Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 66

Íþróttablaðið - 01.11.1979, Side 66
A útivelli Sovéski sundmaðurinn Vladimir Tarasov var svo ánægður með silfurverðlaun sin í 100 metra bringusundi á heimsleikum stúdenta í Mexikó í sumar að hann klappaði lengi fyrir sjálfum sér. Þegar svo félagi hans, Vladimir Fliont kom og óskaði honum til hamingju með ár- angurinn með því að taka í höndina á honum, brá Tarasov á það ráð að nota fæturna til þess að klappa fyrir sér. Gullskórinn fékk rembingskoss Eins og rakið hefur verið áður í íþróttablaðinu hlaut hollenski knattspyrnumaðurinn Kees Kirst, leikmaður með liðinu AZ 67, gullskóinn í ár, en það eru verðlaun sem veitt eru af franska knattspyrnublaðinu „France FootbaIl“ og Adidas-fyrirtækinu til þess leikmanns sem skorar flest mörk á keppnistímabilinu í Evrópu. Kirst tók nýlega við verðlaunum sínum við hátíð- lega athöfn sem fram fór á hinum kunna skemmtistað Lídó í París. Kirst skoraði alls 34 mörk með liði sínu, en þeir Laszlo Fekete frá ungverska liðinu Ujpest Dozsa (t.v. á myndinni) og Tomas Mavros frá gríska liðinu AEK í Aþenu hlutu báðir silfurskó, en þeir skoruðu 31 mark á keppnis- tímabilinu. Eftir að verðlauna- afhendingin fór fram tók kona Kirst, frú Gerda, skóinn til varðveislu, og gaf honum góð- an koss um leið og knatt- spyrnuhetjan rétti hann til hennar. Fékk skell Það er búið að vera alllengi í tísku meðal knattspyrnu- manna að hirða ekki um að binda upp um sig sokkana, heldur hafa þá niðurrúllaða. Dökkklædda knattspyrnumann- inum á þessari mynd, sem leikur með Minnesota í Bandaríkjunum varð hált á þessu. Þegar hann var um það bil að komast í skotfæri, kom mótherji og steig á sokkinn. Auðvitað gat knattspyrnu- maðurinn ekki skotið og augnabliki eftir að mynd þessi var tekin lá hann á maganum á vellinum. 66

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.