Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Qupperneq 47

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Qupperneq 47
Njáll Eiðsson hefur grasvöll. „Það er spurning hvort að mölin sé ekki farin að há þessum liðum og um stöðnun sé að ræða. Það er allt önnur íþrótt að leika knattspyrnu á grasi, þótt það sé lélegt“. — Hvernig er undirbúningstímabiii Einherja hátt- að? „Þeir byrjuðu hjá mér 20. febrúar og æfa 3 sinnum í viku fram að páskum. Þá förum við í æfmgaferð til Færeyja. Æfingarnar byggjast upp á langhlaupum og kraftæfingum innanhúss sem ætti að auka líkams- styrk. Á laugardögum reyna þeir að fara í fótbolta ef aðstæður leyfa. Eftir páska ætla ég að byggja meira upp á boltaæfingum, sprettum og öðru slíku. Þegar æfingar hófust var strax 100% æfingasókn og leik- menn gefa sig alveg í þetta. Þeir gera sér alveg grein fyrir því að það þýðir ekkert að stunda sjómennsku samhliða fótboltanum. Ef 3-4 menn færu á sjóinn væri út um liðið. Strákarnir fórna því oft ýmsum at- vinnutækifærum eins og gerist eflaust líka í Reykja- vík“. í góðum félagsskap með Jimmy Rimmer markverði Aston Villa eftir leik þeirra gegn Val á Villa Park í Evrópukeppni meistaraliða 1981. „Það er engin reynsla komin á það hvernig mér gengur að vera þjálfari og leika með. Þó hlýtur það að vera stressandi. Einnig er erfitt að segja til um hvort ég kem til með að standa mig vel eða illa sem leikmaður. Ég hef séð leikmenn sem hafa ekki getað einbeitt sér að hvorutveggja. En ég hef líka séð þjálf- ara spila betur þegar ábyrgðin er meiri. Æskilegast væri að hafa liðsstjóra utan vallar sem gæti hjálpað til“. Markmiðið að halda sér uppi Eins og áður sagði hefur Njáll leikið í þremur deildum með liðum mismunandi að styrkleika. Er mikill munur á milli deilda á íslandi? „Það er mikill munur á l.og 3.deild en þó er hann alltaf að minnka því breiddin er orðin meiri í 3.deild og þjálfunin betri. Munurinn á botnliðunum í l.deild og bestu liðunum í 2.deild er ekki mikill. Sömu sögu er að segja af þeim bestu í 3.deild og þeim lökustu í 2.deild. Aðalmunur- inn er kannski sá að í l.deild færðu minni tíma,hrað- inn er meiri og leikmenn er sneggri og sterkari. Að- stöðumunur er mikill - vellirnir eru betri í l.deild. Dómgæslan er betri og með tilkomu gervigrassins sem Reykjavíkurfélögin sitja ein að hlýtur munurinn að aukast. Leikmenn Einherja stigu inn á gervigrasið fyrri skemmstu og sögðust þeir ekki vita hvar þeir væru í knattspyrnunni ef þeir hefðu slíkan völl“. Einherji lék í 2.deild á tímabilinu ’82-’84. Síðast- liðið sumar léku þeir hins vegar í 3.deild og báru sig- ur úr býtum. Hvert skyldi markmið þeirra vera í deildinni í sumar? „Markmiðið hlýtur að vera að halda sér uppi. Það er greinilegt að lið sem koma upp úr 3.deild eiga erf- itt uppdráttar eins og sýndi sig síðastliðið sumar. Bæði Leiftur og Fylkir féllu. Því virðist vera töluverð- ur munur á þessum deildum. Raunhæft er að halda sér í 2.deild en ég hef trú á að það verði erfitt“,sagði Njáll að lokum. Eitt er víst að torfærujeppinn hefur ekki numið staðar og hver veit nema hann marki djúp för í 2.deild næsta sumar. Það fer að koma tími á Austfirði að láta að sér kveða í íslenskri knattspyrnu. Sýð saman úr reynslunni Eitt sterkasta vopn Njáls sem þjálfara er eflaust reynslan en hvernig byggir hann æfmgarnar upp? „Ég reyni að sjóða saman úr reynslunni í gegnum árin - hvernig aðrir þjálfarar hafa starfað. Ég ræði við menn og les mér til um þjálfun. Sagt er að undirbún- ingstímabilið sé það auðveldasta í þjálfuninni og hefst því alvaran ekki fyrr en komið er út í mót. Þá þarf að ræða taktík,stjórna og gera lið að liði. Það er hlutur sem ég þekki ekki ennþá nema í gegnum yngri flokkana". — Finnst þér ekki skrýtið að vera allt í einu ábyrgur fyrir heilu liði í stað þess að fljóta með eins og áður? Ungur og frískur heima á Borgarfirði- Eystra. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.