Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Blaðsíða 11
Vaxtarrækt ir öllu máli. Sagt er að það sé 50% af árangri í vaxtarækt og fyrir keppni allt að 70-80%. Það hljómar ótrúlega. Sá matur sem ég borða einkum er skyr, léttjógúrt, kartöflur, soðin ýsa, hrís- grjón, ferskir ávextir, grænmeti og dá- lítið brauð“. — Hvernig skerðu þig niður? „Ég minnka mataræðið það mikið að líkaminn fer að ganga á fituforðan- um. Æfingarnar miða að því að skapa meiri brennslu og ef nauðsynlegt er þá fer ég út að hlaupa eða í aerobic. Einn- ig þarf að hyggja að vökvainntöku undir það síðasta til að ná vatninu undan skinninu. Annars er ég að gera þetta í fyrsta skipti og er því meira eða minna um tilraunarstarfsemi að ræða. Sumir eiga auðvelt með að skera sig niður og verða menn að finna það út sjálfir hvernig best er að gera það. Menn eru mismunandi byggðir og hafa ólíka eiginleika". — Fylgja þessu engar hættur? „Ég veit ekki um neinn sem hefur orðið meint af því. Sjálfsagt er hægt að færa rök að því að svona fitubrennsla sem fer fram í gegnum blóðið í Iifrinni geti verið hættuleg að vissu Ieyti. En það ber að hafa í huga að vaxtarrækt- armenn bera minna fitulag á líkaman- um en aðrir. Annars er nú æði margt óhollt sem fólk gerir. Til dæmis að sitja fyrir framan sjónvarpið og drekka kaffi. Ég er því ekki dauðskelkaður vegna þessa niðurskurðar enda fer brennslan fram á 10 vikum. Ég gæti frekað trúað að megrunarkúrar sem fólk er sent á þar sem kjafturinn er spenntur aftur geti verið hættulegir. Það er í flestum tilfellum fólk sem hreyfir sig ekkert“. — Er erfitt að vera vaxtarræktar- maður? „Það finnst mér ekki. Ég er að þessu fyrir sjálfan mig og hef reyndar aldrei skilið þegar menn eru að kvarta undan æfingum. Ég opna vart dagblað án þess að sjá íþróttamenn telja eftir sér að hafa verið að æfa einhverja íþrótt“. — Þarf ekki að hafa fleiri vaxtarrækt- armót ár hvert til þess að viðhalda áhuga hjá ykkur? „íþróttin er ung hér á landi og þess eðlis að menn þurfa helst í 7-8 ár til þess að verða góðir. Maður sem hefur æft í 2 ár og gengur á líkamann 2-3 sinnum á ári fyrir keppni getur hrein- lega ekki byggt sig upp. Þetta eru erf- iðleikarnir. Með tímanum hlýtur þetta Valbjörn Jónsson ásamt unnustu sinni Margréti Á.Einarsdóttur. Aldís Arnardóttir íslandsmeistari 1985. að breytast því þá er komin meiri þróun í íþróttina og ljóst hverjir skara fram úr. Fleiri mót verða þá haldin hér á landi sem erlendis“,sagði Valli að lokum. Þetta er helvítis rassgat íslandsmeistarinn í kvennaflokki frá í fyrra — Aldís Arnardóttir verður ekki meðal keppenda á íslandsmótinu í vaxtarækt í ár. Hún er kominn með heimili og barn og hefur í nógu að snúast. „Þetta krefst svo mikils og er ég ekki tilbúinn að gefa það af mér. Annars lyfti ég alltaf svolítið og fer reglulega í aerobic. Ég ákvað að taka mér frí á þessu ári en það er aldrei að vita hvað ég geri næsta ár“. Hrafnhildur Valbjömsdóttir er lík- lega þekktasta vaxtarræktarkona Iandsins enda margfaldur íslandsmeist- ari. Hún verður ekki meðal keppenda í ár sökum eftirkasta af árekstri sem hún lenti í fyrir 2 árum. „Ég get hreinlega ekki æft sem skyldi sökum bólgu aftur í hálsi. Segja má að ég hafi verið með hausverk í 2 ár og er þetta helvítis rassgat. Ég neyðist því til að hvíla mig enn frekar en ég veit hvað ég get og get ekki og eigum við ekki að segja að ég verði með „come-back“ á næsta ári“. Aldrei verið kvenlegri Marta Unnarsdóttir er 22 ára Reykja- víkurmær eigandi Heilsustúdíósins World Class. Hún fór að fikta við lóð fyrir 4 árum en hefur æft af kappi síð- astliðin 2 ár. Hún hefur sannarlega krafta í kögglum því fyrir skemmstu setti hún 9 íslandsmet í kraftlyftingum. Lyfti 357 og 1/2 kg. í samanlögðu. Marta hefur æft frá því í október fyrir vaxtarræktarmótið og stefnir að sjálf- sögðu að því að gera sitt besta. Eigi færri en 3 tímar á dag 6 daga vikunnar fara í að Iyfta lóðum auk þess sem hún hleypur 4 sinnum í viku og kennir aerobic á hverjum degi. Mun erfiðara er fyrir kvenfólk að skera sig niður fyr- ir mót því hlutfall fitu hjá þeim er mun meira en hjá körlum. Þó er krafist að þær séu jafn vel skomar. En ætli dóm- arar dæmi á sömu forsendum hjá báð- um kynjum? „{ flestum tilfellum er það gert. Útí í 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.