Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 19

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 19
Hinum megin við borðið — Og tjvermg líkar þér svo „hinum megin við borðið“, ef hægt er að orða það svo, sem íþróttafréttamaður? Nú skilst mér að íþróttamenn hafi sjaldn- ast nema illan bifur á slíkum mönnum? „Jú, mér líkar vel hjá útvarp- inu. Þetta er starf alveg við mitt hæfi, og félagarnir á fréttastof- unni eru stórkostlegir. Satt er það, íþróttafólk hefur óft litið fréttamenn hornauga. Sjálfur gerði ég það, ég leit íþróttafrétta- menn mjög misjöfnum augum meðan ég var í keppni. En auð- vitað eru íþróttamenn hégómleg- ir eins og aðrir. Hólið kitlar, en gagnrýni eiga menn erfitt með að taka. Reyndar er ég í þeirri að- stöðu vegna reglna sem gilda um fréttaflutning í útvarpinu, að ekki er ætlast til þess að ég hafi miklar skoðanir á einu eða neinu. Mér líkar þetta stórlega illa. Ég vil einmitt að útvarpið hafi skoðun í þessum málum. Ef einhverjar skoðanir eiga að koma fram í fréttum hjá mér, þá verða einhverjir aðrir að hafa þær og koma þeim á framfæri. Annað sem ég skil ekki hjá ríkisútvarpinu, það er þetta mannaleysi. Við erum tveir hjá ríkinu sem sinnum fréttum af íþróttum, Bjarni Fel. hjá sjón- varpinu og ég hjá útvarpinu. Þetta er allt of lítið. Við ættum allavega að geta gripið til ann- arra, þegar mest er um að vera. íþróttagreinum er sífellt að fjölga og öllu þarf að sinna. Þetta er varla lengur á færi eins manns“. — Hvernig fannst þér svo að setjast niður við hljóðnemann og lýsa íþróttakeppni fyrir áheyr- endum? — Ég þurfti að gera það mán- uði eftir að ég byrjaði hjá út- varpinu. Ég var taugaóstyrkur, það var á hreinu. Síðan leið það hjá, og ég hef aldrei síðan haft nein ónot af því. Það hafa verið Snúið á Ingólf Dæmigerð mynd af Hermanni í handknattleiknum. Hann hefur þarna ruglað Ingólf Óskarsson í ríminu, komist framhjá honum og reynir markskot af línunni. ntjög hæfir menn á undan mér í þessu starfi, og einn félagi minn á fréttastofunni er einmitt Sigurður Sigurðsson. Hann hefur gefið mér mörg og góð ráð í sambandi við starfið. Ég hef verið ánægður með undirtektirnar sem þessar lýsingar hafa fengið. Þó er stundunr hringt meðan á lýsingu stendur og kvartað yfir því að ég sé að tala um veðrið eða eitthvað annað, sem fólk telur ekki í sambandi við leikinn. Hinsvegar hef ég enn ekki verið vændur um hlutdrægni. Þó álpaðist út úr mér upp á Skaga, þegar heimamenn léku við Val: Æ,æ,æ ..., þegar Valsmenn misnotuðu tækifæri. Ég áttaði mig ekki fyrr en of seint að ég var ekki Valsmaður að fylgjast með mínum mönnum. Ég gat svo jafnað þetta upp skömmu síðar, þegar Skagamenn misnotuðu álíka tækifæri. Erfiðast er það þó, þegar lýst er leiðinlegum leik. Maður reynir að gera hann skemmtilegri en hann er. Það kostar mikla áreynslu fyrir þann sem rembist við að lýsa slíkum leikjum. Það eru kannski 70 innköst í leiknum, boltinn berst næstum aldrei inn í vítateigana. Þetta hefur gerst í knattspyrnunni. Hinsvegarhef ég lýst einum 30—40 handbolta- leikjum, og þar hef ég verið 19

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.