Íþróttablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 57
Nánari skýringar á högginu
Færslan á vellinum er sú sama
og í bakhönd niður.
Gott er að nota þumalfingurs-
hald til þess að fá kraft í höggið.
Haldið spaðanum upp og
arminum niður.
Þyngdin á vinstri fæti.
Horfið á knöttinn. Ætti það að
vera yfir hægri öxl.
Færið þungann með sterkri
spyrnu frá vinstri til hægri fótar.
Um leið færist hægri handleggur
upp á móti knettinum. Spaðinn
fellur niður á við. Þessi hreyfing
þarf að vera afslöppuð.
Spaðinn sveiflast nú upp á
móti knettinum með því að rétta
úr handleggnum. Hreyfing
endar beint yfir hægri öxl.
Eftir höggið snögg hreyfing inn
til leikmiðju.
Það sem oftast er rangt:
— Höggið slegið með almennu
haldi.
— Úlnliðurinn er boginn þann-
ig að erfitt verður að nýta
þumalfingurshaldið.
— Knötturinn er ekki staðsettur
beint upp af öxlinni þegar
hann er sleginn, heldur að-
eins framan við líkamann.
— Spaðanum er ekki sveiflað
þannig að hraðinn verður
ekki nægur í högginu.
Háa bakhönd er hægt að slá
sem háhögg, laumu eða skell.
Best er að byrja á því að æfa
höggið sem laumu og síðan sem
háhögg.
hægri hendi, enda eru þeir mun
fleiri. Til glöggvunar sjáum við
hér myndir af tveimur stúlkum.
Leikur önnur með vinstri hendi
en hin með hægri.
Fyrri uppstillingin sýnir for-
hönd en hin síðari bakhönd.
Að lokum
Með þessari grein lýkur um-
fjöllum um högg sem almennt eru
kölluð grunnhögg. Þetta eru ekki
rnörg högg, en út frá þeim er
hægt að slá ýmis afbrigði, þannig
að heiddarhöggafjöldi í badmin-
ton getur orðið um 50.
Næstu greinar fjalla um leik-
aðferðir.
Mjög erfitt er að skella í bak-
hönd og ætti sú æfing að sitja á
hakanum.
Til þess að æfa háa bakhönd er
nauðsynlegt að hafa einhvern til
þess að senda í bakhandarhornið.
Sending verður að vera nægjan-
lega há til þess að þú hafir tíma til
þess að flytja þig frá leikmiðju.
Róleg æfing í upphafi er æski-
leg vegna þess hversu erfitt þetta
högg er fyrir handlegginn.
í greinum þeim sem hér hafa
verið skrifaðar, hefur fyrst og
fremst verið reiknað með þeim
leikendum sem slá knöttinn með
57