Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 7
Ritstjóraspjall
ÞORGRÍMUR
ÞRÁINSSON
Óhætt er að segja að úrslitin í heimsmeistarakeppninni í Sviss séu þau óvæntustu í heims-
meistaramóti til þessa — og jafnframt þau ánægjulegustu fyrir íslendinga. Fæstir bjuggust við
því að íslenska landsliðinu tækist að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, en
draumurinn varð að veruleika. Sjötta sæti í heimsmeistarakeppni er frábær árangur og sýnir að
hægt er að ná árangri ef allir leggja hönd á plóginn. Hjarta íslensku þjóðarinnar var með strák-
unum í Sviss og sló bylmingshögg þegar mest reið á.
Það er mál manna að léttleikinn hafi sigrað kraftinn í Sviss því þau lið sem komu hvað mest á
óvart voru frá Norðurlöndum og Suður-Kóreu. Boltatækni, hraði og léttleiki einkenndi leik
Suður-Kóreumanna og er það sigur fyrir handknattleikinn að slíkt lið skuli ná góðum árangri.
Markahæsti leikmaður keppninnar var frá Suður-Kóreu — Kang að nafni, tvítugur stráklingur
sem setti nýtt markamet með því að skora 67 mörk. Ef Kang á fleiri sína líka í Suður-Kóreu má
búast við miklu af þeim í framtíðinni.
Á næstu árum má reikna með að þróunin í handboltanum verði í tækni einstakra leikmanna.
Lið frá Austur-Evrópu verða að hugsa sinn gang og tileinka sér meiri léttleika því ólíklegt er að
leikmenn yfir hundrað kíló komi til með að ná langt ef svo heldur áfram sem horfir. Hvað ís-
lenska landsliðið varðar er það helst tæknin sem er okkur ljár í þúfu. Liðið leikur agaðan og
skipulagðan handknattleik en bæta verður töluvert við boltatæknina ef við ætlum að halda okk-
ur á toppnum.
Um þessar mundir er knattspyrnumenn að taka fram keppnisskóna því boltinn er farinn að
rúlla fyrir alvöru. Margir stórviðburðir verða á knattspyrnuvellinum í sumar og ber þar helst að
nefna leik íslands og Frakklands í Evrópukeppni landsliða í haust. Að öllum líkindum leikur
besti knattspyrnumaður heims — Michel Platini með liðinu og hver veit nema annað Benfica-
ævintýri sé í uppsiglingu?
Ritstjóri:
Þorgrímur Þráinsson
Auglýsingastjóri:
Hafsteinn Viðar Jensson
Skrifstofa ritstjórnar:
Ármúla 38
Útgefandi: Frjálst framtak hf.
S tj órnarf ormaður:
Magnús Hreggviðsson
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18
Símar 82300 — 685380
Áskriftargjald kr. 565,00 (hálft ár)
Hvert eintak í áskrift kr. 188,33
Hvert eintak í lausas. kr. 219,00
Setning, umbrot, filmuvinna
prentun og bókband:
Prentstofa G. Benediktssonar
Litgreining kápu:
Prentmyndastofan.
Málgagn íþróttasambands Islands
Forsíðumyndin er af Pálmari Sigurðssyni Haukum.
Ljósmynd: Páll Stefánsson.
HÉRAÐSSAMBÖND INNAN ÍSÍ:
HÉRAÐSSAMBAND SNÆFELLSNES- OG
HNAPPADALSSÝSLU
HÉRAÐSSAMBAND STRANDAMANNA
HÉRAÐSSAMBAND SUÐUR-ÞINGEYINGA
HÉRAÐSSAMBAND VESTUR-ÍSFIRÐINGA
HÉRAÐSSAMBANDIÐ SKARPHÉÐINN
ÍÞRÓTTABANDALAG AKRANESS
ÍÞRÓTTABANDALAG AKUREYRAR
ÍÞRÓTTABANDALAG HAFNARFJARÐAR
ÍÞRÓTT ABANDALAG ÍSAFJARÐAR
ÍÞRÓTTABANDALAG KEFLAVÍKUR
ÍÞRÓTTABANDALAG ÓLAFSFJARÐAR
ÍÞRÓTTABANDALAG REYKJAVÍKUR
ÍÞRÓTTABANDALAG SIGLUFJARÐAR
ÍÞRÓTTABANDALAG SUÐURNESJA
ÍÞRÓTTABANDALAG VESTMANNAEYJA
UNGMENNA- OG ÍÞRÓTTASAMBAND
AUSTURLANDS
UNGMENNASAMBAND A-HÚNVETNINGA
UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR
UNGMENNASAMBAND DALAMANNA
UNGMENNASAMBAND EYJAFJARÐAR
UNGMENNASAMBAND
KJALARNESSÞINGS
UNGMENNASAMBAND SKAGAFJARÐAR
UNGMENNASAMBAND V-HÚNVETNINGA
UNGMENNASAMBAND
V-SKAFTFELLINGA
UNGMENNASAMBANDIÐ ÚLFLJÓTUR
UNGMENNASAMBAND N-ÞINGEYINGA
SÉRSAMBÖNDINNAN ÍSf:
BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS
BLAKSAMBAND ÍSLANDS
BORÐTENNISSAMBAND ÍSLANDS
FIMLEIKASAMBANDISLANDS
FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS
GLÍMUSAMBANDISLANDS
GOLFSAMBANDISLANDS
HANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS
ÍÞRÓTT AS AMBAND FATLAÐRA
JÚDÓSAMBAND ÍSLANDS
KARATESAMBAND ÍSLANDS
KNATTSPYRNUSAMBANDISLANDS
KÖRFUKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS
LYFTINGASAMBAND ÍSLANDS
SIGLINGASAMBAND ÍSLANDS
SKÍÐASAMBAND ISLANDS
SKOTSAMBAND ÍSLANDS
SUNDSAMBAND ÍSLANDS