Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 20

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 20
„Frammistaða okk — Iþróttablaðið ræðir við Rúmenann Vasile Stinga einn besta handknattleiksmann heims. Fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik höfðu flestir leikmenn og þjálfarar spáð því að Rúmenar yrðu heimsmeistarar. En möguleikar Rúm- eníu á titlinum urðu að engu er besti leikmaður þeirra Vasile Stinga kinn- beinsbrotnaði í fyrsta leik liðsins í keppninni — gegn Tékkum. Vasile Stinga er íslenskum hand- knattleiksáhugamönnum að góðu kunnur. íþróttablaðið hitti þennan stórgóða leikmann er hann var að fylgjast með félögum sínum í leik gegn Sovétmönnum. Þessi frábæri leikmað- ur hefur leikið 183 landsleiki fyrir þjóð sína og skorað 1000 mörk eða fleiri en nokkur annar leikmaður í landsleik. Þúsundasta markið sitt skoraði hann einmitt í fyrrnefndum leik gegn Tékkum. Vasile Stinga er 29 ára og er liðsfor- ingi í rúmenska hernum. Hann leikur með Steua Bukarest í heimalandi sínu en það er lið atvinnuhermanna. Leikur Stinga stöðu vinstri bakvarðar í liðinu. — En hvað segir þessi geðþekki Rúmeni um heimsmeistarakeppnina? „Fyrir mig og rúmenska liðið er heimsmeistarakeppnin 1986 vonbrigði. Við höfðum stefnt að því að verða heimsmeistarar og höfðum undirbúið okkur mjög vel. En eins og hendi væri veifað var slökkt á þeim vonum okkar og nú erum við að leika um 9.-10. sæt- ið. Þetta er vitanlega mjög leiðinlegt. Undirbúningur hafði staðið í fimm mánuði og á þeim tíma vorum við meira eða minna fjarri fjölskyldum okkar og heimalandi. Frammistaða okkar er skömm fyrir Rúmena og skömm fyrir rúmenskan handknattleik. ÍSLENSKA LIÐIÐ ER MJÖG STERKT Heimsmeistarakeppnin í Sviss er keppni mikilla breytinga. Það hefur Texti og mynd: Gauti Grétarsson. orðið mikill uppgangur í norrænum handknattleik og þá á ég sérstaklega við Svía og íslendinga. Einnig hafa Kóreumenn komið skemmtilega á óvart. Mér finnst íslenska liðið mjög sterkt og það er erfitt að leika gegn því. Liðið hefur þrjár góðar skyttur í stöðunum fyrir utan og varnarmenn verða alltaf að fara vel út á móti þeim og við það skapast veikleiki í miðju varnarinnar. Önnur lið hafa einn eða tvo góða leik- menn fyrir utan þannig að hægt er að fá hjálp frá næsta manni við hliðina. Slík aðstoð í varnarleiknum kemur ekki að haldi í leikjum við íslendinga. En það að Rúmenar skyldu tapa fyr- ir íslendingum má kenna reynsluleysi. Enginn í liðinu hafði þá reynslu, hugs- un og aga að leika rólega og yfirvegað eins og þurfti að gera þegar Rúmenar voru komnir fjórum mörkum yfir. Þess í stað var reynt að skora úr lélegum 20

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.