Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 29

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 29
Það er kunnara en frá þurfi að segja að á undan- förnum áratugum hafa margar þjóðir lagt mikinn metnað í að íþróttafólk þeirra næði sem bestum ár- angri á alþjóðamótum, og þá með þann tilgang í huga að með sigrum sínum aug- lýsti það land og þjóð, já, jafnvel þjóðskipulag. Hefur ekkert verið til sparað til þess að íþróttafólkið næði sem bestum árangri og kæmi heim með góðmálma í farangri sínum. Þótt það séu einkum stórveldin sem þarna eiga hlut að máli vilja sum smærri ríki ekki vera eftir- bátar. Meðal þessara ríkja er Stevenson, og er ekki að undra þótt þjóðhöfðinginn hafi dálæti á honum, þar sem Stevenson hefur tvívegis komið heim með gull- verðlaun frá Olympíuleikum. Hann sigraði í þungavigtar- flokknum með yfirburðum bæði á leikunum í Miinchen og Mexikó, og nú stefnir Stevenson að þriðju gullverðlaunum sínum, ætlar sér ekkert annað en sigur í leikunum í Moskvu. Reyndar hefur einn hnefaleik- ari leikið það að vinna þrívegis gullverðlaun á Olympíuleikum. Það var Ungverjinn Laszlo Papp. Hann hlaut gullverðlaun í milli- vigtarflokki á leikunum í London 1948, en þegar keppni í þeim flokki var lögð niður létti hann sig um nokkur kíló og vann gull í næsta þyngdarflokki fyrir neðan fallegu einbýlishúsi og fyrir utan það stendur sovésk bifreið af bestu tegund. Stevenson hefur tvo þjóna og einn bifreiðarstjóra, sem sjá honum fyrir allri nauð- synlegri þjónustu og vakta húsið, þar sem margir vilja komast í kynni við þennan fræga hnefa- leikara. Stevenson er ókvæntur en á sex ára son sem hann heldur mikið uppá og heimsækir alltaf þegar honum er það fært. Þeir samfundir fara þó ekki fram opinberlega, þar sem Castro telur það ekki falla alveg inn í mynd- ina af hinum fullkomna íþrótta- manni að hann eigi lausaleiks- barn. Varð fyrir slysi Fyrir hálfu öðru ári leit út fyrir að ferill Teofilos Stevensons sem íþróttamanns væri á enda. Hann Fraizer yngri er eini maðurinn sem sagður er geta ógnað sigri hins höggþunga Kúbumanns Kúba, en þjóðhöfðinginn þar, og einvaldurinn Fidel Castro er sjálfur mikill íþróttaáhugamaður og leggur gífurlega áherslu á að íþróttamenn Kúbu standi sig vel. Eru fáir sem hafa það eins gott fjárhagslega á Kúbu og þeir sem framarlega eru í íþróttum, og er það kúbanska ríkið sem sér þeim fyrir ýmsu því sem telja verður munaður þar í landi. íþrótta- mennirnir launa svo Castro þessa velvild hans með því að ausa hann lofi við hvert tækifæri og eru ræðurnar um ágæti Castros sem hlauparinn Alberto Juantor- ena hefur flutt við öll möguleg og ómöguleg tækifæri gott dæmi. Eitt af óskabörnum Fidels Castro er hnefaleikarinn Teofilo á leikunum í Helsinki 1952 og í Melbourne 1956. Þótt þetta afrek Papp sé vissu- lega frækilegt væri það enn sögulegra ef Stevenson hlyti gullverðlaun í Moskvu. Hann keppir í þungaflokki, en hnefa- leikur í þeim flokki þykir hvað tilkomumestur og margir af bestu hnefaleikurum heims í þessum þyngdarflokki eru atvinnumenn, og hafa gífurleg laun. Stevenson hefur hafnað öllum boðum um að gerast atvinnu- maður í íþrótt sinni. Hann þarf raunar ekki á slíku að halda, þar sem kúbanska ríkið sér vel fyrir honum. Hann býr í litlu þorpi á vesturströnd Kúbu, Oriente og hefur þar yfir að ráða stóru og var þá að elda mat og var svo óheppinn að gashylki sem hann hélt á sprakk. Stevenson slasaðist svo alvarlega að um tíma leit út fyrir að hann myndi ekki lifa slysið af. Allt var gert sem unnt var að gera honum til hjálpar, og innan nokkurra vikna tók Stevenson að rétta við, og er nú talið að hann hafi náð sér að fullu. Hann var alla vega meðal keppenda á PAN-AM leikunum og vann þar auðveldan sigur í sínum þyngdarflokki. Þaðan hélt Stevenson svo til Rúmeníu og átti að keppa þar á miklu hnefaleika- móti. Hann hlaut gullverðlaun, án þess að þurfa að keppa. Ellefu hnefaleikarar höfðu tilkynnt þátttöku í þungavigtarflokknum. 29

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.