Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 43

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 43
Ólafur G. Guðmundsson, læknir Hvað er íþróttalæknis- fræði (sports medicin)? Inngangur: í mars 1977 óskaði íþróttasamband íslands eft- ir viðræðum við Læknafélag íslands um stöðu og framtíð íþróttalæknisfræði hér á landi. Viðbrögð læknafélagsins voru jákvæð og næsta haust skipaði stjórn L.í. þrjá lækna, Hauk Kristjánsson yfirlækni slysadeildar Borg- arspítala, Jón Eiríksson yfirlækni berklavarnardeild- ar og íþróttalækni og Ólaf G. Guðmundsson lækni til að sitja í samstarfsnefnd með þremur fulltrúum ÍSÍ, Sigurði Magnússyni skrif- stofustjóra ÍSÍ, Jóhannesi Sæmundssyni fræðslufull- trúa ÍSÍ og Hannesi Þ. Sig- urðssyni stjórnarmanni ÍSÍ. Samstarfsnefnd þessi hélt nokkra fundi og reifaði málin. í apríl og maí ’78 var svo haldinn fræðslu- og kynningarfundur um íþróttalæknisfræði fyrir lækna og sjúkraþjálfara og tveggja daga námskeið í meðferð íþróttameiðsla undir stjórn hins þekkta norska íþróttalæknis Svein Nilsson. II. Saga íþróttalæknisfræðinnar Erfitt er að fullyrða um hvar eða hvenær vagga íþróttalæknis- fræðinnar stóð, en líklegt er að þessi grein sé jafngömul íþrótta- iðkun mannkynsins, því óum- deilanlegt er að öll iðkun íþrótt'a ber með sér vissa hættu á meiðsl- um. Er næstum fullvíst að læknar hafi verið á Olympsvöllum til forna til að hlynna að meiðslum Ólafur G. Guðmundsson. læknir. íþróttahetja þeirra tíma. Ekki er vitað hvenær fyrstu Olympíu- leikarnir voru haldnir, en nöfn sigurvegaranna voru fyrst skráð árið 776 f.k. Leikarnir voru síðan haldnir reglulega fjórða hvert ár til ársins 393 e.k. er þeir lögðust niður. Sumir halda e.t.v. að óleyfileg hj álpargögn eins og örv andilyfséu eitthvað nýtt fyrirbrigði í sam- bandi við íþróttaiðkun, en svo er þó ekki. Thylostratos og Galenos lýsa í ritum sínum hvernig kepp- endur á Olympíuleikunum til forna reyndu að bæta afreksgetu sína með öllum hugsanlegum ráðum. Ekki er að furða þó Galenos hafi haft áhuga á íþróttalæknisfræði því hann hef- ur oft verið nefndur faðir til- raunalífeðlisfræðinnar. Á síðari hluta 19. aldar beind- ist áhugi háskólalærðra lækna í mörgum löndum inn á þetta svið m.a. á Norðurlöndum. Munu norskir læknar hafa verið þar einna fremstir í flokki eins og raunar oft síðar. Árið 1891 var t.d. haldinn fundur um íþrótta- meiðsli í læknafélagi Kristjaníu og 1896 birtist í Noregi grein eftir læknir að nafni Grönseth um að- ferðir til að meta þjálfunarstig langhlaupara. Þetta var sama árið og fyrstu nútímaólympíu- leikarnir voru haldnir í Aþenu. Upp úr 1930 varð íþróttalækn- isfræði sérstök viðurkennd sér- grein í Noregi en var lögð niður aftur um 1960 þegar tekin var upp sérfræðiviðurkenning í þeirri grein sem hér á landi er nefnd orku- og endurhæfingarlækning- ar. Á árunum 1948 til 1954 fór fram kennsla í íþróttalæknisfræði við Oslóarháskóla fyrir lækna, læknastúdenta og fleiri heil- brigðisstéttir. 1931 var tekin upp í Noregi árleg læknisrannsókn á öllum íþróttakeppendum. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.