Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 64

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Síða 64
Dassaev Leyndarmál rússneska markvarðarins. samantekt:ÞorgrímurÞráinsson Á engan er hallað þegar sagt er að rússneski mark- vörðurinn Rinat Dassaev sé besti markvörður heims í knattspyrnu. Hann sló fyrst í gegn í heimsmeistara- keppninni á Spáni 1982 og hefur frægðarsól hans skinið skært síðan. Dassaev var fyrst valinn í landslið- ið 1979 í leik gegn Austur- Þýskalandi og hefur síðan leikið um 60 landsleiki. Hann er fæddur 13.júlí 1957 í Astrakan,500.000 manna hafnarbæ - 2.000 kílómetrum frá Moskvu. Foreldrar hans eru verkafólk og á hann einn yngri bróður. Sundíþróttin átti hug hans allan þegar hann var ungur en knattspyrnu fór hann að iðka fyrir til- viljun. Dag einn meiddist hann á hendi og gat þar með ekki synt. Brá hann sér þá í knattspyrnu í garð- inum við heimili sitt ásamt félögum sínum og var ekki aftur snúið. Dassaev var ávallt minnstur í félaga- hópi og var því settur í markið. Þegar hann var 10 ára var hann skráður í knattspyrnuskóla þar sem hæfi- leikar hans áttu síðar eftir að þróast. Ævintýrið hefst Átján ára gamall gekk hann til liðs við 2.deildarlið- ið Volgu og lék hann með þeim í tvö ár. Þegar Dassaev var tvítugur kom þjálfari stórliðsins Spart- ak Moskvu að máli við hann og spurði hvort hann fysti að leika með þeim. Ekki stóð á svari hjá Dassaev því hann og fjölskylda hans höfðu alla tíð verið aðdá- endur liðsins. Þar með hófst ævintýrið. Dassaev yfir- gaf heimaslóðir,Qölskyldu og vini og leið fyrst um sinn illa einn síns liðs í Moskvu. Fyrsta árið hjá Spartak var erfitt og vermdi hann varamannabekk- inn. Smám saman tókst honum þó að vinna sér fast sæti í liðinu og hefur verið fastamarkvörður liðsins síðan 1979 - leikið yfir 250 leiki. Frá komu Dassaev hefur Spartak einu sinni orðið sovéskur meistari,- fjórum sinnum í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Bikarmeistaratitilinn hefur hann aldrei hlotið. Lev Yachine er án efa einn þekktasti markvörður heims og besti markvörður Rússa fyrr og síðar. Dassaev var ungur þegar hann var upp á sitt besta og segist því ekki hafa orðið fyrir áhrifum frá honum því hann fékk aldrei tækifæri til að sjá hann leika. En ráðleggingar hefur Dassaev fengið hjá honum - sér- staklega fyrir heimsmeistarakeppnina á Spáni. Þá miðlaði Yachine af reynslu sinni - veitti Dassaev sjálfstraust og sagði að stillingin væri það sem greindi á milli góðs markvarðar og slæms. Dassaev segist alltaf hugsa um þetta á erfiðum augnablikum og reyna að halda ró sinni. Við erum ekki með neina sýndarmennsku í Evrópu er oft talað um að sovéskir knattspyrnu- skólar stefni sérstaklega að því að gera markmenn virkilega góða. Hvað skyldi vera til í því? Dassaev seg- ir að mikið sé til í því en þó sé erfitt fyrir leikmenn að sjá hvort að markvörður hefur fengið skólun í Sovét- ríkjunum eða öðrum löndum. Menn þurfi að vera sér- stakir til að sjá það. Hann segir að sovéskir mark- menn hugsi eingöngu um að veija - ekki hvernig þeir verja. „Við erum ekki með neina sýndarmennsku og skutlum okkur ekki á eftir bolta þegar við getum komist hjá því. Við höfum ekki áhyggjur af að sýna okkur fyrir áhorfendum eins og markmenn frá öðrum löndum Evrópu og Suður-Ameríku. Annar munur á okkur og þeim er geðstillingin sem auðkennir okkur og svo erum við almennt betri i úthlaupum. Hins veg- ar eru markmenn frá Vestur-Evrópu mun betri á lín- unni. Hvernig útskýrir Dassaev þennan mun á mark- vörðum milli Austurs og Vesturs? Er þetta spurning um hugarfar þjálfunar og mismunandi vinnuaðferða? „Ég held það hafi ekki verið teljandi munur á þjálf- unaraðferðum í Sovétríkjunum og Vestur-Evrópu. Að mínu mati vinnum við öðruvísi og meira að ákveðnum hlutum en aðrir. Til að mynda grip á bolta og úthlaupum. Svo eru það líka viðbrögðin á línunni sem skipta máli. Þetta er líka spurning um karakter hvers og eins - hvernig hann undirbýr sig,með yfir- vegun eða látum“. Stefnir í þjálfun Dassaev hefur hug á að snúa sér að þjálfun þegar knattspyrnuferli hans lýkur og stundar hann því nám í líkamlegri þjálfun. Til þess að öðlast reynslu ætlar hann fyrst út í markmannsþjálfun en seinna þegar hann telur sig vera tilbúinn þá langar hann að stjórna liði. 64

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.