Íþróttablaðið - 01.04.1986, Page 22
Stórkosdeg upplifun!
— rætt við Guðmund Guðmundsson,eina af
stjörnunum úr heimsmeistarakeppninni.
Texti: Gauti Grétarsson.
Sá leikmaður íslenska landsliðsins í
handknattleik sem einna mest kom á
óvart í heimsmeistarakeppninni var
Guðmundur Guðmundsson horna-
maðurinn úr Víkingi. Guðmundur
stóð sig mjög vel. Hann skoraði mörg
mörk bæði úr hraðaupphlaupum og
þegar hann kom inn á miðjuna.
Einnig skilaði hann hlutverki sínu í
varnarleiknum af stakri prýði.
íþróttablaðið ræddi við Guðmund
að lokinni heimsmeistarakeppninni.
— Hvernig fannst þér heimsmeist-
arakeppnin? var fyrsta spurningin sem
lögð var fyrir Guðmund.
„Hún var stórkostleg upplifun og
það var gaman að taka þátt í þessu.
Það sem kom mér mest á óvart var hve
Vestur-Evrópuþjóðirnar eru að sækja í
sig veðrið og hvernig þær skákuðu
Austantjaldsliðunum. Einnig var ég
hissa á því hve dómgæslan var slök.
Hún var ekki í sama gæðaflokki og
handknattleikurinn."
— Hvernig leið þér eftir leikinn
gegn Suður-Kóreu?
„íslenska liðið beið skipbrot í leikn-
um gegn Kóreu og eftir það var ekki
um annað að ræða en að duga eða
drepast. Leikirnir gegn Tékkum og
Rúmenum voru stórgóðir og með smá-
heppni hefði leikurinn við Ungverja átt
að vinnast. í þeim leik var of mikið um
tæknileg mistök í sóknarleiknum. Leik-
urinn við Dani var mikilvægur. Þar
sýndum við að íslenska liðið var í
miklu betra formi en það danska. Ég
vil þakka því sigurinn að við vorum í
toppformi á hárréttum tíma.
KRISTJÁN VAR HÁLFUR MAÐUR
í leiknum gegn Svíum var dómgæsl-
an afleit og var hún okkur nokkuð í
óhag. Af myndbandi af leiknum má sjá
að minnsta kosti tíu dómar eru okkur í
óhag. Við vorum reyndar ekki ánægðir
með leik okkar, en það ber að hafa i
huga að Kristján Arason var ekki nema
hálfur maður í þessum leik vegna
meiðsla og munar um minna.
Leikurinn um fimmta sætið var ekki
illa leikinn hjá okkur og hefði getað
endað á hvorn veginn sem var.“
— Hver er munurinn á heimsmeist-
arakeppni og Ólympíuleikum?
„Munurinn er ekki svo mikill. Leikja-
fjöldinn er svipaður og mikið í húfi í
báðum mótunum. Eftir Ólympíuleik-
ana var talað um að Austurblokkina
hefði vantað og keppnin hefði þar af
leiðandi ekki gefið rétta mynd af stöðu
liðanna. í heimsmeistarakeppninni
sýndi það sig að þjóðirnar sem kepptu
á Ólympíuleikunum voru ekki lakari en
hinar, frekar öfugt. Spánverjar og Svíar
náðu til dæmis betri árangri í þessari
keppni en á Ólympíuleikunum."
HANN ER SNILLINGUR
— Ert þú hlynntur því að Bogdan
haldi áfram með landsliðið?
„Ég efast ekki um að Bogdan er með
hæfustu þjálfurum í heiminum um
þessar mundir. Hann er snillingur í að
ná liði í toppform á réttum tíma. Sem
þjálfari og skipuleggjari er hann í
hæsta gæðaflokki. Hann nær meiru út
úr liðinu ef hann fær leikmenn með sér
og góða aðstöðu til æfinga.
Hvað varðar leikskipulagið finnst
mér að við höfum lagt of mikla áherslu
á miðjuna. Það þarf að bæta við meira
hornaspili og ég hef trú á að það
verði gert á næstunni."
— Allt umstangið fyrir keppnina.
Hefur það einhver áhrif á þig?
„Fyrir mitt leyti hafði það engin
áhrif. Ég lít á það sem óhjákvæmilegan
hluta undirbúningsins fyrir slíka
keppni sem þessa. Menn verða að læra
að lifa með þessu.“
— Hvað um framhaldið?
„Ég er ekki búinn að ákveða mig
ennþá. Gífurlegur tími fer í þetta og ég
á eftir að ræða við vinnuveitanda minn
og konuna hvort ég fæ mig lausan til
þátttöku í svo miklum undirbúningi
aftur.“
— Hvaða lið telur þú að komi úr B-
keppninni á Ólympíuleikana?
„Ég held að það verði Rúmenar og
Sovétmenn. Ég held að þessi lið hafi
ekki náð að koma sér í form á réttum
tíma. Ef til vill hafa leikmenn liðanna
verið andlega saddir á handknattleik
fyrir keppnina. Leikmaður eins og
Voinea hjá Rúmenum skoraði til dæmis
einungis 12 mörk sem þykir víst ekki
mikið á þeim bæ.“
— Að lokum?
„Ég vil þakka þeim áhorfendum sem
fylgdu okkur til Sviss fyrir ómetanleg-
an stuðning. Maður finnur vel fyrir
hvatningarópum meðan á leik stendur
og þau eru mikils virði. Einnig vil ég
þakka öll þau skeyti sem okkur bárust
meðan á keppninni stóð,“ sagði Guð-
mundur Guðmundsson að iokum.
22