Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 23
Dagur í líff
Jody Scheckters
ítalarnir elska
bílana sína og
kappakstur er
þeim ástríða.
mjög öruggur ökumaður og teflir
sjaldan á tvær hættur í
kappakstrinum. Hingað til hefur
hann líka sloppið stórslysalaust,
en sjálfur segir hann að enginn
viti hver sé næstur — þótt
ökumennirnir reyni að fara eins
varlega og þeim er mögulegt,
liggi hætturnar allsstaðar í leyni.
íþróttablaðinu barst nýlega
grein, þar sem Jody Scheckter
lýsir einum degi í lífi sínu, og fer
hún hér á eftir í lauslegri þýð-
itigu.
Vondar samlokur
í Englandi
— Æfingaakstur er hluti af
daglegu lífi kappakstursmanna.
— Stór hluti, ef menn eru hjá
góðum kappakstursfyrirtækjum
og ætla sér að komast langt í
þessari krefjandi íþrótt. Venju-
lega nota kappakstursmenn
helmingi meiri tíma til þess að
æfa sig og reynsluaka kappakst-
ursbíl.um en til keppni.
Þegar ég ók hjá Tyrell og Ford
þurfti ég að ferðast með flugvél
til London og taka þar bílaleigu-
bíl til brautarinnar í Silverstone,
en þar fóru æfingarnar fram.
Þetta þótti mér afskaplega leið-
inlegt og var líka óánægður með
aðbúnaðinn að öðru leyti.
Morgunverðurinn sem við
fengum var t.d. samloka með osti
framreidd í bjórkrá sem var
skammt frá brautinni. Stundum
var osturinn myglaður og brauð-
ið svo hart að það var farið að
vinda upp á sig. Eftir æfingarnar
var boðið upp á svipaðan kost, og
það reyndist manni létt í maga,
áður en aftur var ekið til flug-
vallarins og flugvél tekin heim til
Monaco á kvöldin.
Eftir að ég gerði samning við
Ferrari hefur aðbúnaður minn
batnað verulega. ítalirnir elska
bílana sína. Þeir koma næst á
eftir trúarbrögðunum hjá þeim.
Og á sama hátt og þeir elska bíl-
ana er kappakstur ástríða hjá
þeim.
Mér finnst hver dagur sem ég
æfi hjá Ferrari vera upplifun.
Þegar ég ek tii verksmiðjunnar
stendur fólk við veginn og veifar
vingjarnlega til mín, og þegar það
kemst í kallfæri fæ ég kveðjuna
— Hæ, Jody. Morgunverðurinn
er hreinasta veisla, og þegar ég er
að aka er allt gert til þess að gera
manni lífið sem bærilegast.
Það eru meira að segja áhorf-
endur á æfingunum. Fólk sem
hefur verið boðið sérstaklega til
að koma og horfa á.
Til þess að komast á þessar
æfingar ek ég 420 kílómetra frá
heimili mínu í Monaco og aftur
sömu vegalengd heim á kvöldin.
Ég er venjulega orðinn svo
þreyttur þegar ég kem heim á
kvöldin, að ég er þeirri stund
fegnastur þegar ég get farið að
sofa.
Hafnaði tilboði
Ferrari
Ég heyri það oft útundan mér
að ég hafi verið heppinn að fá
samning við Ferrari, — að þann-
ig hafi ég fengið allar mínar óskir
uppfylltar. Svo var þó hreint
ekki. Ég fékk tilboð frá Ferrari
árið 1973, en þá ók ég hjá Tyrrell.
Þessu tilboði hafnaði ég án um-
hugsunar. Ég gerði mér grein
fyrir því að ég yrði aðeins vara-
skeifa hjá fyrirtækinu þar sem
kappar á borð við þá Lauda og
Regazzoni voru á samningi við
það.
Síðan hafa orðið miklar breyt-
ingar. Nú getur enginn boðið
betur en Ferrari. Þar er besta að-
staðan og í eigu fyrirtækisins eru
líka bestu kappakstursbílarnir,
og mjög færir tæknimenn sem
hugsa um bílana eins og sjáaldur
auga síns.
Þegar Ferrari gerði mér tilboð
að nýju í júlí 1978, hugsaði égmig
23