Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 50
kona. Hún var jafnvíg á margar
greinar, en þó best í 80 metra
grindahlaupi og kúluvarpi. Á
Olympíuleikunum í Tókíó 1964,
hlaut hún 5.246 stig í fimmtar-
þraut, og hefur sá árangur enn
ekki verið bættur. Skylt er þó að
geta þess að síðan hefur grein-
unum í þrautinni verið breytt
þannig að nú er þar keppt í 100
metra grindahlaupi í stað 80
metra grindahlaups áður og
hlaupið 800 metra hlaup í stað
200 metra hlaups áður.
Sovésku systurnar hættu
keppni þegar þær voru á hátindi
frægðarferils síns, aðeins 27 og 29
ára að aldri. Skeði þetta fyrir
Evrópumeistaramótið í Prag árið
1966, en búið var að reikna með
þeim sem öruggum sigurveg-
urum í sínum greinum á því móti.
Var þetta fráhvarf systranna frá
íþróttunum sett í samband við
það að á Evrópumeistaramóti
þessu var í fyrsta sinn um hið
svonefnda „kynpróf“ að ræða, og
orsakaðist það af því að grunur
var á því að margar íþróttakonur
væru farnar að taka karlhor-
mónalyf til þess að fella líkams-
byggingu sína betur að þeim
hörðu kröfum sem gerðar voru til
afreka.
Áður en þessar kynprófunar-
aðgerðir hófust var oft talað um
hversu undarlegar stúlkurnar frá
Austur-Evrópu væru í háttum.
Þær þóttu afskaplega ókvenlegar,
jafnvel með skeggvöxt og dimm-
an karlmannsróm. í hópi þessara
kvenna voru Press-systurnar, sem
í gamni voru stundum kallaðar
„Pressubræðurnir“.
Sögusagnirnar um Irinu og
Tamöru fengu byr undir vængi er
þær mættu ekki til Evrópumeist-
aramótsins í Prag, en þær voru þó
ekki einu konurnar sem hættu
keppni í kjölfar ákvörðunar um
nefnda prófun. Margir eru þó
þeirrar skoðunar, að þær Irina og
Tamara hafi ekki verið minni
kvenmenn en margar aðrar sem
þá voru í sviðsljósinu, og að orð-
rómurinn um karlmannleik
þeirra hafi fyrst og fremst sprott-
ið af öfund.
I fyrra kom út mjög svo at-
hyglisverð bók er nefndist „La
Fabueuse Histoire de L’Athlét-
isme“ eftir Frakkann Robert
Pareinté, þar sem hann fjallar
m.a. um þessi mál, og rekur dæmi
um íþróttakonur sem hann ætlar
að hafi notað umrædd hormóna-
lyf. Vekur sérstaka athygli að
hann minnist ekki á Press-syst-
urnar einu orði í bók sinni, og
túlka margir það þannig, að hann
hafi komist að raun um að orð-
rómurinn um þær hafi ekki verið
á rökum reistur.
I mörgum metaskrám þar sem
þróun heimsmeta kvenna er rak-
in, er afrekum systranna ekki
gerð skil, eða þá að þau eru sér-
staklega merkt og tekið fram að
þau hafi verið unnin áður en
kynprófanir komu til. Reyndar
gildir þar hið sama um nokkur
önnur met, m.a. heimsmet sem
Sin Kim Dan frá Norður-Kóreu
setti á sínum tíma í 400 metra
hlaupi.
Margar aðrar íþróttakonur
lágu einnig undir grun á þessum
árum, m.a. rúmenska stúlkan
Yolanda Balas, sem var langbest í
hástökki um og eftir 1960. Hún
hvarf einnig úr sviðsljósinu 1966,
og þótti það grunsamlegt. Það
sem síðar varð til þess að hreinsa
hana var það að hún gifti sig og
eignaðist barn, og þótti það taka
af öll tvímæli um kyn hennar.
En Press-systurnar hafa hins
vegar ekki haft fyrir því að gifta
sig. Reyndar er ekki mikið um
þær vitað eftir að þær drógu sig í
hlé, en þó hefur frést að þær séu
íþróttakennarar í Ukrainu.
Umræddri kynprófun hefur
verið fram haldið allt frá
Evrópumeistaramótinu í Prag, og
þykir nú sjálfsagður hlutur á öll-
um meiri háttar íþróttamótum.
Oftast er það þó þannig að látið
er nægja að taka nokkrar stúlkur
til athugunar, og er þá vali þeirra
þannig háttað að dregið er um
hverjar skuli koma til athugunar.
Nú fer athugunin þannig fram að
tekið er sýni úr slímhúðinni í
munninum, og tekur venjulega
mjög skamman tíma að fá niður-
stöðu.
Til að byrja með var kynpróf-
uninni hagað á allt annan hátt, og
þótti mörgum stúlkum heldur
ógeðfellt að þurfa að gangast
undir slíka rannsókn. Á Evrópu-
meistaramótinu í Prag þar sem
flestar stúlkur voru skoðaðar var
þeim t.d. skipað að mæta hjá
læknum. Þar var þeim fyrst sagt
að fara úr öllu, nema buxunum,
en litlum hópum síðan vísað í
einu inn til læknanna, og þær
látnar afklæðast með öllu, og at-
hugaðar síðan. Féll stúlkum frá
kaþólskum löndum þetta einkar
illa, og margar þeirra neituðu
raunar að gangast undir þessa
skoðun.
Nú, þegar liðinn er röskur ára-
tugur frá því að umrædd kyn-
skoðun var tekin upp og margar
af bestu frjálsíþróttakonum
heims hættu keppni, eru menn
meira í vafa en áður, um að það
hafi orsakast af því að þær hefðu
ekki staðist kynprófið. Þótt ár-
angur þeirra Tamöru og Irenu
Press væri framúrskarandi á
þessum árum, þykir hann vart
umtalsverður nú. Ástæðan fyrir
því að þær náðu svo langt getur
alveg eins hafa verið sú, að þær
æfðu meira en gerðist og gekk, og
þegar afrek þeirra eru metin
kemur í ljós að þau voru út af
fyrir sig ekki betri en t.d. afrek
Yolands Balas? Það skyldi þó
aldrei hafa verið að öfundin hafi
haft sitt að segja?
Áskriftarsími
fþróttablaðsins
82300 - 82303
50