Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Page 44

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Page 44
Torfæruj eppinn Texti og myndir: Þorgrímur Þráinsson. — rætt við Njál Eiðsson landsliðsmann í knattspyrnu — þjálfara Einherja á Vopnafirði. Hann hefur verið kallaður torfærujeppinn sökum óþrjótandi baráttuvilja og úthalds. Hann hefur leikið 4 landsleiki fyrir íslands hönd og aðeins einu sinni beðið lægri hlut. Hann hefur leikið með 6 félagsliðum á íslandi í 1., 2. og 3. deild en aldrei unnið til alvöru titla. Hann er á þeim aldri sem talinn er vera byrjunin á toppár- um hvers knattspyrnumanns. Hann hefur verið ráðinn þjálfari 2.deildarliðs Einherja á Vopna- firði. Njáll Eiðsson er maðurinn — leikmaður sem hefur vakið athygli hvar sem hann hefur leikið. Njáll er fæddur á Borgarfirði Eystra 1958 og hófst hans ferill með UMFB en liðið lék þó aldrei á íslands- móti. Leið hans lá til Austra Eskifirði, KS, Þróttar Neskaupstað og KA. Þaðan fór hann aftur til Þróttar síðan í Val — aftur í KA og nú í Einherja. Einhver fiðringur virðist þvi' vera í pilti eða var hann kannski að njósna um þjálfunaraðferðir sér til gagns seinna á ferlinum. „Með þremur fyrstu liðunum lék ég vegna þess að Magnús Jónatansson var þjálfari. Segja má að hann hafi tekið mig að sér og ber ég virðingu fyrir honum sem þjálfara. Þegar ég gekk til liðs við KA lék liðið í l.deild og langaði mig til að prófa hvort ég gæti staðið mig þar. KA féll í 2.deild og hélt ég því

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.