Íþróttablaðið - 01.04.1986, Page 15
ð að veruleika
eftir hraðaupphlaup. Oft virtist sem
boltinn vildi hreinlega ekki inn í mark-
ið. Þeir markverðir sem stóðu sig hvað
best voru Júgóslavinn Arnatovic, Spán-
verjinn Diaz, sænsku markverðirnir
Hellgren og Olson, Austur-Þjóðverjinn
Hoffmann og Vestur- Þjóðverjarnir
Thiel og Hecker. Var oft hrein unun að
sjá til þeirra.
Af öðrum leikmönnum komust
Júgóslavarnir Vujovic og Cvetkovic vel
frá þessari keppni. Suður-Kóreumað-
urinn Kang kom mjög á óvart í keppn-
inni með hraða sínum og tækni og
setti nýtt markamet — skoraði 67
mörk. Kristján Arason var einnig meðal
bestu leikmanna keppninnar —
óhemju mikilvægur fyrir lið íslands og
var máttarstólpi þess bæði í vörn og
sókn. Sænski leikmaðurinn Jilsen stóð
sig vel og skoraði mikilvæg mörk auk
þess sem hann lék félaga sína vel upp.
Leikmenn sem fyrirfram var talið að
kæmu til með að vera yfirburðamenn
voru nokkuð mistækir og má þar fyrst-
an nefna v-þýska hornamanninn Fraatz
sem lék langt undir getu. Frank Wahl
sýndi oft góða takta en þess á milli datt
hann niður.
Dómgæsla í keppninni var nokkuð
misjöfn og í heild léleg. Dómar voru
mjög breytilegir eftir því hvaða dómar-
ar dæmdu og hvaða lið áttu í hlut.
Heimamenn komust t.d. upp með það
sem ekkert hinna liðanna gat látið sig
dreyma um. Ennfremur var eins og
ákveðin lið væru innundir hjá dómur-
unum — svo mjög högnuðust þau á
dómgæslunni.
TAKMARKIÐ NÁÐIST
Um íslenska liðið er það að segja að
leikmenn þess börðust vel þegar mest
reið á - í leikjunum gegn Tékkum og
Rúmenum. Einnig var frammistaða
gegn Dönum stórglæsileg. Óheppni
kostaði okkur sigur í leiknum gegn
Ungverjum.
Hvað einstaka leikmenn varðar þá
stóð Kristján Aarson sig vafalaust best
svo og Guðmundur Guðmundsson.
Hinir leikmennirnir voru meira upp og
niður, áttu góða leiki en duttu niður
þess á milli. Einnig voru sumir of
sterkir í hluta af leikjunum og þess á
milli gerðu þeir sig seka um klaufaleg
mistök. - Mistök sem koma verður í veg
fyrir í framtíðinni. Þegar á heildina er
litið getum við verið ánægð. Takmark-
ið náðist - að komast á Ólympíuleikana
í Suður-Kóreu 1988. Þetta var í raun
fjarlægur draumur þegar lagt var af
stað til Sviss en hann varð að raun-
veruleika. Sjötta sætið í heimsmeist-
aramóti er frábær árangur sem sýnir að
við höfum skipað okkur meðal bestu
handknattleiksþjóða heims. Erfitt er
að komast á toppinn og enn erfiðara að
halda sér þar. Framundan er því löng
og erfið barátta og verður að leggja allt
í sölurnar til þess að halda sætinu — á
toppnum.
15