Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 18

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 18
nægjan við að leika knatt- spyrnu“, sagði Hermann. Óli B. Jónsson var lengi þjálf- ari okkar Valsmanna. Stórkost- legur þjálfari og góður félagi og vinur okkar. Ég tel að Óli B. sé fremstur allra okkar þjálfara. Hinsvegar var það Júrí, sem kom mér betur en nokkur annar í skilning um hvaðeina í sambandi við leikinn. Hann er stórkostlega góður félagsþjálfari og mikill fræðimaður. En ég var alltaf hálfhræddur um að hann yrði ekki góður fyrir landsliðið. Það er ekki fyrir hann að hóa saman liði með nokkurra daga fyrirvara og gera eitthvað heillegt úr slíku. Júrí þarf tíma. Þjálfarar sem vinna skemmdar- verk Annars minnist ég svo margra þjálfara, sem reyndu hvað þeir gátu. Yfirleitt var þekking þeirra bara svo sorglega lítil. Þetta er að breytast til batnaðar. Annars er það mikill skaði hvað verið er að eyðileggja knattspyrnuna. Þetta er að verða leiðinlegur leikur. bæði fyrir leikmenn og áhorf- endur. Fyrir nokkrum árum voru fimm menn í framlínu. Núna eru þetta aðallega kýlingar fram völlinn, og þar eru kannski tveir menn í framlínu sem mega sín lítils gegn þéttri vörn. Ég álít að margir þessara ensku þjálfara, sem hingað hafa komið, hafi unnið illt verk á knattspyrnunni okkar og skemmt marga bráð- skemmtilega knattspyrnumenn. Hvaða vit er í því t.d. að draga aftar á völlinn eldhressan fram- línumann og láta hann verjast þar og kenna honum að gera fátt annað en að kýla fram völlinn? Það miðast allt við að verjast, ekki sækja eins og áður var. Þetta er leiðinlegt og niðrudrepandi fyrir leikmenn. Það virðist sífellt vera stefnan að tapa smátt. Þá er það áberandi að þessar ensku uppskriftir eru fyrir at- vinnumenn. Satt að segja kikna áhugamenn undir þeirri kvöð, sem æfingar eru orðnar. Þess vegna hverfa allt of margir úr röðum knattspyrnumanna. búnir að fá sig fullsadda á puðinu og þeim ósanngjörnu kröfum sem áhorfendur og forráðamenn gera til þeirra. Nú skilst mér að hálf- atvinnumennska sé að hefjast hjá Skagamönnum og Valsmönnum. Vissulega ber að fagna því. Auð- vitað eiga knattspyrnumenn okkar að bera eitthvað úr býtum fyrir sitt starf. — Og nú hefur þú lagt skóna á hilluna Hermann? „Skóna á hilluna? Nei, það hef ég ekki gert, og á vonandi aldrei eftir að gera. Ég er meira að segja Reykjavíkurmeistari í ár með 1. flokki Vals. Ég hef nú hugsað mér að sparka bolta meðan ég mögulega get“. Allar vörur til skíðalökana Dynastar skíði Atomic skíði Salomon bindingar Notuð skíði Skíðastafir — hanskar Gleraugu Opið frá kl. 10—12 og 1—6 Opið á laugardögum Sportmarkaðurinn Grensásvegl 50 — Sími 31290 18

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.