Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 24

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 24
Texti: Þorgrímur Þráinsson. Myndir: Ýmsir. Þær sögur ganga nú fjöllum hærra í Hafnarfirði að viðskiptavinum Spari- sjóðs Hafnarfjarðar hafi fjölgað gífur- lega undanfarna mánuði. Ástæðan? — Jú, Pálmar Sigurðsson körfubolta- snillingur vinnur þar. Ef ég þekki hann rétt er hann síðasti maður til að viðurkenna þetta því framhleypninni er ekki fyrir að fara hjá honum. En hver vill ekki eiga viðskipti við mynd- arlega, brosmilda og hressa menn? Ekki sakar það síðan að vera vinsæl íþróttastjarna. Pálmar Sigurðsson er orðinn ein af stjörnunum í íþróttaheiminum. Hann hefur verið einn af máttarstólpum Hauka í körfubolta undanfarin ár og á engan er hallað þegar sagt er að hann sé lykilmaður í öllum sóknarlotum liðsins. Sendingar hans eru hreinasta snilld, boltameðferð og skot í hæsta gæðaflokki og mikill hreyfanleiki ein- kennir hann. Geysilega agaður íþróttamaður enda fyrirliði Hauka innan vallar sem utan.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.