Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 12

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 12
Júlíus Ágúst Guðmundsson íslandsmeistari unglinga 1985. heimi eru sumar konur orðnar eins og karlar og dæmast þær niður fyrir það. Auðvitað þurfum við að vera sem kvenlegastar en engu að síður að sam- ræma okkur vel“. — Heldurðu að það hái þér að vera að keppa í fyrsta skipti? „Það verður erfitt að koma fram á sviðið í sundfötum. Ég fæ martröð þegar ég hugsa um það og kvíði fyrir því mig vantar sjálfstraust". Marta telur mataræðið skipta máli númer eitt og síðan æfingarnar. Hún sagði m.a. að landsliðið í handbolta hefði æft hjá henni um tíma og þá hefðu nokkrir leikmenn mætt í tíma á kvöldin án þess að hafa borðað allan daginn. „Fólk leggur of litla áherslu á mataræðið. Það þarf að hafa eitthvað að brenna — þú keyrir ekki bensín- lausan bíl“. — Finnst þér þú ekkert vera orðin karlaleg í vexti? „Alls ekki. Ég hef aldrei verið kvenlegri og ferillinn rétt að byrja". ívar Haukssson er líklegur til afreka. Ekkert á móti því að sýna mig ívar Hauksson er einn af fjölhæfustu íþróttamönnum landsins. Hann er landsliðsmaður í golfi,hefur náð góð- um árangri í karate og síðast en ekki síst er hann einn af efnilegri vaxtar- ræktarmönnum landsins. Hann hefur lagt stund á vaxtarrækt í tvö ár og á ís- landsmótinu í fyrra varð hann íslands- meistari í -75 kg flokki. Skæðasti keppinautur hans í ár verður að öllum líkindum Júlíus Ágúst Hauksson. ívar hefur að sögn æft geðveikislega frá því í október. Eigi sjaldnar en einu sinni á dag 4 tíma í senn. Eftir áramót hefur hann aftur á móti æft 3 daga í senn en hvílt þann næsta. ívar segist borða 6000-7000 hitaeiningar á dag þar til mánuði fyrir mót. „Ég mæli ofan í mig alla fæðu og er alæta á vítamín. Tek u.þ.b. 100 töflur á dag. Ætli ég eyði ekki um 8000 kr. í mat á mánuði". ívar segir að hver og einn vaxtaræktar- 12

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.