Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 55

Íþróttablaðið - 01.09.1948, Page 55
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 47 Heimsókn sænsku knattspyrnumannanna Eftir Árna Ágústsson. Knattspyrnuliðið Djurgaarden hefir um árabil verið í fremstu röð sænskra 1. deildar knattspyrnuliða. Síðastliðið keppnisár varð félagið hinsvegar fyrir ýmsum óhöppum með leikmenn sína, þar sem margir þeirra slösuðust og gátu eigi verið með um lengri eða skemmri tima. Það var þvi sjaldan sem félagið gat teflt fram sínu sterkasta liði. Afleiðingin varð sú, að félagið beið ósigur fyrir veikari liðum, vann aftur á móti sum þeirra sterkari og t. d. Nor- köping 3-1, og Malmö 1-0. — Úrslit meistarakeppninnar sænsku urðu því að þessu sinni ekki sem happasælust fyrir Djurgaarden, og varð félagið að sætta sig við 11. sætið i 1. deild, og þar með að hrapa niður í 2. deild. Djurgaarden keppti hér sem kunnugt er þrjá leiki. Þann fyrsta 9. júní við Fram, sem lauk með sigri Svíanna 5-2. Annan leikinn keppti Yíkingur við þá. Sá leikur varð jafnari og sigur Svíanna eigi svo stór, því að þeir unnu leikinn aðeins með 1 marki gegn engu. Síðasta leikinn keppti Djurgaarden við úrval úr Reykjavíkurfélögunum. Um val leikmanna Reýkjavíkurliðsins réð Knattspyrnuráð Reykjavíkur. Úr- slit þessa leiks komu öllum á óvart. og ekki kvað síst Svíunum sjálfum, því að eftir fyrr leikjunum að dæma, höfðu þeir áður en leikurinn hófst, látið orð falla um það, að þeir þættust hólpnir ef þeir slyppu með 2ja til 3ja marka ó- sigri. Yfirleitt þótti Reykvíkingum vel val- ið í lið sitt, og voru hvergi smeykir og ætluðu þeir bjartsýnustu að sigra Svíanna með fimm til sex mörkum. En oft snúast hlutirnir við í fram- kvæmdinni og svo fór í þetta sinn. — Svíarnir unnu glæsilegan sigur með 5 mörkum gegn engu. Djurgaarden er mjög heilsteypt knattspyrnulið. Allir leikmennirnir virtust vera betri en i meðallagi, og sumir nálguðust það að mega kallast snillingar t. d. þeir Eidefjæll og Ny- ström. Liðið féll því vel saman og tókst að sýna örugga og tæknilega vel útfærða meginlandsknattspyrnu, sem byggist á stuttum og hröðum sendingum samfara snöggum og skipulögðum vixl- skiptingum leikmannanna. Knattmeðferð einstaklinga liðsins var sérstaklega góð, og með hjálp snöggra og mjúkra líkamshreyfinga, sem eru táknrænar fyrir grasvallarleikmenn, tókst Svíunum oft á tíðum að gera mótherja sína eigi síður en áhorfendur orðlausa af undrun, þó sér i lagi er þeir í návígi þurftu að bregða fyrir sig allri þeirri leikni, sem þeir réðu yfir. Djurgaarden var öruggt bæði í sókn og vörn og úthald þess fullkomið allt til leiksloka. Lið Reykjavíkurfélaganna virtist vel skipað er menn lásu nöfn leikmanna í dagblöðunum. Og allt fram i sioari hálfleik allra leikjanna voru menn all öruggir um að landarnir myndu bera sigur af hólmi. En sama sagan endur- tókst i öllum leikjunum, þ. e. a. s. að þegar liða tók á síðara helming þeirra, var eins og öll hugsun, máttur og bar- áttuvilji dvínaði í sveitum Reykvík- inganna, að sama skapi sem Svíunum óx ásmegin og náðu skipulagðari leik. Leikur Víkings hafði þó að nokkru leyti sérstöðu, þar sem lið þeirra hélt betur út en hin liðin, og gerði á síðustu minútum leiksins árangurslausar til- raunir til að jafna leikinn. í þessum leik mátti glögglega sjá að leikmennirnir höfðu tekið stakka- skiptum í framkvæmd leiksins, frá þvi sem þeir liöfðu sýnt á Reykjavikurmót- inu, og féllu lánsmennirnir frá Val vel inn í leik liðsins. Markmaðurinn Fritz Buchloh sýndi nú glæsilegan og minnisstæðan leik. í leikjunum við Svíanna náði úr- ræðaleysið og vanmáttur okkar manna hámarki í síðari hálfleik þriðja leiks- ins, leik úrvalsliðsins. Var hörmung ein á að horfa, sérstak- lega vegna þess, hve liðið gaf bjartar vonir allt fram í síðari hálfleik, og ekki hvað sízt vegna þess að allar stöður liðsins voru skipaðar ágætum leikmönnum. Er vonandi að slík um- skipti í leik komi eigi oftar fyrir, þó sérstaklega þegar um úrvalslið er að ræða. Olympíusundmót lialdið í Sundhöll Reykjavíkur 12. júli 1948. Helstu úrslit urðu þessi: Konur: 50 m. bringusund: 1.-2. Anna Ólafsd., Á. 1.-2. Þórdís Árnadóttir, Á. 42,0 sek. (nýtt met). Gamla metið 43,3 sek. átti Þórdís. Hið nýja met er millitími í 200 m. bringusundi. 100 m. bringusund: 1. Þórdis Árnad. Á. 1:29,4 mín. (nýtt met). 2. Anna Ólafs- dóttir, Á. 1:29,6 mín. Gamla metið 1:30,7 mín. setti Anna 30. júní. Hér var einnig um millitíma að ræða. 200 m. bringusund: 1. Anna Ólafsdótt- ir, Á. 3:08,2 mín. (nýtt met), 2. Þórdís Árnadóttir, Á. 3:08,7 mín. Gamla metið 3:09,6 mín. setti Anna 30. júní. 50 m. baksund. 1. Kolbrún Ólafsdótt- ir, Á. 37,2 sek. (nýtt met). Gamla metið 38,4 sek. setti Kolbrim 30. júni. Þetta var miliitimi á 100 m. baksundi. 100 m. baksund: 1. Kolbrún Ólafsd. Á. 1:22,0 min (nýtt met). Gamla metið 1:26,7 mín. setti Kolbrún i landskeppn- inni við Norðmenn. Karlar: 100 m. skriðsund: 1. Ari Guðmundss. Æ. 1:00,3 mín. 2. Ól. Diðrikss. Á. 1:06,0, 3. Ragnar Gíslason, KR 1:07,4. 300 m. skriðsund: 1. Ari Guðmundss. Æ. 3:47,5 mín. (nýtt met). Gamla metið 3:47,6 átti Ari. Þetta var millitími úr 400 m. skriðsundi. 400 m. skriðsund: 1. Ari Guðmundss. Æ. 5:04,7 mín (nýtt met). Gamla metið 5:09,6 mín setti Ari i landskeppninni. 200 m. bringusund: 1. Sigurður Jóns- son, KR. 2:46,9 mín. 2. Atli Steinarsson, IR. 2:53,5 mín. Sigurður Þingeyingur gat ekki keppt vegna lasleika. 100 m. baksund: 1. Guðmundur Ing- ólfsson, ÍR 1:15,7 mín. (nýtt met). 2. Ólafur Guðmundsson, ÍR. 1:17,6 min. Gamla metið 1:16,2 mín. setti Jónas Halldórsson 1939.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.