Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 35

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 35
Gagnrýni HB60H ° RAGNAR TORFASON ÍR. 22 ÁRA MIÐFRAMHERJI. Kostir:Góður skotmaður og sterkur frákastmaður. Mikill stemmningsmað- ur og býr yfir óbilandi baráttuþreki sem fleytir honum yfir margan hjall- ann. Ótrúlega fljótur í hraðaupphlaup- um miðað við stærð. GallanVantar betri tækni og þyrfti að æfa undirstöðuhreyfingar betur. Hent- ar ef til vill betur að leika framherja og snúa að körfu. Skortir alveg gegnum- brot — sem auðvelt ætti að vera að laga. JÓHANNES KRISTBJÖRNSSON UMFN. 20 ÁRA BAKVÖRÐUR. Kostir:Fljótur og mjög leikinn með boltann. Góður skotmaður af færi og óragur við að reyna gegnumbrot. Sendingar allgóðar. Óbilandi sjálfs- traust og óhræddur við að axla ábyrgð á mikilvægum augnablikum. Gallar:Hangir of mikið á boltanum og missir oft af tækifæri til að byggja upp færi fyrir meðspilara. Þarf að bæta vörnina — sérstaklega hjálparvörn frá bolta. Gæti eflaust valdið meiri usla í vörn andstæðinganna sem sóknarbak- vörður heldur en miðjubakvörður. HENNING HENNINGSSON HAUKUM. 20 ÁRA BAKVÖRÐUR. Kostir:Einn besti varnarbakvörður landsins. Geysilegur baráttujaxl og fljótur í hraðaupphlaup. Mikill stemmningsmaður og lykilmaður í 1-3-1 vörn Haukaliðsins. Gallar:Þarf að þjálfa betur upp hægri hendina og bæta sendingar. Þarf að lesa Ieikinn betur. Átti í erfiðleikum með skot en hefur bætt sig mikið á því sviði. Myndir: Ýmsir. 35

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.