Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 19

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Page 19
væri erfittogbað kappann að fara sérlega varlega þar. Skíðagarp- urinn steinlá við hliðið og var úr leik. Þjálfarinn hélt uppteknum hætti þegar þriðji keppa- ndinn frá Sví- þjóð var að leggja af stað og sagði að það væri eitthvað mikið að braut- inni við hlið 9. Þar sem skíðk- appinn var al- gjörlega með hugann við hlið 9 keyrði hann Patrekur Jóhannesson (th) og Sigm- ar Þröstur Óskarsson urðu bikar- meistarar í handknattleik með KA á dögunum og ef að líkum lætur átti rétt hugarfar stóran þátt í því. Þeir höfðu löngunina og sigurviljann og það skipti sköpum í spennandi leik gegn Val. þreyttir. Þá eru þeir svo einbeitt- ir og búa yfir svo mikilli sjálfs- stjórn að aðeins hlaupið eitt skiptir þá máli — á meðan það fer fram. Um leið og íþróttamenn verða meðvitað- ir um að þeir eru í þessu „sigur- vænlega" ástandi missa þeir einbeitingu. Spretthlaupari á Ólympíuleikun- um í Montreal árið 1976 náði ótrúlega góðu viðbragði og EFI OG HRÆÐSLA ER ÞAÐ SEM STENDUR í VEGI FYRIR BETRI ÁRANGRI ÍÞRÓTTAMANNA þar út úr brautinni. Þegar upp var staðið var hlið 9 örlagavaldur allra sænsku keppendanna — þökk sé þjálfaranum. Þetta er dæmi um ranga sálfræði íþjálfun þar sem dregið er úr sjálfsöryggi keppenda. Öflugt sjálf- straust er grundvöllur fyrir góðum ár- angri í íþróttum, sömuleiðis mikil ást- undun, yfirvegun, rétt hugarfar og ekki síst einbeiting. Þegar íþrótta- maður nær upp góðri einbeitingu á því sem skiptir hann mestu máli er hann úr sambandi við allt annað. Tennisleikari verðurtil að mynda að gleyma slæma skotinu strax, eins og það hafi aldrei átt sér stað, og ein- beita sér að næsta skoti. Bestu íþróttamenn heims eiga líka sínu slæmu daga en þeir eru góðir vegna þess að þeir láta slíkt ekki setja sig út aflaginu. ÞeirÆTLAséraðgerabetur næst. Góður langstökkvari sagði eitt sinn: „Ef ég man stökkið er það vís- bending um slæmt stökk en þegar ég bæti mig og set met, man ég yfirleitt ekki eftir stökkinu." Sumir hlauparar hafa sömuleiðis sagt að þeir hafi náð sínum besta árangri án þess að verða virtist hafa sigurinn í hendi sér þegar hann virtist hægja ferðina og nokkrir hlupu fram úr honum á lokasprettin- um. Að hlaupinu loknu sagðist hann hafa áttað sig á því f miðju hlaupi hvað honum gengi vel og þá ætlað að auka hraðann en þess í stað hægt á sér. Um leið og hann varð meðvitað- ur um hraðann missti hann einbeit- inguna og „sigurástandið". Góð dúfuskytta þakkaði árangur sinn því að hann ímyndaði sér dúf- urnar alltaf mun stærri en þær voru. Og kylfingurinn sá alltaf fyrir sér stór- an bolta áður en hann sló. Efi og hræðsla er það sem stendur í vegi fyrir enn betri árangri íþrótta- manna. Þeir eiga að hugsa stórt, telja allt mögulegt og hugsa um alla þætti þjálfunarinnar — ekki bara hlaupa í blindni, marga kílómetra á dag, eða lyfta lóðum sem óðir. Hugsunin getur fært fjöll og EINBEITINGIN er sigur- vegari eins og dæmin sanna svo rækilega. (Unnið upp úr fyrirlestri sænska sálfræðingsins Dr. Lars Erik Unest- ahl, sem hélt stutt námskeið á íslandi fyrir rúmum tveimur árum). 19

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.