Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 7
hennar í einu hlaupi eiga eftir að þróast mjög jákvæðir hlutir. A hlaupabrautinni geislar hún af sjálfs- trausti en hún mætti öðlast meira af því í daglega lífinu. Það er eitthvert stress eða óöryggi innra með henni, hún á það til að vera þrjósk og hana skortir stundum jafnvægi. Ég veit ekki hvort hún á börn en eitt barn skiptir hana mjög miklu máli. Mérfinnstekki ólíklegtað hún hafi verið að velta því fyrir sér að skipta um þjálfara eð eitthvað í þeim dúr. Sömuleiðis skynja ég einhverjar vangaveltur um skólagöngu og Þýskaland kemur strax upp í hugann og það land á eftir að hafa áhrif á hana í framtíðinni, beint eða óbeint. Hún þarf að losa um einhverjar tilfinningar sem tengjast fortíðinni. Hún er á réttri braut en góðir hlutir gerast hægt." -----------------•-------------------- „Þetta er athyglisvert," sagði Martha Ernstdóttir sem býr í Noregi og er að læra til hómópata auk þess sem hún æfir við góðar aðstæður. Hún á eitt barn. „Ég hafði ekki ráð- gert að fara í nám hérna en núna er ég á 1. ári í þriggja ára námi og ég stefni vitanlega að því að Ijúka því. Ég er mjög bjartsýn á árið hvað varð- ar hlaupin, mér líður vel og ég hef aldrei verið í svona góðu formi. Ég hef ekki sett mér neitt markmið hvað varðar tíma en ég stefni á bætingu. Um þessar mundir er ég í 7. sæti í mótaröð víðavangshlaupa og þarf að vera ein af 12 efstu til að öðlast þátt- tökurétt á heimsmeistaramótinu í víðavangshlaupi í mars. Stærsta mótið í ár verður líklega heimsmeist- aramótið í frjálsíþróttum sem verður í Gautaborg í ágúst en í október verður heimsmeistaramót í hálf- maraþoni. Ætli ég taki ekki þátt í einu maraþonhlaupi í lok keppnis- tímabilsins. Mér finnst líklegt að ég einbeiti mér að maraþonhlaupi eftir nokkur ár." EYDÍS KONRÁÐSDÓTTIR sundstúlka „Hún hlýtur að vera fyndin“ „Þessi persóna er rosalega miktl tilfinningavera og það.kæmi mér ekki á óvart þótt hún hefði einhvern tímann verið sígauni. Mér finnst að hún eigi að leita til útlanda því þar er ákveðinn stuðning að fá. Ég sé Bandaríkin íþessu samhengi, þjálf- ara, sundlaug og það sem hugur hennar stendur til. Ég skynja einhverja spennu hjá hen n i og ég fæ h nút f magan n þegar ég upplifi þetta. Hún má ekki láta fólk stjórna sér í daglega lífinu — hún er engin gólftuska. Hún þarf að véra ákveðin og standa fast á sínu. Sundið er hennar hjartans mál og þar gerir hún góða hluti en þegar íþrótta- ferlinum lýkur á hún sömuleiðis eftir að skara fram úr á sviði þar sem hún vinnur með fólk. Stundum efast hún um eigin getu en hún má ekki leyfa sér það. Ég veit ekki í hve mörgum gremum hún keppir en ég tel að hún muni náenn betri árangri ef hún ein- beitir sér að einni grein. Þetta er mjög góð manneskja og hlýtur stundum að vera fyndin. Ég ímynda mér að það hljóti að vera gaman að skemmta sér með henni. Ég skynja að hún geti stundum verið mjög úrill á morgnana." ---------------•----------------- Eydís brosti þegar hún sá hvað um hana var sagt en hún var ekki sam- þykk því að hún væri stundum úrill á morgnana. „Nei, ég hef aldrei hugs- að neitt sérstaklega um sígauna," sagði hún svo aðspurð. „Ég er ekkert farin að íhuga það hvort ég fari eitt eða annað til að æfa eða læra í fram- tíðinni en ég fer líklega til Flórída í Bandaríkjunum í vor ásamt Ólymp- íuhópi Sundsambands íslands. Þegar ég var yngri stefndi ég að því að verða fornleifafræðingur en ég er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ég hef áhuga á mjög mörgu en veit samt ekki hvað ég ætla að leggja fyrir mig. Einhvern tímann sagðist ég vilja vinna í hvítum sloppi." 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.