Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Page 59

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Page 59
Knattspyrnumenn ÍBV, eiginkonur þeirra og unnustur, eftir að leikmennirnir komu með hinn eftirsótta verð- launagrip til Vestmannaeyja. Þá var ríkjandi sannkölluð ,,þjóðargleði“ í Vestmannaeyjum og flestlr sem vett- lingi gátu valdið komu niður á bryggju til þess að taka á móti hetjunum sínum. Þá var / fyrsta sinn í þann hálfa sjötta áratug sem keppt hefur verið um íslandsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu, auðnaðist Vestmannaey- ingum að vinna til hans í ár. Nokkrum sinnum höfðu Eyjamenn verið á þröskuldi þess að vinna titilinn, en skort herslumuninn. i ár var hins vegar ekki búist við miklu af þeim, bæði vegna þess að tveir af sterkustu leikmönnum liðsins yfirgáfu það, og eins vegna þess að lengi vel voru Eyjamenn þjálf- aralausir. Var það ekki fyrr en nokkru eftir að önnur lið höfðu hafið æfingar sem Viktor Helga- son tók liðið að sér. Gífurleg bar- áttugieði og dugnaður einkenndi liðið i sumar, og fleytti því yfir erf- iða hjalla, og þegar upp var staðið blandast engum hugur um það að Eyjamenn verðskulduðu íslands- meistaratitilinn í ár. Myndin hér'til hliðar var tekin er Þórður Hall- kátt í Eyjum grímsson, fyrirliði ÍBV hafði tekið fögnuður félaga hans sér greini- við islandsbikarnum, og leynir lega ekki. 59

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.