Íþróttablaðið - 01.09.1948, Síða 52

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Síða 52
44 IÞRÓTTABLAÐIÐ Vetrar-OIympíuleikarnir í St. Moritz St. Moritz. St. Moritz er í suðausturhorni Sviss- lands, í kantónunni Graubiinden. — Graubiinden er stærsta kantóna Sviss, en nokkru minni en Vatnajökull. St. Moritz er í Inndalnum, við ána Inn (En), í héraðinu Ober-Engadin, sem er nafntogað fyrlr náttúrufegurð. — Stendur bærinn neðst í brattri fjalls- hlíð, í um 1800 metra hæð, en fjalls- tindarnir beggja megin dalsins eru um 3000 m. háir. Ibúar St. Moritz eru aðeins um 3500 manns og hafa þeir allir beinlínis eða óbeinlínis, atvinnu sína af þeim sfraumi ferðamanna, sem til bæjarins kemur. Mikill hluti bæjarins er því gistihús, þau eru um 50 að tölu og rúma samtals um 4500 gesti. Það eru skrambans mikl- ar byggingar, sum þeirra. í nágrenni St. Moritz er fjöldi smærri bæja og þorpa, sem líkt er ástatt um. Eins og kunnugt er, eru töluð fjögur tungumál í Sviss, sem öll eru jafn rétthá: þýzka, franska, ítalska og ráto-rómanska. Hið síðastnefnda er leifar af gömlu róm- önsku máli og nota það nú aðeins um 45.000 manns. Það er einmitt þarna i Engadin og á næstu slóðum, sem mál þetta lifir og Sankt Moritz heitir því eiginlega San Murezzan. En þýzka er að öðru leyti aðal-tungumálið i þess- um hlnta Svisslands, sem við fórum um. Þessir bæir eru orðnir miklir ferða- mannastaðir, löngu áður en skíða- íþróttin í nútímasniði kom þar til sög- unnar, en það var ekki fyrr en um síðustu aldamót. Ferðamenn kornu þá eingöngu þangað á sumrin og flest gistihúsin eru i upphafi gerð fyrir sumargistingu. Nú er þetta gerbreytt, eftir að skíöaiþróttin náði hinni miklu liylli, sem bún ríýtur nú í Mið-Evrópu. Önnur grein Skapaðist þá mikil samkeppni milli ein- stakra bæja um mannvirki vegna skíða- íþróttarinnar og annarra vetraríþrótta og var komið upp fjölda af stökkbraut- um, dráttarbrautum og brunbrautum, — en brunbrautirnar geta einnig verið kostnaðarsamar, þegar þarf að ryðja þær gegnum skóg. Helstu keppinautar St. Moritz í nágrenninu eru Davos og Arosa. A •styrjaldarárunum lá ferðamanna- ----------- Eftir ----------- Einar B. Pálsson straumurinn niðri, og fjárhagur ferða- mannabæjanna versnaði stórum. Er þeim því mikið í mun að koma nú öllu sem snarast í hið fyrra borf — og einn þátturinn í því voru Vetrar-olympíu- leikarnir. í bæjum þessum, þótt ekki séu þeir stórir, er liægt að fá allt, sem hugurinn girnist, en það kostar bara peninga. Og eftir peningunum er líka manngild- ið metið. Það er ekki nema mjög lítill hluti af æskufólki landsins, sem hefir ráð á þvi að gista ferðamannabæina og uppeldisleg áhrif þeirra eru líka meira en vafasöm, þegar þessa er gætt. Þetta ber ekki að skilja svo að dvöl í svissneskum ferðamannabæjum sé sérlega dýr á islenzkan mælikvarða. Þegar ég var á Akureyri nú um siðustu páskana, reyndist það vera um 50% dýrara á miðlungshóteli þar en á mjög góðu gistihúsi i St. Moritz á vetrarleik- unum. Skíðaland St. Moritz er aðallega í fjallshlíðinni ofan (vestan) við bæinn. Hún er að mestu skóglaus og alsett hólum og giljum, en eitt belzta atriðið er þó það, að upp bliðina liggja tvær dráttarbrautir, sem flytja skíðafólkið á 15 mínútum um 800 metra upp, eða upp i 2660 m. hæð. Frá efri endastöð- um þessara dráttarbrauta er siðan bægt að renna sér á skíðum i ýmsar áttir, t. d. yfir i næstu dali og til annarra nærliggjandi fjallaþorpa, en flest fólk- ið kýs að renna sér niður að St. Moritz aftur og Ijúka ferðinni nálægt neðri endastöðvunum, til þess að geta notað dráttarbrautirnar upp á nýjan leik. í Inndalnum er skemmtilegt að ganga á skíðum. Dalbotninn er rennisléttur og liðast áin um hann, en skógargeir- ar teygja sig sumstaðar úr fjallshlíð- inni niður i dalbotninn, en grundir þess á milli. En svæðið er nokkuð tak- markað og tindótt fjöllin mjög brött á báðar hliðar. Heildarsvipur landsins er þarna hreint ekki ósvipaður og á Siglufirði og þegar liorft er yfir þenn- an hluta Alpafjallanna með fjöldamörg- um tindum, flestum af svipaðri hæð (rúml. 3000 m.), þá minnir það mann talsvert á útsýnið af Iverlingu við Eyjafjörð yfir hálendisbálkinn milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Tvær skiðastökkbrautir eru i St. Mor- itz, um klukkutíma gang frá miðbæn- um. Hin stærri þeirra, Olympiustökk- brautin, er gerð fyrir skiðastökk um 72 metra. Hæðarmismunurinn á stökk- pallinum og flötinni fyrir neðan er

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.