Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 28

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Side 28
Pálmar — En þessi hreyfanleiki sem þú býrð yfir? „Við erum með leikkerfi í gangi og höfum stóran senter. Það er gott að geta gefið á hann og stungið sér inn — ef þú færð ekki boltann til baka þarftu að píla þér út úr teignum aftur og koma þér í þína stöðu. Ef hreyfanleiki er mikill í liði og leikmenn vita hvaða rásir þeir eiga að hlaupa þá er hægt að spila mjög skemmtilega og hlutirnir ganga oftast upp. Það er bara svo margt í grunnþjálfuninni hjá okkur sem hefur alltaf vantað. Ef lið getur sett upp góð skrín næst alveg ótrúleg- ur árangur — allt opnast hjá andstæð- ingnum. Þetta vantar hér heima“. KÖRFUBOLTINN SPRENGDUR UPP — Finnst þér körfuboltinn fá of litla athygli miðað við handbolta og fótbolta? „Heimsmeistarakeppnin í Sviss setti gífurlegt strik í reikninginn í sambandi við auglýsingu á úrslitakeppni úrvals- deildar. Það voru kannski 3-4 síður um handbolta þegar körfuboltinn fékk 10 cm auglýsingu á úrslitaleik. Auðvitað er handboltalandsliðið í heimsklassa en það má ekki láta aðrar íþróttir sitja á hakanum. Kannski þess vegna var sjarminn yfir bikarnum miklu meiri. Þá var handboltinn búinn og körfuboltinn sprengdur upp. Því var ánægjan enn meiri að standa uppi sem sigurvegari". Fyrsta landsleikinn fyrir íslands hönd lék Pálmar 18 ára gegn Hollandi á Akranesi. Aðspurður sagðist hann vera ánægður með landsliðsmálin í dag því þau væru í góðum höndum þeirra Einars Bollasonar og Gunnars Þor- varðarsonar. En er Einar þá eins sem landsliðsþjálfari og þjálfari félagsliðs? „Hann er alveg hinn sami og nær því sem hann vill út úr leikmönnum ef þeir eru tilbúnir að leggja eitthvað á sig. Það er enginn vafi að hann er besti þjálfari íslands í dag“. GÍFURLEGUR SJARMI Eins og áður sagði er Pálmar fyrir- liði Haukaliðsins — staða sem þykir mikill heiður að gegna. „í yngri flokk- unum þótti gífurlegur sjarmi yfir fyrir- liðastöðunni. Hún lenti oftast hjá þeim sem sköruðu fram úr en hlutverk fyrir- liðans er í raun mun meiri ábyrgðar- staða. Fyrst og fremst reynir á hana í eldri aldursflokkunum því þú ert milli- liður leikmanna og þjálfara. Þú þarft að hafa hemil á leikmönnum þínum utan vallar sem innan og reyna að sjá um að „mórallinn“ sé góður innan liðs- ins. — Hefur draumurinn aldrei verið að fara út og leika körfubolta? „Auðvitað er það draumur flestra að fara til Ameríku og spila. Fara í háskóla þar sem íþróttin er tekin föstum tök- um samhliða hagnýtu námi. Það kitl- aði mig að gera þetta en ég hef horft upp á nokkra leikmenn fara út og reyna fyrir sér. Þeir hafa e.t.v. lent á misjöfnum skólum og þar af leiðandi komið misjafnir heim. Ég get ekki sagt að þjálfun Einars Bollasonar sé neinn eftirbátur þeirra sem komið hafa frá Ameríku. Því er spurning hvort þetta sé þess virði því þú lærir örugglega mest lítið. Auðvitað væri samt gaman að prófa og sjá hvar maður stæði gagn- vart þessum mönnum“. Að öllum líkindum verða einhverjar breytingar á Haukaliðinu fyrir næsta keppnistímabil. Reynir hélt til Dan- merkur í nám um síðustu áramót. Kristinn Kristinsson fer líklega í raf- magnsverkfræði í Ameríku. Eyþór er að hugsa um að fara til Svíþjóðar. „Það yrði bagalegt að missa þessa stráka því þeir eru stærstir í liðinu“. ÞRÆLL ÍÞRÓTTARINNAR Pálmar hefur oft þjálfað yngri flokka Hauka en gæti hann hugsað sér að taka að sér þjálfun að loknum sínum leikferli? „Ég tel að það komi alveg í beinu famhaldi að miðla af reynslunni. Annars hef ég ekkert hugsað um það ennþá“. — Ætlarðu að halda lengi áfram í toppkörfubolta? „Ég geri fastlega ráð fyrir því ef heilsa og geta leyfa. Það er voðalega erfitt að klippa allt í einu á þá ímynd sem þú ert búinn að skapa þér. Þú verður hálfgerður þræll íþróttarinnar. Auðvitað hefur það orðið mér til fram- dráttar á mörgum sviðum. Maður er kominn i ákveðinn farveg sem verður að fylgja eftir. Hvað námið varðar er allt óvíst en líklega ílengist ég eitthvað í Sparisjóðnum því mér líkar vel að vinna þar“, sagði Pálmar að lokum. 28

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.