Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 53

Íþróttablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 53
48,1% skota sinna. Malone er einn af þeim leikmönnum sem hvað oftast komast á vítalínuna og því var mjög mikilvægt fyrir hann að ráða bót á þessu vandamáli sínu. Þjálfari hans, hinn skrautlegi Frank Layden, bað hann um að æfa vítaskotin vel á sumrin því að hann gæti orðið einn besti leikmaður NBA ef hann vildi. Malone fór að ráðum þjálfara síns og bætti sig mjög mikið á milli ára. Hann komst upp í 70,0% vítahittni á sínu þriðja ári. Stockton átti hins vegar aldrei f neinum erfiðleikum með sinn leik. Hann sýndi strax sinn undraverða hæfileika tiI að dreifa spiIi og var með 5,1 stoðsendingu á sínu fyrsta ári þráttfyrir að spila aðeins 18 mínútur í leik. Ástæðan fyrir því að hann spil- aði svo lítið var sú að Rickey Green var byrjunarliðsleikstjórnandi. Green var einn besti ieikstjórnandi deildarinnar á sínum tíma og var byrjunarmaður í Stjörnuleik árið sem Stockton kom í deildina. Stockton í byrjunarliðið, Malone í Stiörnuleikinn Þao varð fljótlega Ijóst að Stockton varhárrétti maðurinntil aðtakaviðaf Green. Hann sýndi sig og sannaði og sömu sögu var að segja af Karl Mal- one sem komst fyrst í stjörnuleikinn 1988. Á sínu fyrsta tímabili í byrjun- arliðinu gérði Stockton sér lítið fyrir ogsetti nýtt NBAmetfyrirfjöldastoð- sendinga áeinu tímabili. Isiah Thom- as átti gamla metið, 1123 og Stockton gerði sér lítið fyrir og bætti það um fimm. Hann komst í annað úrvalslið deildarinnar og samvinna félaganna varð heitasta umræðuefni NBA- spekinga vestan Atlantsála. Eftir það hefur Stockton ávallt leitt deildina í stoðsendingum og verið með efstu mönnum í stolnum boltum. Malone var með 27,7 stig að með- altali á tímabilinu 1987-'88 og komst í hóp stigahæstu manna deildarinn- ar. Honum áskotnaðist einnig sá heiður að veljast í úrvalslið NBA- deildarinnar árin '89-'94. Hann hef- ur verið álitinn besti kraftframherji deildarinnar um árabil og telst einn sá besti í þeirri stöðu fyrr og síðar. Allir nýir framherjar eru bornir sam- an við hann þar sem Malone markaði tímamót í körfuboltasögunni. Hann er gífurlega sterkur líkamlega en hef- urauk þess yfirað ráða miklum hraða sem skilað hefur ófáum körfunum í hraðaupphlaupum, jafnan eftir send- ingar frá Stockton. Fóstbræðurnir til Barcelona Stærsti körfuboltaviðburður sög- unnar var ferð „Draumaliðsins" á Ól- ympíuleikana í Barcelona 1992. í bandaríska landsliðinu voru bestu körfuboltamenn NBA komnir saman í fyrsta sinn og var úr mörgum stór- kostlegum leikmönnum að velja. StocktonogMalonevoru báðirvaldir til fararinnar eftir að Utah Jazz hafði áttsittbesta tímabil 91-'92. Þarfengu þeir mikla athygli en hvorugur hafði notið þeirrar frægðar sem þeir áttu skilið. Bæði Stockton og Malone eru sannkallaðir sveitastrákar sem höfða ekki til MTV kynslóðarinnar eins og Magic, Jordan og Barkley. Þeir þykja báðireinstaklega hógværirog þá sér í lagi Stockton sem enn er oft ruglað saman við boltastráka og kórdrengi. Það að vera staðsettir í Salt Lake City, minnstu NBA-borginni, ýtti heldur ekki undir fjölmiðlaumfjöllun. Utah hefur á undanförnum árum verið með mjög sterkt lið en aldrei náð að komast í úrslitaleikina. Liðið var nálægt því árið '92 og átti góðan möguleika '94 en tapaði þá í úrslita- hrinu Vesturdeildarinnar, fyrir Port- land '92 og meisturum Houston í fyrra. Oft hefur verið sagt að liðið vanti einn burðarás í viðbót til að dæmið geti gengið upp og nú virðist því skilyrði vera uppfyllt. Nýja stjarn- an í Utah, skotbakvörðurinn, Jeff Hornacek, passar vel inn íhópinn því hann er, rétt eins og félagar hans, hógvær og banhungraður í titil. Tím- inn erfarinn að styttast því Maloneog Stockton eru engin unglömb lengur; Stockton á sínu ellefta ári í deildinni og Malone á sínu tíunda. Liðinu hefur vegnað vel f vetur og vakti fimmtán leikja samfelld sigur- ganga þess á útivöllum verðskuldaða athygli. Samvinnan Eins og áður sagði er samvinna fé- laganna einstök. Flestar sóknir Utah Jazz byggjast upp á því að Stockton komi boltanum inn á Malone sem á að klára dæmið. Þetta vita allir and- stæðingar liðsins og því er enginn hægðarleikur að framfylgja þessari leikáætlun. Stockton þarf að byggja sóknirnar upp og velja réttan tíma til að losa sig við knöttinn. Hraði og leikskilningur Stocktons gerir það að verkum að honum reynist þetta leik- ur einn. Margir telja Stockton vera besta leikstjórnanda allra tíma. Hann þykir hafaalla þá kosti til að bera sem prýða eiga sannan leikstjórnanda. Hann hefur frábæra knattmeðferð, getur sent knöttinn á marga mismun- andi vegu, er líkamlega sterkur og getur þar að auki truflað vörnina með að skjóta sjálfur. Malone er óstöðvandi sóknarafl. Hann á auðvelt með að koma sér í stöðu inni í teignum og getur þar að auki bakkað langt út til að skjóta langskotum. Þessi fjölhæfni beggja leikmanna hefur orðið til þess að engum hefur tekist að finna töfra- formúlu til að stöðva þá, og það mun engum takast. Leiktímabil Stoðsendingar Stockton* Stig Malone* Stolnir boltar Stockton* Fráköst Malone* 1985- '86 1986- '87 1987- '88 1988- '89 1989- '90 1990- '91 610 ( 7,4) 670 ( 8,2) 1128 (13,8) 1118 (13,6) 1134 (14,5) 1164 (14,2) 1 1 OC. 11 1 7\ 1203 (14,9 1779 (21,7 2268 (27,7 2326 (29,1 2540 (31,0 2382 (29,0 V)7'> Í7R 0 ) 157 (1,9) ) 177 (2,2) ) 242 (3,0) ) 263 (3,2) ) 207 (2,7) ) 234 (2,9) ) 244 (3,0) 718 ( 8,9) 855 (10,4) 986 (12,0) 853 (10,7) 911 (11,1) 967 (11,8) 909 (11,2) 1992- '93 1993- '94 1994- '95 1 1 iU ^ 1 ■J f / ) 987 (12,0) 1031 (12,6) 460 (12,1) 2217 (27,0 2067 (25,2 967 (25,3 ) 199 (2,4) ) 199 (2,4) ) 86 (2,3) 919 (11,2) 940 (11,5) 375 ( 9,9) Eftir 38 lei *Fremri talar ki. er heildarfjöldi á ímabili, tal an í sviga er meö altal. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.