Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 35

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 35
Tómas Tómasson með Skaga- mönnum í Barcelona a af, og það virðist ganga bærilega hjá þeim þótt báðir væru að leika sinn fyrsta Evrópu- r hjálpuðust að að skýra leikkerfin út fyrir voru í hópnum rúmlega 30 manns, bæði leikmenn, farar- stjórar, læknir og nokkrar eigin- konur. Vikuna áður hafði ÍA-liðið staðið í ströngu því að leiknir höfðu verið fjórir mikilvægir leikir á einni viku. Daginn áður lék liðið við Val um annað sæti íslandsmótsins í knattspyrnu og þar með um þátttökurétt í UEFA-keppninni að ári. Skaga- mönnum tókst að knýja fram sigur, í þessari seinni viðureign liðanna og því var létt yfir mannskapnum þennan sunnu- dagsmorgunn. Um kl. 9 var hópurinn síðan kominn í loftið og laust fyrir h' degi var lent í London. Flug áfram til Barcelona var ekki fyrr en kl. 9 um kvöldið og því afráðið að halda í skoðunarferð um stór- borgina. Fyrst var samt snæddur hádegisverður en síðan ekið í langferðabíl um borgina og markverðustu staðirnir skoðaðir. Um kvöldmatarleytið var síðan snúið til baka upp á Heathrow flugvöll og tveimur tímum seinna var hópurinn á leið til ákvörðun- arstaðarins; Barcelons. Er þangað var komið, um miðnætti, tóku þau Klaus Hilpert þjálfari liðsins, Viggó Sigurðsson, handboltamaður og kona hans Eva Haraldsdóttir, á móti hópn- um. Hilpert hafði komið til Barcelona fyrr um daginn ásamt konu sinni og náð að sjá leik með andstæðingum Skagamanna í spænsku 1. deildarkeppninni. Þau hjónin Viggó og Eva, voru hópnum mjög innan handar á meðan á dvölinni stóð og ekki síst þeim er þetta skrifar því að þau skutu skjólshúsi yfir hann og gestrisni þeirra var engu lík. Hópurinn frá Akranesi hélt síðan inn í borgina og beina leið upp á Hotel Princess Sofia þar sem haldið var til á meðan á dvölinni stóð. Hótelið var mjög gott enda titlað með fimm stjörnum, og þar var boðið upp á allt sem hótel geta boðið upp á. Knattspyrnufélag Barcelona (F.C. Barcelona) sýndi Skaga- mönnum mikinn vinarhug strax við komuna, og reyndar allan þann tíma er dvalist var í borg- inni, og m.a. útveguðu þeir hópnum fararstjóra sem var með hópnum allan tímann. Þegar komið var á hótelið var farið beint í rúmið því að dagur- inn hafði verið langur og ferða- lagið þreytandi. Mikið mæddi á Hilpert og leyndi sér ekki áhyggjusvipurinn á andliti hans, rétt áður en leikurinn hófst. 35

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.