandi .......... 30:15,4 ,mín. Kitei Son, Japan..................2 kl. 29:19,22 mín. Volmar Iso-Hollo, Finnlandi....... 9:03,8! mín. Harold Whitlock, Bretlandi........4 kl. 30:41,4 mín. F’orest Tawns, USA...................... 14,2 sek, Glenn Hardin, USA....................... 52,4 sek. Bandaríkin ....................... 39,82 sek. Bretland ............................. 3:09,0 mín. Cornelius Johnson, USA ........... 2,031 m. Earle Meadows, USA..................... 4,35! m. Jesse Owens, USA ...................... 8,06! m. Naoto Tajima, Japan .............. 16,002 m. Hans Woelke, Þýzkalandi............... 16,20i nt. Kenneth Carpenter, USA ............... 50,48' m. Gerhard Stöck, Þýzkalandi ............. 71,84 m. Karl Hein, Þýzkalandi ............ 56,491 m. Glenn Morris, USA ................ 79 002 stig. i) Olympsmet, 2) Heimsmet. hafði það sín einkenni, sem gera það síðar meir að sögulegum hlekk í mara- þonkeðju hinna fornu og nýju Olympíu- leika. Delfor Cabrera er 32 ára og kunnur langhlaupari í S-Afríku, en þó lítið sem ekkert fengist við svona löng hlaup eins og Maraþon. Kom sigur hans því nokk- uð á óvart. Það sama má. segja um Richards, sem aðeins var +alinn skuggi hins fræga Holdens. Richards mun vera um fertugt. Þótt Belginn Gailly hafi aðeins orðið þriðji, setti hann Þó mestan svip á hlaupið og var almennt talinn hetja dagsins, líkt og Dorando fyrir 40 árum, á Lundúnaleikunum 1908. Gailly er aðeins 21 árs að aldri og því allt of ungur og óharðnaður fyrir slíka þrek- raun sem Maraþonhlaupið er. Hér verð ég að láta staðar numið að sinni og geyma til næsta blaðs frásögn af frjálsiþróttakeppni kvenna, sund- keppni karla og kvenna, knattspyrn- unni o. fl. ■ Jóhann Bernhard Photo-finish. Til sönnunar þeirri gagnrýni, sem ég hefi beitt gegn nokkrum tímaúrskurð- um á Olympiuleikunum, birti ég hér stutta grein úr brezka stórblaðinu „The Daily Mail“ 3. ágúst s.l.; sem fjallar um „Photo-finish“ og rafmagnstímatökuna með sérstöku tilliti til einstakra tíma í úrslitum 100 m. hlaupsins. Greinin er þannig, lauslega þýdd: „Hinn fljúgandi Skoti MacCorquodale, hljóp 100 metrana á 10,4 sek. samkv. rafmagnstímatökunni (electric timing) Endamarksmyndin sýnir, að það voru 1/3 úr sek. milli fyrsta og síðasta manns í úrslitunum — og ennfremur að Mac var aðeins 1/10 úr sek. á eftir sigur- vegaranum Dillard. (Sjá mynd á bls. 4). Mismunurinn á hinum opinbera tima (10,6) og hinum raunverulega tíma (10,4) stafar af því að sá fyrrnefndi er fram- kvæmdur af mannshöndum og augum. Markdómarar og tímaverðir öfunda mjög Charles Garber, myndatökumanninn, því myndavél hans ein getur innt af hendi sama verk og þeir allir til samans og það sem meira er um vert, myndin vinnur verkið af miklu meiri nákvæmni en nokkurt mannlegt auga eða hönd. Garber bað Burghley lávarð, form. framkvæmdarnefndar um að mega birta endamarksmyndir sínar i blöðunum. — Gaf lávarðurinn leyfi sitt til þess, en þó var talið nauðsynlegt að líma yfir tímalínurnar á myndinni." — Til frekari- skýringar vil ég geta þess að endamarksmyndavélin tekur mynd af hlaupurunum þegar þeir snerta mark- línuna með brjóstinu. Fjarlægðin milli þeirra á myndaræmunni sýnir því tíma- biliö milli þeirra í markinu. Þennan tímamun er hægt að mæla á þann auð- velda hátt að láta rendur koma á mynd- ina á ákveðnum fresti (1/50 úr sek.). Ef 5 rendur eru milli tveggja hlaupara merkir það að sá fyrri hafi lokið hlaup- inu á í/10 úr sek. (5/50) skemmri tíma. Þarna hafa menn þá skýringu á því, hversvegna ég hefi í nokkrum tilfell- um birt hinn raunverulega tíma sam- kvæmt endamarksmyndinni í stað hins „vafasama“ tíma, sem tímaverðirnir fengu. Það hefir nefnilega komið í Ijós að dómarar leikanna hafa eingöngu notfært sér endamarksmyndirnar þegar þeir hafa verið í vafa um röð á keppendum, í stað þess að úrskurða tímamuninn einnig eftir þeim. J. B.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.