Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1986, Qupperneq 76

Íþróttablaðið - 01.04.1986, Qupperneq 76
Á heimavelli Efri röð frá vinstri: Vilmar Pétursson formaður og liðsstjóri, Sverrir Hauksson, Guðmundur Halldórsson, Helgi Helgason og Halldór Halldórs- son varaformaður og liðsstjóri, bróðir Guðmundar. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Halldórsson tvíburabróðir Guðmundar og þar af leiðandi bróðir Halldórs, Gunnlaugur Helgason fyrirliði og bróðir Helga og loks Jón Orri Guðmundsson mágur Sverris og svili Vilmars. FYRSTI TITILLINN Hið skemmtilega lið Augnabliks í Kópavogi náði merkum áfanga fyrir skemmstu. Liðið vann til síns fyrsta titils sem er vonandi byrjunin á frek- ari sigurgöngu. Augnablik bar sigur úr býtum á innanhússmóti UMSK — tapaði aðeins einu stigi og sigraði m.a. Gróttu sem varð í 2.sæti á síð- asta íslandsmóti. Árangur erfiðisins er því greinilega að koma í ljós hjá „Just a moment" en félagið var stofnað 1. október 1982. Hinn frækni sigur drengjanna hefur vakið verð- skuldaða athygli um heim allan og hefur fjöldi fyrirspuma borist til lands- ins. Búast má því við útflutningi úr þeirra herbúðum innan skamms.. Leikir Augnabliks á UMSK mótinu enduðu á eftirfarandi hátt: Sigur vannst gegn Gróttu 4-3, gegn ÍK 6-4, gegn UBK 5-2 og gegn Aftureldingu 6-0. Hið tapaða stig á mótinu lenti hjá Stjörnunni í 2-2 Ieik. 100 ÁRA MINNINGARHÁTÍÐ Sunnudaginn 13.apríl næstkom- andi fer fram á Iþróttaskólanum á Laugarvatni 100 ára minningarhátíð Björns Jakobssonar stofnanda íþróttaskólans. Alls munu 80 íþrótta- kennarar sem hafa útskrifast frá skól- anum halda sýningu ásamt þeim 43 nemendum sem stunda þar nám í vetur. Sýndur verður sögulegi þráð- urinn í þróun leikfimi frá upphafi til dagsins í dag. Einnig verður sýning á Ijósmyndum frá Laugarvatni og ýmislegt er í deiglunni. Stefnt er að því að halda hátíðina í nýja íþrótta- húsinu sem er reyndar ekki fullbúið. Eins og gefur að skilja verður til- koma íþróttahússins gjörbylting fyrir íþróttakennslu á staðnum. Salurinn verður 27x45 metrar með fram- dregnum áhorfendabekkjum. Á svöl- unum verður 150 metra skokkbraut. Vonir standa til að húsið verði tilbúið til notkunar fyrir næsta vetur. TVEIR EFNILEGIR Tveir af efnilegustu knattspyrnu- mönnum landsbyggðarinnar Þor- steinn Halldórsson Þrótti Neskaup- stað og Steinar Adolfsson Víkingi Ólafsvík (mynd) hafa ákveðið að leika með liðum í Reykjavík í sumar. Þorsteinn gengur til liðs við KR en Steinar hefur tilkynnt félagaskipti í Val. Strákarnir eru báðir landsliðs- menn í knattspyrnu og leikur Steinar einnig með drengjalandsliðinu í körfubolta. Án efa eiga þeir eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni með sínum félagsliðum og landsliði Islands og verður gaman að fylgjast með þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.