Íþróttablaðið - 01.02.1995, Síða 56

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Síða 56
50m skriðsund ár b.tími heimsafr.skrá 1990 22.87 !Í||ÍÍ 1991 22.78 14. siti 1992 21.91 1-sæti 1993 22.27 2.fsæti 100m skriðsund 1989 51.88 138. sæti 1990 50.71 39. sæti 1991 49.18 1sæti 1992 49.02 1. sæti 1993 48.93 1. sæti Þess má til gamans geta að íslands- methafinn í 100 m skriðsundi, Magn- ús Ólafson, synti á tímanum 52,01 á Ólympíuleikunum í Seol en Islands- met hans núna er 51,62, sett á Evr- ópumeistaramótinu 1991. ÓLYMPÍULEIKARNIR í BARCELONA Eins og flestir sundáhugamenn vita, þá gekk allt í haginn fyrir Popov á Ólympíuleikunum í Barcelona. Hann sigraði í 100 m skriðsundi, á tímanum 49,02 sek., með sínum ró- legu, sterku sundtökum. Popov var aðeins í 6. sæti eftir fyrri 50 metrana. Hann kom geysilega sterkur síðari helming sundsins og synti þá á tím- anum 24,99 sek., aðeins 96/100 úr sekúndu hægar en fyrri 50 metrana. 100 m skriðsundið var, eins og flestar sundgreinar Ólympíuleik- anna, mjög skemmtilegt sund. Biondi byrjaði sundið hrattog náði afgerandi forystu sem hann vonaðist til að nægði sértil sigurs. Hann vissi að aðrir sundmenn myndu draga verulega á sig síðari hluta sundsins en vonaðist til að halda forskoti til loka sundsins og þar með hljóta gull- verðlaunin. Reyndir sundmenn nota gjarnan þetta bragð til þess að reyna að koma keppinautum sínum úr jafnvægi. En þetta heppnaðist ekki hjá Biondi í þetta sinn. Þegar kom að 75 metra markinu var eins og hann synti á vegg. Hann virtist örþreyttur og það dró verulega úr hraða hans. Hinir sundmennirnir geystust fram úr Biondi hver á fætur öðrum. Enginn synti þó síðustu 25 metrana eins hratt og rússneska rak- ettan Popov sem kom fyrstur í mark og vann þar með sín fyrstu gullverð- laun á Ólympíuleikum. Popov gerði sér I ítið fyri r og sigraði einnig í 50 m skriðsundinu og batt þar með enda á sex ára sigurgöngu Bandaríkjamannanna, Biondis og heimsmethafans Tom Jager, í þessari stystu keppnisvegalengd í sund- keppni Ólympíuleikanna. Tími Popovs var 21,91 sek. sem var þá annar besti tíminn sem náðst hafði í greininni. Popov var einnig í sigur- sveit Sovétmanna í 4x100 m skrið- sundi og vann þar með sín þriðju gullverðlaun á leikunum. FRÆGÐ OG FRAMI Að loknum Ólympíuleikunum í Barcelona reyndist það létt verk fyrir Popov og þjálfara hans Gennadi Toureski að finna styrktaraðila til þess að fjármagna frekari æfingar og keppnir. Touretski fékk þjálfarastöðu í Ástralíu og Popov fylgdi honum þangað. Nú á hann ekki íerfiðleikum með að einbeita sér að sundinu ein- göngu því áætlað er að árstekjur Popovs vegna auglýsingasamninga og verðlaunafjár sé á bilinu frá 80.000 - 120.000 Bandaríkjadalir. (5,7 - 8,5 milljónir króna.) Á síðasta ári eyddi Popov aðeins 12 dögum í Rússlandi en dvaldi lengst af í Ástral- íu við æfingar. Hann ferðaðist einnig um allan heim til keppni á sundmót- um. FRAMTÍÐIN Markmið hans í upphafi keppnis- tímabilsins var að bæta heimsmet Matts Biondi í 100 m skriðsundi í 50 m laug. Matt Biondi sagði þá að ef einhversundmaðurmyndi sláheims- met sitt þá yrði það Alexander Popov. Biondi þurfti ekki að bíða fram að Friðarleikum eða Heimsmeistarmóti til að sjá heimsmet sitt falla. Popov bætti heimsmetið í 100 m skriðsundi á sundmóti í Canet í Frakklandi um miðjan júní sl. Nú bíða sundáhugamenn Heims- meistaramótsins með óþreyju, m.a. til þess að fylgjast með því hvernig Popov stendur sig þar. Þar mun koma í Ijós hvort Alexander Popov hefur sömu yfirburðina í 50 og 100 m skriðsundi í 50 m laug eins og hann hefur haft í 25 m lauginni í vetur. ÍÞRÚTTABIAÐIÐ Markvisst tímarit! f FRÓÐI bóka & blaðaútgáfa ASKRIFTARSÍMI: 91-812300 56

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.