Íþróttablaðið - 01.04.1986, Page 13
Vaxtarrækt
maður æfi eftir eigin höfði - en hvernig
dæma dómarar á vaxtaræktarmóti?
„Þetta er spurning um hlutföll,massa,-
pósur og framkomu. Svo er ekki verra
ef útlitið er í lagi“.
ívar var valinn herra Útsýn 1984 og
á Ítalíu síðastliðið sumar bar hann sig-
ur úr býtum í alþjóðlegri fegurðarsam-
keppni karla. Þátttakendur voru 40 frá
ýmsum löndum og hlaut ívar titilinn
Mister Man. Hann hefur einnig komið
fram á sýningum hérlendis.skemmti-
stöðum og árshátíðum. Hvemig ætli
honum líki að standa hálfnakinn fýrir
framan fólk sem mænir úr sér augun?
„Ég „fíla“ það alveg í botn. Það er
gaman að líta vel út og vera í góðu
formi. Því hef ég ekkert á móti því að
sýna mig þegar svo ber undir“.
ívar segist ákveðinn í að halda áfram
í vaxtarrækt og stefnir að sjálfsögðu á
toppinn. „Ég hef áhuga á að fara út að
keppa ef ég tel mig vera tilbúinn í það.
Það endar með að ég tek alla þessa
karla“.
— Hérheimaþá?
„Nei,alls staðar“.
ívar telur að Sigurður Gestsson
muni verja íslandsmeistaratitilinn því
reynslan skipti miklu máli í keppni sem
þessari. Síðustu dagana íyrir keppnis-
daginn segir hann vera algjöra mar-
tröð. „Ég drekk ekkert vatn síðustu
þrjá dagana fyrir mót - skola bara
munninn. Ét mikið kolvetni á keppnis-
daginn og vöðvarnir og æðarnar tútna
út. En þetta er allt þess virði“,segir
fvar að lokum. Hann er aðeins tvítugur
að aldri og á vafalaust eftir að láta mik-
ið að sér kveða í framtíðinni.
Gaman að finna
framfarir
Júlíus Ágúst Guðmundsson íslands-
meistari í +75 kg flokki í fyrra verður
án efa illviðráðanlegur í þeim flokki á
mótinu. Hann stefnir að því að halda
titlinum en segir jafnframt að það taki
nokkur ár að verða góður vaxtarrækt-
armaður. Frá áramótum hefur Júlíus
æft 6-7 daga vikunnar og tekur hann
jafnan 2-3 líkamshluta fyrir á hverri
æfingu. Þrátt fýrir að vera aðeins 18
ára hefur hann verið með á vaxtarækt-
armótunum frá upphafi og staðið sig
frábærlega - tvisvar orðið íslandsmeist-
ari í sínum þyngdarflokki. Ætli það sé
engum vandkvæðum bundið að vera á
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir á við
meiðsli að stríða.
toppnum á réttum tíma? „Ef menn
ha'fa verið í þessu lengi þá á það ekki
að vera mikið mál. Skipuleggja þarf
hvíld og skiptir reynslan að sjálfsögðu
miklu máli. Eftir 2 ár verð ég kannski
orðinn það góður að ég kemst í úrslit
yfir alla flokka. Það er gaman að finna
framfarir og hver veit nema ég taki
þessa menn eftir nokkur ár“.
Það verða því nokkur tonn af vöðv-
um á Broadway 13. apríl sem hnyklast í
takt við músíkina. Ógjömingur er að
segja til um úrslit því margir koma til
greina — en aðeins einn sigrar í hverj-
um flokki. Hver það verður veit nú
enginn — vandi eru um slíkt að spá.
Marta Unnarsd.óttir verður með í
fyrsta skipti.
13