Íþróttablaðið - 01.11.1979, Page 62
Góð
frammi-
staða á
NM -
fatlaðra
Þrír keppendur voru þar frá ís-
landi og unnu þeir allir til verð-
launa.
Snæbjörn Þórðarson hlaut brons-
verðlaun í 100 m frjálsri aðferð á
1.14.2 og í 100 m baksundi á
1.29.5.
Þorbjörg Andrésdóttir hlaut
bronsyerðlaun í 50 m bringusundi
á 0.54.8.
Hörður Barðdal hlaut einnig
bronsverðlaun í 100 m frjálsri að-
ferð á 1.15.3. — í 100 m baksundi
varð hann hinsvegar í fjórða sæti
á 1.33.0.
Þjálfari íslenska sundfólksins var
Erlingur Jóhannsson.
Keppendur voru alls rösklega 80
frá öllum Norðurlöndunum.
Ákveðið er að næsta N.M. í sundi
fatlaðra fari fram á íslandi 1981.
Á myndinni eru talið frá vinstri:
Hörður Barðdal, Þorbjörg
Andrésdóttir, Snæbjörn Þórðar-
son og Erlingur Jóhannsson.
Sæmdur heiðursorðu ÍSÍ
Hannes Þ. Sigurðsson, ritari framkvæmdastjórnar Í.S.Í., varð
fimmtugur 3. júlí s.l. Á þessum tímamótum var hann sæmdur Heiðurs-
orðu Í.S.Í. og er myndin tekin á heimili hans við það tækifæri.
íþróttablaðið þarf naumast að kynna Hannes fyrir lesendum sínum.
Hann er löngu landskunnur fyrir margháttuð störf í þágu íþróttanna,
m.a. sem einn okkar þekktasti knattspyrnu- og handknattleiksdómari.
Hannes hefur setið lengst í stjórn Í.S.Í. af þeim, sem skipa hana nú,
eða nokkuð á annan áratug.
Forseti Í.S.Í. lét svo ummælt við afhendingu heiðursorðunnar, að
hann áliti framlag Hannesar til eflingar fræðslumálum með því þýð-
ingarmesta, sem hann hefði unnið að á vegum Í.S.Í., en hann er for-
maður Fræðslunefndar Í.S.Í.
íþróttablaðið óskar Hannesi og f jölskyldu hans allra heilla á þessum
tímamótum og þakkar ágætt samstarf á liðnum árum.
62