Íþróttablaðið - 01.04.1986, Qupperneq 53
Körfubolti
Jóhannes Kristbjörnsson — efnileg-
astur.
leikaríkur körfuboltamaður. Hann hef-
ur yfir miklum hraða að ráða, eld-
snöggur,hittinn og hefur skemmtilega
boltatækni. Jóhannes kom heim úr
námi frá Bandaríkjunum síðastliðið
haust og tók úrvalsdeildina með
trompi. Ætli honum hafi þótt erfiðara
að leika í úrvalsdeildinni en hann bjóst
við? „Það tók mig tíma að aðlagast því
mikill munur er á körfubolta hér heima
og úti í Bandaríkjunum. Þó hjálpaði
mér mikið hversu góðir Ieikmenn
Njarðvíkurliðsins eru. Þar eru allir
jafningjar. Ég var ekki í byrjunarliðinu
fyrr en eftir áramót og hef kannski
staðið mig betur en menn þorðu að
vona. Strákar í liðinu — Teitur, Hreið-
ar, ísak, Árni og Ellert hafa kannski
ekki fengið eins mikla athygli og ég en
þeir eru síst lakari leikmenn. Þeir eiga
allir eftir að verða stórkostlegir körfu-
boltamenn. Teitur er að mínu áliti sá
efnilegasti í úrvalsdeildinni. Okkar
stærsti kostur er án efa breiddin í lið-
inu. Við áttum 8 landsliðsmenn í vetur
og samanstendur hópurinn af 10 jafn-
góðum leikmönnum og fleiri eru að
koma upp. Ingi er elstur okkar, 27 ára
þannig að á næstu árum getum við
ekki annað en farið batnandi. Mikil
samkeppni er í liðinu sem eðlilegt er
því allir vilja vera bestir. Liðið næði
ekki árangri annars. Svo erum við með
frábæran þjálfara og er það mín skoð-
un að Gunnar Þorvarðarson sé eins og
atvinnuþjálfari í Bandaríkjunum".
Jóhannes skoraði 309 stig í deildinni
í vetur og hafnaði hann í 6.sæti yfir
stigahæstu leikmenn mótsins. Þess
verður vart langt að bíða að hann verði
valinn í A-landsIiðið en hvað liggur að
baki boltatækninni? „Ég byrjaði í
körfubolta 8 ára og æfði á hverjum
degi. Auðvitað býr mikil þjálfun að
baki. Körfuboltamenn verða ekki góðir
nema þeir æfi vel“. Jóhannes var skilj-
anlega mjög ánægður með félgasskap-
inn í Njarðvíkurliðinu og hældi leik-
mönnunum á hvert reipi. Sagðist
reyndar aldrei hafa kynnst öðru eins.-
„Valur Ingimundarson er án efa besti
leikmaður landsins en auðvitað er
Pálmar líka góður. Valur getur tekið
leiki í sínar hendur og unnið þá upp á
sitt einsdæmi. Hann á hreinlega ekki
heima hér á landi“,sagði Jóhannes að
lokum.
Kristinn Kristinsson — prúðastur.
PRÚÐASTI LEIKMAÐURINN
Titilinn Prúðasti leikmaður úrvals-
deildar hlaut Kristinn Kristinsson
Haukum. Næstprúðastur var Tómas
Holton Val og í þriðja sæti Jón Stein-
grímsson Val. Kristinn hefur leikið yfir
120 leiki með Haukum og verður þess
eflaust langt að bíða að hann leiki með
þeim að nýju. Kristinn hyggur á fram-
haldsnám í rafmagnsverkfræði í Banda-
ríkjunum næsta vetur og aðspurður
sagðist hann líklega reyna að sprikla
eitthvað í körfubolta með náminu. „Ég
lifi ekk af án þess að spila körfubolta".
En hvað veldur að hann er sá prúðasti
í deildinni? „Kannski er ég uppáhald
dómaranna“,segir hann og brosir.
,Ætli ég röfli bara ekki of lítið og set
síðan upp sakleysissvip þegar ég brýt
af mér“.
STIGAHÆSTI LEIKMAÐURINN
Valur Ingimundarson Njarðvík.einn
besti leikmaður á íslandi undanfarin ár
varð stigahæsti leikmaður úrvalsdeild-
ar 4. árið í röð. Hann gerði 513 stig fyr-
ir lið sitt sem er hæsta „score“ leik-
manns frá upphafi. Röð næstu manna
varð sem hér segir:
2. Pálmar Sigurðsson Haukum 496
stig
3. Birgir Mikaelsson KR 397 stig
4. ívar Webster Haukum 326 stig
5. Jón Kr. Gíslason ÍBK 322 stig
6. Jóhannes Kristbjörnsson UMFN 309
stig
7. Guðjón Skúlason ÍBK 296 stig
8. Hreinn Þorkelsson ÍBK 278 stig
9. Garðar Jóhannesson KR 269 stig
10. Torfi Magnússson VAL 259 stig
Valur Ingimundarson hefur leikið
með Njarðvík undanfarip 7 ár og 5
sinnum orðið íslandsmeistari. Titilinn
Besti leikmaður deildarinnar hefur
hann hlotið 2 sinnum en 3 sinnum hjá
Morgunblaðinu. Hann er margreyndur
landsliðsmaður þrátt fyrir ungan aldur
- en hvað fannst honum um úrvals-
Valur Ingimundarson — stigahæstur.
53