Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 46

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 46
um einstaklingsgreinum t.d. sundi, fimleikum og frjálsíþrótt- um. Ef meiðsli og slys, sem með- höndluð eru á slysadeildum og almennum sjúkrahúsum víða um heim eru flokkuð eftir orsökum, er tíðni íþróttameiðsla gjarnan á bilinu 4—9%. Viðamikil rannsókn, sem tók til meira en 800 þúsund íþrótta- iðkenda leiddi í ljós að 1.5% þeirra meiddust á einu ári. Sumar rannsóknir hafa leitt til fremur furðulegra niðurstaðna eins og þeirrar sem gerð var á skólanem- endum í Sviss (Zúrich). Þar kom í ljós að 2.6 íþróttameiðsli urðu á hverja 100 nemendur á ári, drengir hlutu fleiri meiðsli, en stúlkurnar meiddust tvöfalt oftar heima hjá sér og í leikjum, sem ekki teljast til íþrótta. Eins og að líkum lætur verða flest íþrótta- meiðsli á neðri útlimum eða um 80%. Þó íþróttameiðsli séu sjald- an það alvarleg að þau valdi var- anlegri örorku (3%) eða vinnu- tapi (um 25%), geta þau verið al- varleg fyrir einstaklinginn, sem fyrir þeim verður, einkum fyrir framtíð hans sem íþróttamanns. í hópíþróttum geta slík meiðsli verið örlagarík fyrir lið í heild eða félag. N Að framansögðu má sjá, að mikilvægt er eftir bestu getu að hindra íþróttameiðsli með ýms- um ráðum og meðhöndla þau, sem óhjákvæmilega verða, — bæði fljótt og vel. Skilgreining á íþróttalæknisfræði Skal nú loks reynt að skilgreina eða afmarka þessa fræðigrein, íþróttalæknisfræði. Ég vil þó strax halda fram, að greinin verði alls ekki skilgreind í stuttu máli, nema á svo almennan hátt, að ekki er í raun og veru mikið gagn af slíkri skilgreiningu. Hún gæti t.d. hljóðað á eftir- farandi hátt: „íþróttalæknisfræði er sú fræðigrein, sem fjallar um öll af- skipti lækna og annars heilbrigð- isstarfsfólks af einstaklingum vegna íþróttaiðkunar þeirra (þ.e. einstaklinganna).“ Eins og áður segir er íþrótta- læknisfræði hvergi á Vesturlönd- um afmörkuð sérgrein læknis- fræðinnar, en þó er greinin víða kennd við háskóla, kennaraem- bætti í greininni eru til, og nám- skeið eru haldin fyrir lækna, læknanema, sjúkraþjálfara, íþróttakennara og fleiri. Meðal íþróttalækna víðast hvar er ein- ungis um sérstakt áhugasvið áð ræða og eru þeir úr öllum sér- greinum læknisfræðinnar. Unnt er að nefna helstu greinar og svið, sem fást við íþróttalæknisfræði- leg vandamál: 1. Lífeðlisfræði, einkum svo- nefnd þjálfunarlífeðlisfræði. 2. Klínisk efnafræði og líf- efnafræði þ.e. rannsóknir á líf- efnafræðilegum breytingum eftir líkamsareynslu. 3. Beina- og liðaskurðlækn- ingar (Orthopedi, einkum slysa- lækningar— traumatologi). 4. Lyflæknisfræði — Sam- band íþrótta og sjúkdóma eða sjúklegar breytingar í líkamanum samfara íþróttaiðkunum. 5. Barnalæknisfræði — Fjallar um líkamsþjálfun barna og áhrif hennar á vöxt, þroska o.s.frv. 6. Geðlæknisfræði og sálar- fræði — Einkum mikilvægt varðandi afreksíþróttir. 7. Félagslæknisfræði — Liður í almennri heilsuvernd. 8. Að auki koma við sögu ýmsar aðrar sérgreinar læknis- fræðinnar svo sem húðlækning- ar, augnlækningar, háls-, nef- og eyrnalækningar, taugalækningar, gigtlækningar og kemisk lyfja- fræði (,,Doping“?) Erfitt er að ímynda sér sérgrein sem nær yfir allt þetta svið og þess vegna hefur þróunin líka orðið sú, sem áður er getið. Ætíð má finna lækna, sem áhuga hafa fyrir íþróttum, hvaða sérgrein sem þeir annars stunda. Hlutverk íþróttalæknis: „ Það er dálítið mismunandi eft- ir því fyrir hvaða aðila íþrótta- læknirinn starfar, t.d. íþrótta- samband, sérsamband, félög eða einstök lið (mið einkum tekið af Noregi). 1. Reglubundið eftirlit með íþróttamönnum Flestir telja að ekki sé ástæða til að hafa slíkt eftirlit með íþróttaiðkendum, sem njóta ann- ars samsvarandi eftirlits t.d. börn og skólanemendur eða starfs- menn fyrirtækja, sem hafa sér- staka trúnaðarlækna. Ekki er tal- in ástæða til að hafa slíkt eftirlit með íþróttaiðkendum á aldrinum 16-35 ára, þar sem slíkt eftirlit er talið hafa mjög lítið gildi sem skin (Screening) og einungis 0.2-0.9% iðkenda á öllum aldri við stórar rannsóknir hafa lík- amsgalla sem hamla íþrótta- iðkun. Aðalvandamálið í þessum hópi eru meiðsli, og fæstir telja að slíkt eftirlit lækki tíðni þeirra. Hins- vegar er talin ástæða til að hafa raeglubundið eftirlit með íþróttaiðkendum eldri en 35 ára. Þar er aðalvandamálið aukin tíðni kransæðakölkunar. Talið er að á aldrinum 40—50 ára sé tíðni kransæðakölkunar um 5% en í aldursflokknum 50-60 ára um 20%. Þetta eftirlit getur allt eins farið fram á vegum heimilis- læknis viðkomandi íþróttaiðk- enda. Aðaláherslu á að leggja á sjúkra- og heilsufarssögu en sér- stakar rannsóknir t.d. hjartalínu- 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.