Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Síða 30

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Síða 30
Texti: Guöni Halldórsson greinum ávallt verið í hópi þeirra fremstu. Finnskar frjálsíþróttakonur hafa einnig getið sér gott orð síðasta aldarfjórðunginn. Vitaskuld hafa komið mislöng árabil þar sem Finnar hafa ekki átt menn alveg ífremstu röð en aldrei þó langt frá heimstoppin- um. Slíkt hefur meira að segja átt við um finnska langhlaupa, sem Finnar er þó hvað þekktastir fyrir. Ein grein sker sig þó úr, þ.e. spjótkast karla. Finnar hafa alla öldina átt menn í hópi tíu bestu spjótkastara heims og mörg árin fjóra til fimm menn af tíu bestu. Ennfremur hefur heimsmetið í greininni verið í þeirra eigu stóran hluta síðustu áttatíu ára. Það segir samt lítið um stöðugleikann sem áður er getið. Miklu heldur ber að skoða afrekaskrár ígegnum árin til að sannfærast um þessa ótrúlegu færni alla tíð. Nokkur ártöl skulu hér til- færð af handahófi, 1930 (5 af 10 fremstu), 1936 (4 af 10), 1946 (4 af 10), 1954 (4 af 10), 1984 (3 af 10), 1991 (3 af 10). Seppo Raty sést hér kasta spjótinu 96,96 metra. FINNARNIR ENN OG AFTUR Fyrsta september sl. lauk þriðja Heimsmeistaramótinu í frjálsíþrótt- um í Tokyo. Islenskum sjónvarps- áhorfendum gafst kostur á að fylgjast með ágætum útsendingum frá mót- inu í Ríkissjónvarpinu. Nýjum nöfnum skaut upp á topp- inn í hinum ýmsu greinum og eftir- tektarvert var hversu margar þriðja heims þjóðir komu fólki á verðlauna- pall. Eitt breytist þó ekki - í spjótkasti karla komu, sáu og sigruðu Finnarnir enn og aftur. Frjálsíþróttir eru þjóðaríþrótt Finna og hefur svo verið alla þessa öld. Þótt umheimurinn hafi harla lítið vitað um þetta norðlæga land, annað en að mikla skóga og timburiðnað sé þar að finna auk mikils fjölda stöðu- vatna, þá hefur umheimurinn þó lært af langri reynslu að búast við frábær- um frjálsíþróttamönnum þaðan. Frá því að reglur voru samræmdar og tekið var að halda meta- og af- rekaskrár IAAFárið 1914 hafafinnskir frjálsíþróttamenn í hinum ýmsu Ástæður fyrir þessum ótrúlega góða árangri, jafnt í spjótkasti sem og í öðrum greinum frjálsíþrótta, er lík- lega að finna í geysilegum áhuga al- mennings svo og myndarlegum stuðningi yfirvalda á hverjum tíma. Ríkið (í gegnum finnsku Ólympíu- nefndina) greiðir 80% af kostnaði finnska frjálsíþróttasambandsins og virðist enginn skortur á peningum til þessara mála enda er engu líkara en að um stórfyrirtæki sé að ræða þegar höfuðstöðvarnar í Helsinki eru heim- 30

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.