Íþróttablaðið - 01.11.1979, Qupperneq 53
að fá mig til þess að leika með
hollenska landsliðinu í úrslita-
keppni heimsmeistarakeppninn-
ar í Argentínu, og þótt mig lang-
aði auðvitað til þess að verða
heimsmeistari lét ég ekki freist-
ast. Til þess að geta staðið sig í
slíkri keppni þurfa menn að vera
í toppformi, ekki aðeins líkam-
lega heldur og andlega, en það
var ég alls ekki á þeim tíma sem
keppnin fór fram, og hefði lítið
getað gefið af sjálfum mér í
keppninni.
Uppbyggingarstarf í Bandaríkj-
unum
— Ástæða þess að ég lét til
leiðast að leika einn leik með
New York Cosmos var einfald-
lega sú, að ég gat ekki sagt nei,
þegar félagið bað mig um að
leika. Peningana sem komu inn
fyrir umræddan leik átti að nota í
góðgerðarstarf og ég er hræddur
um að það hefði sungið í ein-
hverjum ef ég hefði neitað að
taka þátt í honum. Þessi eini
leikur varð til þess að kveikja
verulega í mér. Ég sá með eigin
augum að í Bandaríkjunum er
verið að vinna mikið uppbygg-
ingarstarf í þágu knattspyrnunn-
ar, og það er freistandi að leggja
sitt af mörkum, því ég ann knatt-
spyrnunni sem íþrótt, þrátt fyrir
allt. Ég sannfærðist einnig um að
knattspyrnan í Bandaríkjunum
er ekki rígbundin í kerfi, og að
það væri mögulegt fyrir einstak-
linginn að njóta sín á annan hátt
en í Evrópu.
— Það er rétt, að New York
Cosmos gerði mér gott tilboð.
Ástæða þess var fyrst og fremst
sú, að félagið óttaðist að áhorf-
endum að leikjum þess fækkaði
eftir að Pele hætti með liðinu.
Fljótlega kom í Ijós að sá ótti var
ástæðulaus. Áhuginn á knatt-
spyrnu átti hins vegar lengra í
land á vesturströndinni, og því
valdi ég fremur að leika með Los
Angeles-liðinu þegar mér bauðst
það.
,,Gerfigrasið er að eyðileggja
knattspyrnuna í Bandaríkjunum,
og um framþróun verður ekki að
ræða fyrr en leikið verður á
grasi... "
Það sem Johan Cruyff fann
helst að því að leika knattspyrnu í
Bandaríkjunum var það að þar er
gervigras á flestum knattspyrnu-
völlum. — Það er satt að segja
hræðilegt að leika á slíkum völl-
um, og þeir eyðileggja íþróttina.
Það er skoðun mín, að Banda-
ríkjamenn geti aldrei unnið
íþróttina upp, ef þeir laga ekki
vellina hjá sér. Þegar leikið er á
gervigrasi verður leikurinn ekki
nærri því eins hraður, leikmenn
forðast návígi eins og heitan eld-
inn, þar sem þeir eiga á hættu að
slasast ef þeir detta illa á völlinn,
og öll fjöðrun knattarins og
hreyfingar hans verða gjörólíkar
því sem gerist á grasvöllum. Ég
held, að af tvennu illu, séu hreinir
malarvellir betri en gervigrasvell-
ir. Sem betur fer á liðið mitt
sæmilegan grasvöll.
Johan Cruyff var í viðtalinu
beðinn að gera samanburð á
knattspyrnuliðum í Evrópu og
Bandaríkjunum. Það gerði hann
á þessa leið:
— Það er mjög erfitt að gera
slíkan samanburð. í Bandaríkj-
unum er það enn þannig að lið
gjörbreytast oftast eftir hvert
keppnistímabil, gömlu leik-
mennirnir fara og nýir koma,
þannig að það hefur enn gefist
lítill tími til þess að móta liðin og
samæfa þau, eins og þarf að gera.
Þetta leiðir svo til þess, að styrk-
leiki liðanna felst nær eingöngu í
því hvaða leikmönnum það hefur
á að skipa hverju sinni. En þetta á
örugglega eftir að breytast þegar
fram líða stundir. Hingað til hafa
verið mjög rúmar reglur um
notkun erlendra leikmanna, en
bandarísku liðunum hefur nú
verið gert að skyldu að bæta ein-
um leikmanni frá Bandaríkj-
unum við í hverju liði fram til
ársins 1984. Þetta verður til þess
að meiri ró færist yfir, og látið
verður af því að kaupa leikmenn
til þess að leika nokkra leiki, eins
og verið hefur að undanförnu,
þegar knattspyrnumenn frá
Evrópu koma í sumarleyfum sín-
um og leika um tíma með
bandarískum liðum.
Pele á stóran hlut
Johan Cruyff var einnig beð-
inn að segja álit sitt á Pele, og
þætti hans í bandarískri knatt-
spyrnu.
— Ég er ekki í vafa um það, að
það er sterkasti leikur sem nokk-
urt bandarískt lið hefur leikið er
New York Cosmos fékk Pele til
liðs við sig. Þegar hann kom til
Bandaríkjanna þekktu fáir þar
nafn hans, rétt eins og þegar ég
kom hingað. En það var auðvelt
að auglýsa Pele upp, og fjöldi
manns kom í fyrsta sinn á knatt-
spyrnuleik bara til þess að sjá
hann. Og þetta fólk varð ekki
fyrir vonbrigðum og margt af því
er nú orðið traustustu aðdáendur
knattspyrnunnar í Bandaríkj-
unum og sækir leikina reglulega.
Þá var það ekki síður mikilvægt
hve vel Pele vann að útbreiðslu
íþróttarinnar með heimsóknum í
skóla og með almennri kynningu.
Ég held að mér sé óhætt að segja
að Pele eigi 60% af því sem
bandarísk knattspyrna er nú
orðin, en við hinir eigum 15%.
Framhald á bls. 64
53