Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 51

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 51
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 43 Jón Þorsteinsson fimmtngnr Jón Þorsteinsson íþróttakennari frá Hofsstöðum varð fimmtugur 3. júli s.l. I rúman aldarfjórðung hefir hann ver- ið einn mikilvirkasti iþróttakennari þessa lands og munu fáir ef nokkurir liafa haft jafnmarga nemendur um dag- ana og Jón. Dugnaði Jóns hefir jafnan verið viðbrugðið og minnist maður þá einkum þess er hann reisti hið þarfa og fullkonma íþróttahús sitt 1935. Á yngri árum keppti Jón i ýmsum í- þróttum, en fór að loknu námi að leggja stund á íþróttakennslu. Ber sér- staklega að geta þess skerfs, sem hann hefir lagt til viðreisnar og viðhalds þjóðaríþróttinni, þótt fimleikakennsl- an hafi jafnan verið hans aðaistarf. Jón hefir oft farið utan sem stjórn- andi fimleika- og glímuflokka og jafn- an sópað af honum á þeim vettvangi. Annars heldur Jón uppi góðum aga meðal nemenda sinna, sem hafa lært að meta kosti hans og virða. Fyrir nokkrum árum samdi Jón og gaf út bókina Vaxtarrækt og kom liún i góðar þarfir. Er sú bók gott dæmi um hinn óþrjótandi áhuga hans á þvi að kynna fólki hin holiu áhrif sannrar iikamsmenntar. íþróttablaðið sendir Jóni sínar beztu árnaðaróskir á þess- um tímamótum í ævi hans. Línurit I. sýnir árangurinn í 100 m. Línurit II. Hlutfall milli tímans á 100 m. Línurit III. sýnir hlutfalliö milli tímans eftir mislanga hvíld á eftir uppmýkingu. lilaupi og líkamshitans. í 100 m. hlaupi og vöðvahitans.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.