Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1991, Síða 55

Íþróttablaðið - 01.12.1991, Síða 55
en það mikilvægasta var að hann stjórnaði leiknum, hann stjórnaði hraðanum, hann stjórnaði hverjir skytu, hverjir væru með boltann og Boston réði ekkert við Lakers. Magic var í þriðja skiptið útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar enda kom varla annað til greina. Nú var það efst í huga Magic að Lakers ynnu aftur og ef það tækist yrði það í fyrsta skiptið í 19 ár sem liði tækist það. Liðinu gekk vel. Lakers komust í úrslit og mættu þar Detroit Pistons. Magic og félagar þurftu svo sannarlega að Tveir góðir! Johnson og Kareem Abdul-Jabbar. óhreinka búningana sína í þeirri keppni. Leikirnir urðu 7 og í 7. og síðasta leiknum unnu Lakers 108- 105. Það var karfa frá A.C. Green, eftir sendingu yfir þveran og endilan- gan völlinn, sem tryggði Lakers sigur í leiknum og í deildinni. Næsta tíma- bil hjá Lakers gekk ekki of vel. Þeim tókst þó að vinna 57 leiki og Magic var valinn besti leikmaður deildar- innar. Lakers komust aftur í úrslit en töpuðu þá í4 leikjum fyrir Detroit. En Byron Scott og Magic voru meiddir mestalla keppnina. Síðan byrjaði næsta tímabil, allt gekk vel hjá Lak- ers, þeir unnu 63 leiki og Magic var í þriðja sinn valinn besti leikmaður keppninnar. En í úrslitakeppninni voru þeir slegnir út af Phoenix Suns í annarri umferð. Nú héldu flestir að veldi Lakers hlyti að vera hrunið. En næsta tímabil, sem varð síðasta tíma- bil Magic, gekk vel. Magic var annar f kjöri besta leikmanns deildarinnar. Lakers unnu Houston, Golden State og Portland í úrslitakeppninni. í síð- asta leiknum gegn Portland sýndi Magic hversu ótrúlegur hugsuður hann er inni á vellinum. Hann náði frákasti þegar 4 sekúndur voru eftir og Lakers tókst að vinna með 1 stigi. Magic gerði sér grein fyrir að leik- menn Portland myndu reyna að brjótaá honum, en hann sá við því — kastaði boltanum yfir völlinn, lét hann þó skoppa nokkrum sinnum á leiðinni svo að Portland liðið komst aldrei nálægt boltanum. Tíminn rann út og Lakers voru komnir í úrslit í níunda sinn á 12 áraferli Magic. And- stæðingarnir að þessu sinni voru eng- ir aðrir en Michael Jordan, Scottie Pippen og félagar í Chicago Bulls. Mikið var gert úr því að þarna myndu tveir bestu körfuboltamenn heims mætast, Michael Jordan og Magic Johnson. Lakers unnu 1. leikinn í Chicago en töpuðu svo 4 næstu, 1 í Chicago og 3 í Forum. Magic verður þó ekki kennt um tap Lakers heldur voru samherjar hans, einkum Sam Perkins og James Worthy, óáreiðan- legir. Þeir áttu þó báðir góða spretti en sama verður ekki sagt um Byron Scott sem spilaði alveg hræðilega. Ef hann hefði spilað eins og hann á að sér er aldrei að vita hvar NBA bikar- inn væri geymdur núna. Þrátt fyrir að Magic sé einn besti körfuknattleiksmaður allra tfma og af mörgum talinn vera sá besti verður hans helst minnst sem frábærrarfyrir- myndar innan og utan vallar. Magic tóksér aldrei frí, hann vann fyrir góð- gerðarstofnanir og er talið að hann hafi safnað fyrir þær hátt í 200.000.000 króna á sfðasta ári. Magic dreymdi alltaf um það þegar hann var yngri að verða bissness- maður og honum hefur tekist það. Hann auglýsir hinar ýmsu vörur svo sem Converse, Spalding, Pepsí, Nint- endo og Kentucky Fried Chicken. Það er talið að tekjur hans af auglýs- ingum á þessu ári nemi um 750 millj- ónum króna, sem gerir 220 milljón- irnar, sem hann fær frá Lakers, að smápeningum. Fyrir utan auglýsing- arnar þá hefur hann fest kaup á ein- um þriðja í Pepsí fyrirtækinu sem er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru í hvað mestum vexti í Bandaríkjunum. Það er því Ijóst að Johnson mun ekki þurfa að líða skort það sem eftir er ævinnar. Einnig hefur Magic áhuga á að kaupa körfuboltalið og hefur Los Angeles Lakers boðið honum að kaupa hlut í því. En hvað sem sagt er um Earvin Johnson þá er alveg öruggt að það verður stórt skarð sem hann skilur eftir sig í NBA deildinni og körfubolta um allan heim. Það eru margir sem munu sakna þess að fá að fylgjast með honum. Sagt er að án Magic sé Lakers liðið eins og jólin án jóla- sveinsins. Magic er þó langt frá því að vera dáinn. Þrátt fyrir að vera haldinn ólæknandi sjúkdómi þá gefst hann ekki upp. Hann segist ætla að berjast við hann og vinna að því að fræða aðra um hann. Það er ekki spurning Magic hefur verið sönn fyrirmynd — innan vallar sem utan. að Magic mun gefa baráttunni gegn eyðni stóra stoðsendingu með fram- lagi sínu í hana. Magic mun alltaf skipa veglegan sess í huga mínum. Ég hef aldrei hrif- ist eins mikið af nokkrum íþrótta- manni. í mínum hugaog margraann- arra var Magic alltaf bestur. Magic hefur alltaf verið mjög opinn og til- búinn að tala um hvað sem er. Með því að gefast ekki upp á þessu erfiða tímabili í lífi sfnu verður Magic ekki aðeins íþróttahetja heldur einnig hetja sem persóna. Flestir, sem fylgst hafa með Magic að einhverju ráði, eiga eftir að muna eftir honum sem öðruvísi leikmanni. 55

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.