Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Page 20

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Page 20
sumar líkt og mörg önnur lið og hver leikmaður þurfti að skrifa upp á víxil fyrir kostnaðinum. Félagið veitir síð- an leikmönnum tækifæri til að safna peningum upp í þessa upphæð, t.d. með auglýsingasöfnun í leikskrár o.s.frv. Meistaraflokkur kvenna safn- aði líkafyriræfingaferðsem liðiðfórí sumar. Það sem við höfum hins vegar um- fram önnur félög er að í Garðabæ er það yfirlýst stefna bæjaryfirvalda að leggja rækt viðæskulýðs- og mennta- mál. Stjarnan nýtur eðlilega góðs að því í formi velvildar og mikils áhuga yfirvalda á því starfi sem er unnið innan félagsins. Við búum líka að því að það er mikið af ungu fólki í Garða- bæ og skólarnir eru mjög tengir starf- inu í Stjörnunni," segir Skúli. „Þar er því haldið á lofti sem Stjarnan er að gera og það er mikil samgangur á milli. Ég held að það sé enginn vafi á því að styrkur Stjörnunnar felst m.a. í því að það er eina íþróttafélagið í bænum. Skólastjórinn í gagnfræða- skólanum er t.d. í aðalstjórn Stjörn- unnar og bæjarritarinn er formaður handknattleiksdeildar félagsins. Það eru Stjörnumenn alls staðar og fólkið í Garðabæ sendir börnin sín í Stjörn- una." Guðný er sammála bróður sínum um gott samband bæjaryfirvalda og íþróttafélagsins. „Svo skemmir nátt- úrulegaekki fyrirað íþróttahúsiðerá hreint frábærum stað í hjarta bæjar- ins með sundlaugina í sama húsi. Guðný hampar sig- urlaununum sem íslands- meistari í handbolta 1991. Fólk sem fer í sund, en hefur kannski ekki að öðru leyti áhuga á íþróttum staldrar við ef það sér að það er eitt- hvað um að vera í húsinu. Við höfum fengið margra áhangendur þannig," segir Guðný. „íþróttahúsið er í raun miðstöð fyrir félagslífið í Garðabæ." — Eru Garðbæingar almennt kröfu- harðir á gengi Stjörnunnar? „Tvímælalaust," segir Skúli og Guðný tekur undir. „I dag hefur kvennaliðið ákveðinn meðbyrvegna titilsins í fyrra." Þau eru sammála um að Garðbæingar séu fljótir að flykkja Sendum íþróttasambandi íslands, íþrótta- og ungmenna- félögum, íþróttafólki, landsmönnum og viðskiptavinum bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. II-IPOR HP AUÐBREKKU4 - 200 KÓPAVOGUR SÍMI 4 32 44 20

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.